Djúpfyrirbæri er samheiti yfir fjarlægar stjörnuþyrpingar, geimþokur og stjörnuþokur. Fjöldi slíkra fyrirbæra eru áhugaverð viðfangsefni í sjónskoðun en birta þeirra og skerpa, ræðst af gæðum sjónaukans sem er notaður, aðstæðum til sjónskoðunar og ýmsu fleiru. Hér eru birtar teikningar af völdum djúpfyrirbærum til að sýna hvernig þau komu fyrir sjónir höfundar í sjónskoðun. Teikningarnar voru fyrst unnar fyrir bókina Íslenskur stjörnuatlas (útgefin árið 2004) til þess að undirstrika hvernig ákveðin djúpfyrirbæri bera sjónrænt fyrir í meðalstórum til stórum sjónaukum stjörnuáhugamanna.

Stjörnuskoðun er ein gerð náttúruskoðunar og í sinni einföldustu mynd má  njóta fegurðar djúpfyrirbæra í sjónskoðun eða ljósmynda þau. Í sjónskoðun birtast ekki litir eins og ljósmyndir fanga (sjá HÉR). En fátt jafnast við að sjá slík fyrirbæri með eigin augum. Ljós þeirra hefur ferðast tugi til milljóna ljósára leið áður en augu grípa þá sýn.

Myndirnar eru hringlaga sem á að líkja eftir sjónsviði sjónauka ásamt mismunandi augnglerjum (stækkun) sem voru notuð með 30 cm Schmidt-Cassegrain spegil-/linsusjónauka. Upplýsingarnar við myndirnar eru 1) auðkennisheiti í stjörnuskrám (M fyrir Þokuskrá Messiers, NGC stendur fyrir Nýju himinþokuskrána) og í sviga heiti sem m.a. má leita uppi í fría stjörnuforritinu Stellarium. 2) Bst./Mag. er sýndarbirtustig fyrirbæranna, 3) H/S er hornstærð  fyrirbæris. “Optics” er fyrir sjónauka, þá 4) þvermál safnspegils (í cm) og gerð sjónauka/augngler (í mm).

Deep Sky Objects (DSO) is the synonym for distant star clusters, nebulas, and galaxies. A number of these objects are visually captivating but their brightness and contrast rely upon the optical quality of the instrument used, observing conditions, and other things. This page is devoted to visual observation of DSO and the drawings intended to express the appearance of a few objects to the author’s eyes when using 30 cm Schmidt-Cassegrain with a selection of eyepieces. The sketches were prepared for the book “Íslenskur stjörnuatlas” (published in 2004) to indicate the visual appearance of deep sky objects, within reach of small to medium-sized amateur telescopes.

The general way of enjoying the starry sky is by visual observation or astrophotography. Visual observation using a typical amateur telescope does not provide the colors images do (see HERE). But few things override the pleasure of capturing the light from distant objects using our own eyes. These photons have traveled ten to millions of light years before entering our eyes.

The information provided with the drawings is 1) identity from catalogs (M is a shortening of Messier‘s catalog of Nebulae and Star Clusters, and NGC for the New General Catalogue of Nebulae and Clusters of Stars). The IDs are easily found in the free planetarium Stellarium. 2) Bst./Mag. is the visual magnitude of an object, 3) H/S is the apparent size of the object, and at last 4) the diameter of optics (cm) and type of scope/eyepiece used (mm).