Myrkvatvístirni deila samþungamiðju eins og önnur tvístirni. Stjörnurnar sem mynda þessi kerfi aðgreinast ekki í sjónaukum sökum innbyrðis nálægðar og fjarlægðar frá jörðu og því sést einungis „stök” stjarna. Eðli þeirra afhjúpast hins vegar í ljósmælingum en birtan breytist reglubundið með tíma. Myrkvatvístirnin sem eru kynnt hér hafa verið viðfangsefni í ljósmælingum frá stjörnustöðinni í Nesjum.

Eclipsing binaries, like other binary stars, share a common centre of gravity. Stars in such a system are in close orbit, and due to their distance, we only observe “single” stars. Their nature is revealed with photometry, as the light flux changes with time. The eclipsing binaries noted on this page have been observed from the Nes observatory.

Birtudeyfingin er nefnd myrkvi og í hverri umferð (eða lotu) verða tveir slíkir. Aðalmyrkvi (e. primary eclipse) verður þegar daufari stjarnan (B) gengur fyrir þá bjartari (A) og skerðir birtuna frá henni. Aðalmyrkvi er jafnan dýpri en millimyrkvi (e. secondary eclipse), en þá gengur daufari stjarnan á bak við þá björtu. Aðal- og millimyrkvar geta verið jafndjúpir en breytileiki myrkvadýptar ræðst af fjölda eðlislægra þátta í þessum stjörnukerfum. Tími á milli t.d. tveggja aðalmyrkva er nefnd birtulota hér en einnig er notað orðið lota eða sveiflutími. Birtulotan er í raun umferðatími tvístirnisins.

A primary eclipse occurs when the dimmer star (B) passes in front of the brighter star (A). A primary eclipse is usually deeper than a secondary eclipse when the fainter star moves behind the bright one. The eclipses can be equally deep, but the depth is determined by a number of factors in these systems. The time between the two primary eclipses is the period (P) and demonstrates the orbital period of the binary around its barycenter.

Atvik í birtulotu Algol-myrkvatvístirnis (EA) er í efri myndröðum og birtuferill í þeim neðri. Birtustaða (tími) er á þverás en birtubreyting á lóðás. Svört lína (birtuferill) lýsir birtubreytingu á tíma og rauð lóðstrik bera í atburðarásina eftir afstöðu stjarnanna, sem birt er fyrir ofan. a) Aðalmyrkvi hefst þegar daufari stjarna (B) gengur fyrir þá bjartari (A). b) Myrkvinn er dýpstur þegar A hylst sjónum; miðja aðalmyrkva. c) A sést aftur og heildarbirta eykst. d) Birta kerfisins (báðar stjörnur) í hámarki. e) Millimyrkvi (mun grynnri) hefst þegar B gengur bak við A. f) Millimyrkva lokið, birta nær aftur hámarki.

The composite demonstrates an EA-type eclipse (above) and the period (below). Time is on the x-axis and magnitude is on the y-axis. The black line represents the observed flux changes over the period and the red vertical line represents the moments of action.

Mynd byggð á/Figure based on: http://astro.unl.edu/classaction/animations/.

Andromeda - Andrómeda

V 565 And er snertivístirni með birtulotu sem er undir þriðjungi úr degi. Höfundur gerði nokkrar mælingar árin 2017 og 2018 til að draga fram birtustöðuna. Smelltu á hnappinn fyrir meira.

V 565 And is a short-period EW binary in Andromeda. The author did a few observations in the winter of 2017 and 2018 to examine the period. Click the button for more.

V 565 And: Tekið saman 14.04.2022.

Auriga - Ökumaðurinn

ε Aurigae (epsilon í Ökumanni) er ein óvenjulegasta myrkvastjarna sem þekkist. Árin 2009-2011 tók höfundur þátt í fjölþjóða ljósmælingaverkefni en þá myrkvaðist stjarnan.  Smelltu á hnappinn fyrir meira.

Epsilon (ε) Aurigae is one of the most unusual eclipsing binary known. The author attended a international photometry campaign, In 2009-2011, when an orbiting giant dust ring eclipsed the star. Click the button for more.

ε Aurigae: Tekið saman 25.03.2021.

Boötes - Hjarðmaðurinn

PS Boö er snertivístirni með stutta birtulotu. Höfundur framkvæmdi nokkrar mælingar á henni vorið 2018 til að draga upp mynd af birtustöðu kerfisins. Smelltu á hnappinn fyrir meira.

PS Boö is a short-period contact binary. The author made a number of observations in the spring of 2018 to examine its period and phase. Click the button for more.

PS Boö: Tekið saman 30.09.2023.

