
Á vefsetrinu eru kynntar ýmsar stjörnuathuganir og ljósmælingar sem hafa verið gerðar hér á landi. Höfundur er Snævarr Guðmundsson (f.1963), náttúrulandfræðingur og einlægur stjörnuáhugamaður í meira en 35 ár, og stjarnmælingamaður. Í stjörnufræði spannar áhugasviðið ljósmælingar á myrkvatvístirnum, þvergöngum fjarreikistjarna og lausþyrpingum. Á meðal áskorana er að láta reyna á hve langt má komast í könnun stjarnfyrirbæra þegar notuð eru mælingatæki sem eru ætluð stjarnmælingamönnum.
The website presents a variety of astronomical observations and photometry carried out in Iceland. The author of the content is Snævarr Guðmundsson (b. 1963), a physical geographer and dedicated amateur astronomer for more than 35 years, with experience in stellar measurements. His interests in astronomy include photometry of eclipsing binaries, transits of exoplanets, and studies of open clusters. Among his challenges is how far we can go to explore astronomical objects using instruments designed for amateur observers.
Heiðursfélagi í IAU - Honorary member of IAU
Í mars 2024 tilnefndi landsnefnd Stjarnvísindafélags Íslands höfund vefseturins sem heiðursfélaga í Alþjóðasamband stjarnfræðinga (IAU: International Astronomical Union), fyrstan Íslendinga. Heiðursfélagar í IAU hafa verið tilnefndir af landsnefndum aðildarþjóða síðan 2018 . Um aðildarflokkinn segir á vefsíðu IAU “þeir uppfylla ekki skilyrði sem menntaðir stjörnufræðingar en hafa lagt verulega sitt af mörkum til framfara stjarnfræðilegra rannsókna og menningar í sínu landi.” Á allsherjarþingi IAU, í Höfðaborg í Suður-Afríku 6.-15. ágúst 2024, voru tilnefningar 15 einstaklinga frá jafnmörgum ríkjum, þar á meðal höfundur, teknar fyrir og samþykktar.
In March 2024, the National Committee of the Icelandic Astronomical Society nominated the author of this website as an Honorary Member of the International Astronomical Union (IAU), the first Icelander to receive such a nomination. Since 2018, IAU Honorary Members have been nominated by the national committees of member countries. As stated on the IAU website, this category of membership is intended for individuals who “do not meet the criteria as professional astronomers but have made significant contributions to the advancement of astronomical research and culture in their country. At the IAU General Assembly, held in Cape Town, South Africa, 6–15 August 2024, nominations of 15 individuals from an equal number of countries, including the author, were approved.