Stjörnustöðvar eru staðir ætlaðir til athugana á stjörnum eða stjarnfræðilegum atburðum. Sem byggingar spanna þær frá garðskýlum, sem áhugamenn hafa byggt, til risavaxinna stjörnustöðva á háfjöllum, geimsjónauka og geimkanna.
An observatory is a place intended for the observation of stars or astronomical events. Observatories around the world are diverse facilities and range from amateur-built backyard sheds to gigantic mountaintop observatories, space telescopes, and planetary probes.
Stjörnustöðin í Nesjum (mynd 1) í Hornafirði, er einkarekin aðstaða til stjörnuathugana, í eigu Snævars Guðmundssonar. Sem stendur er þetta eina stöðin hér á landi sem helgar tíma í ljósmælingar á breytistjörnum og þvergöngum fjarreikistjarna. Hér mun hún kynnt lítillega, ásamt öðrum stjörnustöðvum sem hafa verið byggðar á Íslandi.
The Nes Observatory (Figure 1) is a private facility owned by Snævarr Guðmundsson, located in Hornafjörður, Southeast Iceland. Currently, it is the only astronomical observatory in Iceland devoted to photometrical observations of variable stars and exoplanet transits. On this page, the facility is briefly introduced, along with other observatories that have been built in Iceland.
Mynd/Fig. 1. Stjörnustöðin – Nes Observatory.
Stjörnustöðvar á Íslandi - Observatories in Iceland
Í söguyfirliti um stjörnufræði á Íslandi á síðustu öldum, sem Einar H. Guðmundsson Prófessor emeritus við Háskóla Íslands hefur tekið saman, er fjöldi íslenskra stjarnvísindamanna og eðlisfræðinga kynntur. Óljóst er hvort margir byggðu niðurstöður rannsókna á gögnum sem höfðu verið aflað á Íslandi.
In a historical overview of the practice of astronomy in Iceland, compiled by Einar H. Guðmundsson, Professor emeritus at the University of Iceland, several Icelandic astronomers and physicists are presented. However, it is unclear how many scientists based their scientific conclusions on data collected in Iceland.
Fornnorrænir menn höfðu þekkingu til að staðsetja sig eftir sól, tungli, pólstjörnunni og stjörnumerkjum og nýta sem tímatal. Stjörnu-Oddi Helgason (1070/80–1140/50), sem uppi var á 12. öld, er kunnastur íslenskra fornstjörnufræðinga. Engar lýsingar eru kunnar um mæliáhöld sem hann kann að hafa notað um sólargang, sólstöður og tímatal. Það er talið að þær hafi verið byggðar á sjálfstæðum athugunum og fremur einföldum aðferðum. Árið 2020 var minnisvarði reistur í Aðaldal um hans merka framlag (mynd 2).
Ancient Nordic people had the knowledge to locate themselves by the sun, the moon, the pole star, and constellations, and to use them as a calendar. In Iceland, the 12th-century Star-Oddi Helgason (1070/80–1140/50), is the best-known archaeoastronomer. No descriptions reveal the instruments he used to determine the seasonal course of the sun, the solstices, and the calendar. It is believed he made independent observations and used rather simple methods. In 2020, a monument to his contribution was erected in Aðaldalur, North Iceland (Figure 2).
Mynd/Fig 2. Nærri sólstöðum 20. júní 2020 var afhjúpaður minnisvarði um Stjörnu-Odda, að Grenjaðarstöðum í Aðaldal. – On June 20, 2020, the day of summer solstice, a monument dedicated to Stjörnu-Oddi was unveiled at Grenjaðarstaðir in Aðaldalur, North-Iceland.
Nokkrir Íslendingar, oftast biskupar sem höfðu hlotið menntun í Danmörku, komu að hnattstöðumælingum á 16. og 17. öld. Í verkið notuðu þeir fjórðungsmæla (kvaðrant). Upplýsingar af þessu tagi voru m.a. afar mikilvægar sjófarendum í úthafssiglingum.
In the 16th and 17th centuries, a handful of Icelanders, notably bishops educated in Denmark, assessed Iceland’s global position. For such a task, a quadrant was used. Information at this level was very important for international sailing.
Magnús Arason (1683-1728) er talinn fyrstur til að nota sjónauka hér á landi. Honum var falið að sinna hnattstöðu- og landmælingum til þess að kortleggja Ísland. Til að vinna verkið sem best byggði Magnús það á stjarnmælingum. Honum entist ekki aldur til að ljúka þessu yfirgripsmikla verki en hann drukknaði í janúar 1728.
Magnús Arason (1683–1728) was the first to use a telescope in Iceland. He had been commissioned by the Danish king to carry out a geographic survey in Iceland. He based this task on astronomical measurements. Unfortunately, he didn’t complete this comprehensive project, as he drowned in January 1728.
Um miðja 18. öld dvaldi danski vísindamaðurinn Niels Horrebow (1712-1760) á Íslandi í tvö ár, og stundaði m.a. stjörnuathuganir og veðurathuganir. Hann hélt til á Bessastöðum og fékk þar reistan lítinn stjörnuturn. Fjórðungsmælir og kíkir með míkrómæli nýttust til hnattstöðumælinga en ekki er vitað hvað aðrar stjörnumælingar gengu út á.