Camelopardalis- Gíraffinn

V 406 Cam er snertivístirni með stutta birtulotu. Höfundur framkvæmdi nokkrar mælingar á henni 2017-2018 til að draga upp mynd af birtustöðu kerfisins. Smelltu á hnappinn fyrir meira.

V 406 Cam is a short-period contact binary. The author made a number of observations in 2017-2018 to examine its period, and phase. Click the button for more.

V 406 Cam: Tekið saman 24.07.2022.

Cassiopeia - Kassíópeia

V 523 Cas er snertivístirni með stutta birtulotu. Sínussveifla í umferðartíma bendir til þess að óséð þriðja stjarna sé í kerfinu. Höfundur framkvæmdi nokkrar mælingar á henni 2012-2014 og 2020 til að draga upp mynd af birtustöðu kerfisins og gera líkan. Smelltu á hnappinn fyrir meira.

V 523 Cas is a short period overcontact binary.  Sinusoidal variation indicates a third star member. The author did several observations in 2012-2014 and 2020 to examine its period, and phase and draw a model of this system. Click the button for more.

V 523 Cas: Tekið saman 11.08.2021.

Gemini - Tvíburarnir

V 416 Gem er snertivístirni með stutta birtulotu. Höfundur framkvæmdi nokkrar mælingar á henni árið 2018 til að draga upp mynd af birtustöðu kerfisins. Smelltu á hnappinn fyrir meira.

V 416 Gem is a short-period contact binary. The author did several observations in 2018 to examine its period, and phase. Click the button for more.

V 416 Gem: Tekið saman 24.09.2023.

Pisces - Fiskarnir

EW Psc er snertivístirni með stutta birtulotu. Höfundur framkvæmdi nokkrar mælingar á henni haustið 2017 til að draga upp birtustöðu kerfisins. Smelltu á hnappinn fyrir meira.

EW Psc is a short-period EW binary. The author did a number of observations in the autumn of 2017 to draw up a phase diagram. Click the button for more.

EW Psc: Tekið saman 14.05.2022.

GY Psc er snertivístirni með stutta birtulotu. Höfundur framkvæmdi nokkrar mælingar á henni haustið 2018 til að draga upp birtustöðu kerfisins. Smelltu á hnappinn fyrir meira.

GY Psc is a short-period EW binary. The author did a number of observations in the autumn of 2018 to draw up a phase diagram. Click the button for more.

GY Psc: Tekið saman 13.04.2022.

HN Psc er snertivístirni með birtulotu um þriðjung úr degi. Höfundur framkvæmdi nokkrar mælingar á henni haustið 2017 til að draga upp birtustöðu kerfisins. Smelltu á hnappinn fyrir meira.

HN Psc is a short-period EW binary. The author did some observations in the autumn of 2017 to draw up its period phase diagram. Click the button for more.

HN Psc: Tekið saman 14.04.2022.

Perseus - Perseus

Algol í Perseusi er frumgerð myrkvastjarna af EA gerð. Höfundur gerði nokkrar mælingar á þessari frægu stjörnu á árunum 2009-2019. Smelltu á hnappinn fyrir meira.

Algol is the prototype of the EA-type eclipsing binary. The author has made a few measurements of this famous star from 2009 to 2019. Click the button for more.

Algol: Tekið saman 13.05.2021.

Taurus - Nautið

V 1370 Tau er EW snertitvístirni í Nautinu. Birtulota þess er 7t5m32s. Höfundur gerði tvær mælingar á henni árið 2017 til þess að draga upp birtustöðuna. Smelltu á hnappinn fyrir meira.

V 1370 Tau is a short period contact binary (7h5m32s) in Taurus. The author did two observations in 2017 to examine its period and phase. Click the button for more.

V 1370 Tau: Tekið saman 26.02.2023.

Triangulum - Þríhyrningurinn

BX Tri er snertitvístirni með afar stutta birtulotu, eða 4t37m. Höfundur gerði nokkrar mælingar á henni á árunum 2015-2017 og notaði til þess að draga upp mynd af birtustöðu kerfisins. Smelltu á hnappinn fyrir meira.

BX Tri is a contact binary with a very short period or 4h37m. The author did several observations in 2015-2017 to examine its period and phase. Click the button for more.

BX Tri: Tekið saman 25.03.2021.

Ursa Major - Stóribjörn

W UMa er frumgerð snertitvístirna, nú flokkaðar sem EW stjörnur. Þetta er fyrsta myrkvastjarnan sem höfundur mældi endurtekið til að draga fram mynd af umferðatíma kerfisins. Smelltu á hnappinn fyrir meira.

W UMa is the prototype of EW contact binaries. This was the first subject that the author measured with the intention of documenting the orbital period. Click the button for more (Icelandic only).

W UMa: Tekið saman 18.04.2021.