Tæpum áratug fyrir lok 20. aldar var staðfest að reikistjörnur eru á braut um fjarlægar sólstjörnur. Þær eru nefndar fjarreikistjörnur eða fjarhnettir (e. exoplanets). Flestar fjarreikistjörnur sjást ekki vegna yfirgnæfandi skins móðurstjarnanna. Því eru notaðar óbeinar aðferðir til þess að nema þær. Þegar “heitir Júpíterrisar” – gasreikistjörnur á braut nálægt móðurstjörnum sínum – [þver]ganga fyrir þær deyfist ljósið lítillega, frá okkur séð (mynd 1).
In the early 1990s, it was confirmed that planets were orbiting distant stars. The planets are called extrasolar planets or simply exoplanets. Most of the exoplanets are invisible due to the overwhelming light of their host star. Therefore indirect methods are needed to detect them. When a “hot Jupiter” – a giant gas planet in a close orbit – transits the host star light fades slightly, as seen by an observer (fig. 1).
Birtubreytingin er mælanleg með næmum mælitækjum. Áhugastjörnufræðingar taka þátt í að vakta fjarreikistjörnur og afla gagna um breytingar á lengd og dýpt þvergöngu eða tímafrávikum á umferðatíma. Þvergöngu-tímafrávik geta upplýst um hvort óséðar reikistjörnur séu í stjörnukerfunum. Fjarreikistjörnur sem sagt er frá hér hafa verið viðfangsefni í ljósmælingum frá stjörnustöðinni í Nesjum.
The small light dip is detectable with sensitive instruments. Advanced amateur astronomers participate in monitoring exoplanet transits and collect data on duration and depth, along with time deviation. The transit-timing variations (TTV) can provide information about undetected objects in the systems, like other planets. This page presents exoplanet transits that have been detected by Nes Observatory.
Mynd/Fig. 1. Rauð lína er ferill birtubreytingarinnar þegar fjarreikistjarna er í þvergöngu. Svörtu punktarnir eru mæld gildi. 1) Fjarreikistjarna utan þvergöngu. 2) Þverganga hafin (innganga) og birtan að deyfast. 3) Fjarreikistjarnan í miðri þvergöngu. 4) Þvergöngu að ljúka (útganga) og birta móðurstjörnu að ná fyrri styrk.
The red curve is the light dip during an exoplanet transit but the black dots demonstrates a typically measured flux. 1) Planet out of transit. 2) Ingress recently started and brightness is fading. 3) Exoplanet at mid-transit. 4) Planet during egress, host star reaches the previous magnitude.
HAT-P-9 b er á braut um GSC 2463:281 (HAT-P-9) í Ökumanni. Höfundur hefur tvívegis fylgst með þvergöngu hennar.
HAT-P-9 b orbits GSC 2463:281 (HAT-P-9) in Auriga. The author has on two occasions observed the transit of this extrasolar planet.
HAT-P-13 b er á braut um GSC 3416:543 (HAT-P-13) í Stórabirni. Fylgst var með þvergöngu hennar þann 20. janúar 2018.
HAT-P-13 b orbits GSC 3416:543 (HAT-P-13) in Ursa Major. A transit of this planet was detected by the author on January 20, 2018.
HAT-P-32 b er á braut um GSC 3281:800 (HAT-P-32) í Andrómedu. Höfundur hefur þrívegis fylgst með þvergöngu hennar.
HAT-P-32 b orbits GSC 3281:800 (HAT-P-32) in Andromeda. The author has on three occasions observed the transit of this extrasolar planet.
HAT-P-51b er á braut um stjörnuna GSC 2296:637 í Fiskunum. Fylgst var með þvergöngu hennar þann 28 september 2020.
HAT-P-51 b orbits GSC 2296:637 in Pisces. The author observed his first a transit of this extrasolar planet on September 28, 2020.
HAT-P-53 b er á braut um GSC 2813:1266 (HAT-P-53) í Andrómedu. Höfundur hefur þrívegis fylgst með þvergöngu hennar.
HAT-P-53 b orbits GSC 2813:1266 (HAT-P-53) in Andromeda. The author has on three occasions observed the transit of this extrasolar planet.
KELT-3 b gengur umhverfis SAO 43097 (KELT-3) í Litlaljóni. Fylgst var með þvergöngu hennar þann 26-27. febrúar 2014.
KELT-3 b orbits SAO 43097 (KELT-3) in Leo Minor. A transit of this planet was detected on February 26-27, 2014.
Qatar-1 b er á braut um GSC 4240:470 (Qatar 1), í Drekanum. Höfundur hefur fimm sinnum fylgst með þvergöngu hennar.
Qatar-1 b orbits GSC 4240:470 (Qatar 1) in Draco. The author has on five occasions observed the transit of this extrasolar planet.
Qatar-5 b er á braut um GSC 2791:2249 (Qatar 5), í Andrómedu. Fylgst var með þvergöngu hennar í nóvember 2018.
Qatar-5 b orbits GSC 2791:2249 (Qatar 5) in Andromeda. A transit of this planet was detected on November , 2018.
WASP-1 b er á braut um GSC 2265:107 (WASP-1) í Andrómedu. Höfundur fylgdist með þvergöngu hennar þann 7. nóvember 2017.
WASP 1b orbits GSC 2265:107 (WASP-1) in Andromeda. A transit of this planet was detected on November 7, 2017.
WASP-10 b er á sporbraut um GSC 2752:114 (WASP-10) í Vængfákinum. Höfundur hefur tvívegis fylgst með þvergöngu hennar.
WASP-10 b orbits GSC 2752:114 (WASP-10) in Pegasus. The author has on two occasions observed transit of the extrasolar planet.
WASP-12 b gengur umhverfis GSC 1891:1178 (WASP-12) í Andrómedu. Höfundur hefur þrívegis mælt þvergöngu þessarar framandi reikistjörnu.
WASP-12 b orbits GSC 1891:1178 (WASP-12) in Andromeda. The author has on three occasions observed transits of this exotic exoplanet.
WASP-14 b er á braut umhverfis SAO 83398 (WASP-14) í Hjarðmanni. Fylgst var með þvergöngu hennar þann 9. mars 2017.
WASP-14 b orbits SAO 83398 (WASP-14) in Boötes. A transit of this planet was detected on March 9, 2017.
WASP-33 b er á braut um HD 15082 (WASP-33) í Andrómedu. Höfundur hefur þrívegis fylgst með þvergöngu reikistjörnunnar.
WASP-33 b orbits HD 15082 (WASP-33) in Andromeda. The author has on three occasions observed transits of this exoplanet.
WASP-92 b er á braut um GSC 3498:1493 (WASP-92) í Herkúlesi. Fylgst var með þvergöngu hennar þann 23. mars 2021.
WASP-92 b orbits GSC 3498:1493 (WASP-92) in Hercules. A transit of this planet was observed on March 23, 2021, from Nes Observatory.
WASP-93 b er á braut um GSC 3261:1703 (WASP-93) í Kassíópeiu. Höfundur hefur tvívegis fylgst með þvergöngu fjarreikistjörnunar.
WASP-93 b orbits GSC 3261:1703 (WASP-93) in Cassiopeia. The author has on two occasions observed transits of this exoplanet.
WASP-93 b: Tekið saman 27.07.2021. Síðast uppfært 13.11.2021.