HAT-P-32 b uppgötvaðist 2004 í verkefninu The Hungarian Automated Telescope Network (HATNet), sem starfrækir sex sjálfvirka sjónauka í Arizona og Hawaii. Reikistjarnan er á braut um stjörnuna GSC 3281:800 (HAT-P-32, bst. 11,29) sem er ~4° norðan við Almach í Andrómedu. HAT-P-32 b var meðal fyrstu fjarreikistjarna sem fundust í þessu leitarverkefni en örðugt reyndist að staðfesta tilvist hennar. Staðfesting fékkst ekki fyrr en sjö árum síðar, eftir umfangsmiklar mælingar. Síðan hefur komið í ljós að brún dvergstjarna er í kerfinu. Vefsíða Exoplanet.eu birtir helstu stika úr frumheimildum: Fjarlægð talin >1000 ljósár, móðurstjarnan 1,18 sólarmassar, reikistjarnan ~0,94 Júpítermassi og umferðartími 2,150009 dagar. Þrátt fyrir að vera massaminni en Júpíter er HAT-P-32b tvöfalt stærri sökum útþanins ofurheits lofthjúps.
HAT-P-32 b was discovered in 2004 by the Hungarian Automated Telescope Network (HATNet), which operates in Arizona and Hawaii. The planet orbits GSC 3281:800 (HAT-P-32, visual magnitude 11.29) which is ~ 4 ° north of Almach in Andromeda. HAT-P-32 b was one of the first distant planets found in this search, but its existence proved difficult to confirm. The confirmation was not obtained until seven years later after extensive measurements. It has since been revealed that a brown dwarf exists in the system. The website Exoplanet.eu publishes the main parameters from primary sources: Distance > 1000 light-years, host star of 1.18 solar mass, the planet ~ 0.94 Jupiter mass, and orbital period of 2.150009 days. Despite being less massive than Jupiter, the HAT-P-32b is twice as large due to its expansive superheated atmosphere.
Staðsetningarkort fyrir HAT-32 b (Stellarium) – Location map of HAT-32 b (Stellarium).
Ljósmældar þvergöngur - Observed transits
Höfundur hefur þrívegis fylgst með þvergöngu HAT-P-32 b, fyrst 17. nóvember 2017 (myndir 2a-b), 7. desember 2020 (myndir 3a-b) og 6. janúar 2021 (myndir4a-b).
Myndir 2a, 3a og 4a sýna mæld birtugildi á meðan þvergöngum stóð, og myndir 2b, 3b og 4b skinhlutfallið, þ. e. hve mikið fjarreikistjarnan skyggði á móðurstjörnuna í þvergöngu, samkvæmt mælingunum. Með reiknitóli TRESCA þá draga niðurstöðurnar 17. nóvember 2017 upp reikistjörnu með ~9% stærri geisla og 2,5% meiri brautarhalla en viðurkennt gildi. Niðurstöðurnar þann 7. desember 2020 var sú að þá mældist geisli ~12% stærri en viðurkennt gildi og 0,5% minni brautarhalla. Niðurstöðurnar þann 6. janúar 2021 var sú að þá mældist geisli ~5% minni geisli en viðurkennt gildi og 0,7% minni brautarhalla. Myndirnar voru fengnar á vefsvæði TRESCA og aðlagaðar að þessari síðu.
Nánari upplýsingar um mælingar á HAT-P-32 b eru í samantektum um stjörnuathuganir áranna 2016-2017, 2020 og 2021 (væntanleg).
Transits by HAT-P-32 b has been observed on three occasions from the Nes observatory; on November 17, 2017, December 7, 2020, and January 6, 2021. More detailed versions of these observations were published in Icelandic only. These transit observations are accessible at the TRESCA database, ETD.
HAT-32 b á vefsvæði TRESCA, Exoplanet Transit Database (ETD).
HAT-32 b at TRESCA website, Exoplanet Transit Database (ETD).
HAT-32 b á vefsvæði “The Extrasolar Planets Encyclopaedia (EPE).
HAT-32 b at the Extrasolar Planets Encyclopaedia (EPE).
Sjónrænar þrívíðar upplýsingar um HAT-32 b á vefsvæði NASA, Exoplanet Exploration.
Visual 3D information about HAT-32 b at NASA website, Exoplanet Exploration.