Stjörnur í B flokki eru með massa á bilinu 3-18 sólarmassar og þær sitja í ~10-400 milljón ár á meginröðinni. Þó nokkrar sjást með berum augum, t.a.m. í Sjöstirninu og  Oríon. Stjörnur í B flokki eru með bláa samfellu, og eru línur vetnisjóna (H I) teknar að styrkjast en He II hverfandi. Þær eru afar bjartar og með yfirborðshita 11000- 25000 K°. Hér neðar á síðunni er litróf stjörnu í þessum flokki.

B-type stars are of 3-18 solar masses and they last ~10-400 million years as main sequence stars. Several B-type stars are naked-eye objects,  for example, the brightest stars in the Pleiades and the Orion region. B-type stars have a blue continuum, with absorption lines of ionized hydrogen(H I) but He II is disappearing. Very bright with surface temperature 11000-25000 K°. Below is a spectrum of a star in this category.

Based on Walker (2017).

Elnath - β Tauri

Elnath (β Tau, bst. 1,65, fjarlægð 134 ljósár) í Nautinu er 5 sólarmassa stjarna, um 700 falt bjartari en sólin. Yfirborðshiti >13 800 K. Stjarnan hefur þróast af meginröð yfir í risa. Hún er jafnframt skilgreind sem efnafræðilega sérkennileg stjarna. Litrófsflokkur er B7 III.

Elnath (b Tau) er ofarlega vinstra megin á mynd (Stellarium). — Elnath (b Tau) is near the upper left corner (Stellarium).

Á mynd 2 er litróf stjörnunnar, sem var myndað 18. nóv. 2018, fellt að staðalrófi B8 stjörnu (B7 III flokkur er ekki í gagnagrunni forritsins) til þess að skoða lögun samfellu og gleypnilína. Toppar birtast í um 4000 Å. Balmers-línur eru að skerpast en einnig greinast grunnar He og He II línur sbr. Walker (2012). Ofan við Hα línuna (6563) verður óregla í mælda litrófinu vegna áhrifa lofthjúps.

Mynd/Fig. 2. Elnath (b Tau) er flokkuð B7 III. — Elnath (b Tau) is classified as a B7 III star. The Balmer hydrogen lines are turning strong and few lines of helium are visible.

Á mynd 2 er litróf stjörnunnar, sem var myndað 18. nóv. 2018, fellt að staðalrófi B8 stjörnu (B7 III flokkur er ekki í gagnagrunni forritsins) til þess að skoða lögun samfellu og gleypnilína. Toppar birtast í um 4000 Å. Balmers-línur eru að skerpast en einnig greinast grunnar He og He II línur sbr. Walker (2012). Ofan við Hα línuna (6563) verður óregla í mælda litrófinu vegna áhrifa lofthjúps.

Sulafat - γ Lyrae

Stjarnan Sulafat (γ Lyrae, bst. 3,25, fjarl. ~620 ljósár) er syðst þeirra fjögurra stjarna sem mynda Hörpuna ásamt Vegu. Þó hún beri auðkennið gamma þá er hún önnur björtust í merkinu. Frá Íslandi séð er stjarnan pólhverf, þ.e. sest aldrei niður fyrir sjóndeildarhring. Sulafat er 5,7 sólarmassa stjarna, um 2,400 falt bjartari en sólin. Yfirborðshiti >10 700 K. Hún skilgreinist sem risastjarna. Litrófsflokkur er B9 III. Snemma á 20. öld uppgötvaði S. A. Mitchell (1909) við Yerkes-stjörnustöðina að Sulafat er litrófstvístirni og að umferðartíminn væri  25,6 dagar.

Sulafat (γ Lyrae, mag. 3.25, distance ~ 620 light-years) is the southernmost star that forms the star pattern Lyra, and the second brightest star of this constellation. It is circumstellar, seen from Iceland. Sulafat is a 5.7 solar mass, about 2,400 times brighter than the sun. Surface temperature> 10 700 K. It is defined as a giant star. The spectrum class is B9 III. In the early 20th century, S. A. Mitchell (1909) discovered it is a spectroscopic binary with an orbital period is 25.6 days.

Sulafat (γ Lyrae) er neðst vinstra megin við miðja mynd (Stellarium). — Sulafat (γ Lyrae) is near the  lower edge, left of center (Stellarium).

Á mynd 2 er litróf stjörnunnar, sem var myndað 29. september 2019, borið saman við staðalróf (blá lína) B9 III stjörnu en breiðlögun samfellunnar frá 3770-7800 Å mjög áþekk en styrkur og samsvörun gleypnilína mun grynnri, sem sýnir að ekki hefur náðst fullkominn fókus í tökum. Staðalrófið ætti að snarhækka í UV sviðinu, en mælda litrófið (rauða línan) takmarkast í ~3700 Å. Balmers-línur (vetnislínur [H]) eru áberandi. Bjögun ofan við 7000 Å stafar af gleypni lofthjúps jarðar og lágri skammtanýtni myndflögu í IR-sviðinu.

Mynd/Fig. 2. Sulafat (γ Lyrae, rauð lína er litróf hennar) er flokkuð B9 III. Bláa línan er samanburðarróf dæmigerðrar B9 III stjörnu. — Sulafat (γ Lyrae, the red line is its spectrum) is classified as a B9 III star, and compared here to a B9 III spectrum (blue). The Balmer hydrogen lines are shallower due to poor condition and focus.