Stjörnur í F flokki hafa massann ~1,1-1,6 sólarmassa og þær sitja í ~3-7 milljarða ára á meginröðinni. Margar sjást með berum augum, t.a.m. Caph, í Kassíópeiu, Mirfak í Perseusi og Procyon í Litlahundi. Stjörnur í F flokki eru blá-hvítar og í litrófi birtast línur H og málma (Fe, Ca II o.fl.). Yfirborðshiti 6000-7500 K°. Hér neðar á síðunni er litróf stjörnu í þessum flokki.
F-type stars are of 1.1-1.6 solar masses and stay ~3-7 billion years as main sequence stars. Several stars of this type are naked-eye objects, like Caph in Cassiopeia, Mirfak in Perseus, and Procyon in Canis Minor.F-type stars are blue-whitish, with lines of H and metals (Fe, Ca II, and more). The surface temperature of 6000-7500 K°. Below is the spectrum of an F-type star.
Mirfak (α Per, bst. 1,80, fjarlægð 510 ljósár) í Perseusi er þróuð risastjarna, sem er talin vera 8,5 sólarmassar, hafa 68 faldan geisla sólar og að yfirborðshiti sé 6350 K. Walker (2017) segir hana vera af litrófsflokki F2 Ib en Lyubimkov o.fl. (2009) F5 Ib.
Mirfak (α Per) er fyrir miðri mynd (Stellarium). — Mirfak (α Per) is at center of image (Stellarium).
Mynd 2 sýnir litrófssamfellu stjörnunnnar, sem var myndað 17. október 2018, fellda við staðallitróf F2 II stjörnu. Breiðlögunin féll betur að staðalrófi F2 stjörnu en F5, og styrkur hennar jafnari ofan við 4000 Å (þ.e. kaldara yfirborð en A flokkur). Balmers-línur eru teknar að grynnast en Fraunhofer línur taka við (tvær þeirra eru merktar H8 við 3889 Å og H9 3835 Å), auk þess sem kalsíum og helíum línur koma fram.
Mynd/Fig. 2. Mirfak (α Per) flokkast sem F2 Ib stjarna (Walker 2012).– Mirfak (α Per) is classified as F2 Ib star according to Walker (2017) but Lyubimkov and others (2009) classified it as a F5 Ib.