In the mid-18th century, a Danish scientist, Niels Horrebow (1712-1760), stayed in Iceland for two years and did weather and astronomical observations. He dwelled at Bessastaðir, SW-Iceland, where he set up a small observatory. An installed quadrant and a telescope with a micrometer were used for local positional determination. It remains unknown what other astronomical measurements were made.
Eyjólfur Jónsson (1735–1775), talinn fyrsti íslenski stjörnufræðingurinn, stundaði stjarnmælingar í Kaupmannahöfn, og var útnefndur konunglegur stjörnuskoðari þegar hann flutti til Íslands 1770. Hann fékk því framgengt að reist var lítil stöð til stjörnuathugana á Arnarhóli, sem líklega er sú fyrsta sem var byggð á Íslandi. Önnur stöð var byggð nokkrum árum síðar við Lambhús hjá Bessastöðum (mynd 3) og var Norðmaðurinn Rasmus Lievog (1738-1811) ráðinn til stjarnfræðilegra mælinga á Íslandi. Sinnti hann mælingum frá 1779 til 1805 við heldur bágbornar aðstæður.
Eyjólfur Jónsson (1735–1775), considered the first Icelandic astronomer, did a number of observations in Copenhagen, and was appointed as Royal Danish astronomer before he moved to Iceland in 1770. He managed to get a small observatory built for astronomical observations, at Arnarhóll in Reykjavík, presumably the first of its kind in Iceland. A few years later, an improved observatory was established at Lambhús near Bessastaðir (Figure 3), and the Norwegian Rasmus Lievog (1738-1811) was employed for astronomical measurements from Iceland. He carried out measurements from 1779 to 1805 under rather poor conditions.
Í dagbókum, rituðum á fyrstu áratugum 19. aldar, greinir norski landmælingamaðurinn Hans Frisak (1773-1834) frá heimsóknum í stjörnuathugunarstöð í Reykjavík. Þá stóðu yfir strandmælingarnar hinar síðari, sem var ætlað að leiðrétta strendur Íslands vegna úthafsiglinga. Mælingamönnum var gert að framkvæma stjörnuathuganir, til þess að ákvarða hnattstöðuna. Reist var lítil stjörnustöð á Hólavöllum árið 1805 til þessa verkefnis og sem viðmið í landmælingunum. M.a. fylgdust þeir með myrkum Júpíters og tunglsins.
In the personal diaries, written early in the 19th century, by the Norwegian surveyor Hans Frisak (1773–1834), several visits to an astronomical observatory in Reykjavík are mentioned. This observatory was built at Hólavellir with the intention of determining Iceland’s geographical position. Among astronomical observations were the eclipses of Jupiter and the moon.
Mynd/Fig. 3. Stjörnustöðin að Lambhúsum. Myndina gerði John Baine – The Lambhús observatory. Drawing by John Baine.
Árið 1957 var komið upp segulmælingastöð í Mosfellssveit. Þar er einkum fylgst með breytingum á segulsviði jarðar og rafagnastraumum frá sólu. Ásamt því annast háloftadeild Háskóla Íslands rekstur tveggja norðurljósastöðva í eigu Pólrannsóknastofnunar Japans.
In 1957, a magnetic observatory was established in Mosfellssveit, Southwest Iceland. The station, which monitors changes in the earth’s magnetic field, is operated by the Upper Atmosphere Section of the University of Iceland. The Section has also operated two auroral stations in Iceland and assisted with the operation of auroral stations set up by the Japan Polar Research Institute.
Eftir það er ekkert skráð um stjörnustöðvar hér á landi fyrr en stöð var komið fyrir á þaki Valhúsaskóla, árið 1976. Á 20. öld hljóta þó sjónaukar að hafa verið á meðal kennslutækja í einstaka skólum, og ætlaðir til að kynna nemendum stjörnuhiminninn. Höfundur vefsvæðisins hefur ekki upplýsingar um hvort slík tæki eða aðrir sjónaukar í einkaeigu hafi verið notaðir í vísindalegar athuganir.
No records of other permanent observatories in Iceland exist until the establishment of a dome facility at Valhúsaskóli, in 1976. In the 20th century, telescopes must have been among the teaching aids in a few schools, intended for the visual introduction of the night sky to students. The author of this site has no information on any privately owned telescopes that might have been used for scientific purposes.
Saga stjörnustöðva á Íslandi er því lágstemmd. Vafalítið er veðráttan lykilatriði í að draga kjark úr fólki að fara út í slíka starfsemi. Frá seinni hluta 20. aldar voru stjörnustöðvar oftar byggðar af áhugamönnum. Ein var sett upp til kennslu en engin fyrir atvinnumenn.
The history of observatories in Iceland ranks rather low. Undoubtedly, the crucial factor is the unreliable weather that discourages people from running such facilities. Since the late 20th century, a few small observatories have been built by amateurs; one dome was installed for teaching but none for professionals.
