Stjörnustöðin í Nesjum (mynd 1) í Hornafirði, er einkarekin aðstaða til stjörnuathugana, í eigu Snævars Guðmundssonar. Sem stendur er þetta eina stöðin hér á landi sem helgar tíma í ljósmælingar á breytistjörnum og þvergöngum fjarreikistjarna. Hér mun hún kynnt lítillega, ásamt öðrum stjörnustöðvum sem hafa verið byggðar á Íslandi.

The Nes Observatory (Figure 1) is a private facility owned by Snævarr Guðmundsson, located in Hornafjörður, Southeast Iceland. Currently, it is the only astronomical observatory in Iceland devoted to photometrical observations of variable stars and exoplanet transits. On this page, the facility is briefly introduced, along with other observatories that have been built in Iceland.

Mynd/Fig. 1. Stjörnustöðin – Nes Observatory.

Myndir/Fig. 2. Stjörnustöðin – Nes Observatory.

Vorið 2016 hóf höfundur að byggja 14 m2 lágreist timburhús, sem hvolfþak var sett á. Framkvæmdin tók rúmt ár og lauk í júlí 2017. Þar er hýstur Meade LX 200, 40 cm SC ACF spegil- og linsusjónauki á Astro-Physics 11000 GTO sjónaukastæði (sjá myndband hér undir).

In 2016, the author started constructing a 14 m2 low-rise wooden building, on which a dome was later installed. The construction took over a year and was completed in July 2017. This facility houses a Meade LX 200, 40 cm SC ACF catadioptric telescope on an Astro-Physics 11000 GTO mount (see video below).

Sjónaukinn er mest notaður í athuganir á þvergöngum fjarreikistjarna. Ef veðurskilyrði leyfa er einnig notaður 80 mm lithreinn linsusjónauki til mælinga á myrkvastjörnum eða í stjörnuljósmyndun.

The telescope is mostly used for exoplanet transit observations. When the weather permits, an 80 mm apochromatic refractor is also used for eclipsing binary star observations or astrophotography.

Vorið 2022 var skipt um hvolfþak. Hvolfþakið kom til landsins í nóvember 2021 og hafði vetursetu í garði höfundar áður en það var sett saman sumarið 2022. Myndbandið hér fyrir neðan rekur atburðarásina í stórum dráttum. 

In the spring of 2022, the dome roof was replaced. The Pulsar dome was shipped to Iceland in November 2021 but spent the winter in the author’s backyard before being assembled in the summer of 2022. The video below briefly tracks the proceedings.