Hér eru kynntar athuganir á litrófi stjarna sem hafa verið myndaðar með Star Analyser (SA-200) rauflausum litrófsrita.  Litrófsmælingarnar ganga út á að meta litrófssamfellur og greina gleypnilínur, sem eiga uppruna til ákveðinna frumefna í lofthjúpi (ljóshvolfi) stjarna. Höfundur hefur sagt frá slíkum litrófsmælingum í greinargerðum um stjarnmælingar, útgefnum árin 2019 og 2020. Lesandi með litla þekkingu á þessum viðfangsefnum er hvattur til þess að renna yfir söguskýringarkaflann eða annað efni sem finna má á netinu.

This page presents observations of stellar spectra, captured with Star Analyser (SA-200) grating, a slitless spectrograph. The measurements are primarily to examine the continuum and detect absorption lines, which originate from certain elements in the star’s photosphere. This section is mainly in Icelandic.

Meginraðarstjörnur - Main Sequence Stars

 Tekið saman 22.04.2021.

 Uppfært 16.10.2021.

Tekið saman 22.04.2021.

Tekið saman 22.04.2021.

Tekið saman 22.04.2021.

Tekið saman 22.04.2021.

Tekið saman 22.04.2021.

Breytistjörnur og tvístirni - Variables and double stars

Tekið saman 04.05.2021.

Tekið saman 15.05.2021.

Viðbót: Tekin saman 18.03.2023.
Uppfært – Updated: 17-04-2024

Litar- og birtulínurit - Color Magnitude Diagram

Í töflu 1 eru valdar stjörnur sem höfundur hefur litrófsmælt. Dálkarnir eru eftirfarandi: nr., dagsetning þegar stjarnan var mæld, auðkenni, litrófsflokkur, litvísir (BV), reyndarbirta, sýndarbirta, aldur í log, gerð og yfirborðshiti. Til þess að ákvarða yfirborðshita út frá litvísi var notuð jafna Ballesteros, sem er kynnt á vefsíðu Wikipedia yfir litvísa:

The table 1 list stars the author has observed with a slitless spectrograph. The order of the columns is: number, date of observation, identity, spectral class, color index (B-V), absolute magnitude, apparent magnitude, log age, type, and surface temperature. The determination of the surface temperature is based on the color index, and a equation which is presented as the Ballesteros equation on Wikipedia’s color index website:

Á mynd 1 hafa stjörnurnar verið merktar inn á litar-/birtulínurit. Þær dreifast í alla almennu litrófsflokkana (OBAFGKM). Yfirborðshiti heitustu stjörnunnar er 11890 K en það er stjarnan Elnath, en sú með kaldasta yfirborðið er ofurrisinn Mu Cephei. Yfirborðshitastig hennar er um 2870 K. Meðaltalssýndarbirtustig stjarna sem höfundur hefur litrófsmælt hingað til er 2,86. Í mælingarnar hefur verið notaður 80 mm lithreinn linsusjónauki. Tilsýndar er Vega þeirra björtust (sýndarbst. 0,03) en 61 Cygni  B (sýndarbst. 6,05) er daufust. Reyndarbirta 61 Cyg B er jafnframt minnst, bst. 8,23 en skærustu stjörnurnar eru P Cygni (bst. -7,9) og Mu Cephei (bst. -7,63).

The image 1 shows these selected stars plotted on a color-magnitude diagram (CMD). The stars cover the general spectrum classes (OBAFGKM). The hottest star is Elnath, with a surface temperature of 11890 K, and Mu Cephei still ranks as the coldest (observed by the author) but its surface temperature is about 2870 K. The average luminosity of the stars measured so far by the author is 2.86. An 80 mm apochromatic refractor is used for the measurements. The star Vega is visually the brightest (apparent magnitude 0.03), but 61 Cygni B (mag. 6.05) is the faintest. The absolute magnitude of 61 Cyg B is also the lowest, of mag. 8.23 but the brightest stars are P Cygni (mag.-7.9) and Mu Cephei (mag. -7.63).

Tafla/Table 1.

Mynd/Fig. 1. Litar og  birtulínurit.  Rauðir punktar eru stjörnur sem höfundur hefur litrófsmælt. Sólin er einnig sett inn til samanburðar. Litvísir á þverás og reyndarbirta á lóðás. – A CM diagram representing the selection of the stars (red circles) the author has observed with a slitless spectroscope. The sun (yellow circle) is plotted too for comparison. Color index on the x-axis and absolute magnitude on the y-axis.