Stjörnur í G flokki hafa massa um 0,9-1,05 sólarmassa og þær sitja ~7-15 milljarða ára á meginröðinni. Sólin er í þessum flokki en af stjörnum sem sjást með berum augum má nefna Kapellu í Ökumanni. Stjörnur í G flokki eru hvít-gular og í litrófi birtast línur H og ásamt því að línur hlutlausra málma og jóna styrkjast. Yfirborðshiti 5000-6000 K°. Hér neðar á síðunni er litróf stjörnu í þessum flokki.

G-type stars are of  0.9-1.1 solarmasses and stay ~7-15 billion years as a main sequence stars. The Sun is the clearest example of G-type star but another naked-eye object is Capella in Auriga. G-type stars are white-yellow, with  lines of H and stronger lines of neutral metals and  ions. Surface temperature  of  5000-6000 K°. Below is the spectrum of  a G-type star.

Based on Walker (2017).

Kapella - α Aurigae

Kapella (Kaupamannastjarnann, α Aur, Capella, bst. 0,08, fjarlægð 43 ljósár) í Ökumanni er fjölstirni en meginkerfið Kapella Aa og Ab mynda tvær gular risastjörnur sem eru 2,5 falt massameiri en sólin. Yfirborðshiti Aa er tæp 4970 K. Hún hefur ~12 faldan geisla sólar og er 79 falt bjartari. Yfirborðshiti Ab er 5730 K og er hún með tæplega nífaldan geisla sólar og mun vera 73 falt bjartari. Litrófsflokkur Aa er K0 III en Ab hefur verið flokkuð á ýmsa vegu, sem kaldari F stjarna yfir í heita G. Á SIMBAD er hún skráð G3 III stjarna.

Kapella (α Aur) er efst fyrir miðri mynd (Stellarium). — Capella (α Aur) is at top center of image (Stellarium).

Á mynd 2 er litróf Kapellu, sem var myndað 1. nóvember 2018, fellt að staðallitrófi G8 V stjörnu. Kapella var mynduð þrisvar sinnum veturinn 2018-2019 en leit aldrei eins út. Breiðlögun samfellunnar er hæst nærri 4500-5000 Å, sem skýrist af lægri yfirborðshita en A stjarna, og Balmers-línur eru grynnri. Gleypnilínur annarra frumefna eru oft dýpri í G stjörnum en Balmers-línur (Walker 2012). Þar má nefna magnesíum (Mg I) við 5169. Mg línurnar eru reyndar þrjár á því svæði (5169-5183 Å) en hér er aðeins sú skarpasta þeirra sýnd. Þær reyndust þó mun grynnri í mældu rófi en staðalrófinu sem hér er til samanburðar. Í G stjörnum er farið að bera meira á málmum, þ. á m. járni (Walker 2012) og eru tvær slíkar línur merktar hér.

Mynd/Fig. 2. Kapella (α Aur) er flokkuð sem G3 III stjarna. — Capella A (α Aur) is a spectroscopic binary. SIMBAD database register it as a G3 III star. The Balmer series is getting weaker than in A stars but neutral metals are becoming more intense.