Stjörnuturninn á Valhúsaskóla - The Valhúsaskóli observatory
Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness (SSFS) var stofnað árið 1976 samhliða því að fyrirmyndar stjörnuturn var settur upp á þaki Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi (mynd 4). Undir hvolfþaki var settur upp stærsti sjónauki landsins, sem þá var Celestron 35 cm Schmidt-Cassegrain (SC) linsu-/spegilsjónauki. Var þetta gert fyrir atbeina Þorsteins Sæmundssonar stjörnufræðings. Þar gátu félagsmenn sinnt athugunum eða kynnt stjörnuhimininn fyrir nemandahópum og áhugasömum almenningi.
The Amateur Astronomical Society of Seltjarnarnes (SSFS) was founded in 1976 when an observatory was established on the roof of the elementary school Valhúsaskóli (Figure 4), located at Seltjarnarnes in a suburb of the capital. Under a dome roof, a Celestron 35 cm Schmidt-Cassegrain catadioptric telescope (SCT) was installed, at that time the largest telescope in Iceland. This was done by the mean of the Icelandic astronomer Thorsteinn Saemundsson. Club members could carry out observations or introduce the starry sky to students or the public.
Seinna hafa aðrir sjónaukar verið settir upp í stað Celestron sjónaukans, m.a. Jim’s Mobile Incorporated (JMI) NGT-18 Newtonsspegilssjónauki, sem er stærsti sjónauki á Íslandi (mynd 5). Safnspegillinn er 46 cm (18″). Fram á annan áratug 21. aldar var Valhúsaskóli eina varanlega stjörnustöðin á Íslandi sem var aðgengileg fyrir stjörnuáhugamenn.
Later, the Celestron SCT was replaced by other telescopes, including Jim’s Mobile Incorporated’s (JMI) NGT-18 Newtonian mirror telescope, currently the largest telescope in Iceland (figure 5). The primary mirror is 46 cm (18″). Until the second decade of the 21st century, Valhúsaskóli was the only permanent optical observatory in Iceland for amateurs and the public.
Mynd/Fig. 4. Stjörnuturninn á Valhúsaskóla. Vægi hans var gert að litlu eftir að flóðlýsing var sett upp framan við bygginguna. – The Valhúsaskóli Observatory. Its importance was seriously degraded when floodlights were installed in front of the building.
Mynd/Fig. 5. Stjörnuturninn á Valhúsaskóla. Félagar í SSFS í stjörnuskoðun með JMI NGT-18 sjónaukanum. – The observatory at Valhúsaskóli. Club members using the JMI NGT-18 reflector for visual observation.
Aðrar stjörnustöðvar - Other observatories
Fyrir atbeina Þorsteins Sæmundssonar stjörnufræðings var hvolfþaki komið fyrir á þaki Árnagarðs, sem er ein af byggingum Háskóla Íslands, árið 1995 (mynd 6). Þessi stjörnuturn hýsir Meade 18 cm Maksutov sjónauka sem var ætlaður til nemendakynninga og kennslu.
By the means of the Icelandic astronomer Þorsteinn Sæmundsson a dome was installed on the roof of Árnagarður, one of the University of Iceland buildings, in Reykjavík in 1995 (Figure 6). It houses a Meade 18 cm Maksutov telescope, which was intended as a basic teaching tool.
Mynd/Fig. 6. Stjörnuturninn á Árnagarði, í Reykjavík. – The University observatory on top of Árnagarður building, in Reykjavík.
Á þaki Möðruvalla, húsi raungreina og upplýsingatækni Menntaskólans á Akureyri, var komið fyrir góðri aðstöðu fyrir stjörnuathugendur árið 2010. Undir hvolfþaki er hýstur Celestron 28 cm SC sjónauki, ætlaður félagsmönnum Stjörnu-Oddafélagsins og gestum í stjörnuskoðun (myndir 7 og 8).
On the roof of Möðruvellir, the science and information center of the Akureyri College, a exellent facility was installed for star gazers in 2010. A Celestron 28 cm SC telescope housed under a dome is intended for members of the astroclub Stjörnu-Oddafélagið and their guests for stargazing (Figures 7 and 8).
Mynd/Fig. 7. Stjörnuturninn á Akureyri. – The observatory in Akureyri, North-Iceland.
Mynd/Fig. 8. Félagar í Stjörnu-Oddafélaginu við 28 cm Celestron sjónaukann í stjörnustöðinni á Akureyri. – Members of the Stjörnu-Oddafélagið with the Celestron 28 cm SC telescope installed on the roof of the College in Akureyri.
Þessar stjörnustöðvar eiga sameiginlegt að vera staðsettar í þéttbýli þar sem ljósmengun er talsverð og á eftir að aukast í framtíðinni.
These observatories have in common that they are located in urban areas under a light-polluted sky that will only worsen in the future.
Um síðustu aldamót tóku einarðir stjörnuáhugamenn að byggja sér aðstöðu fyrir eigin sjónauka. Árið 2001 smíðaði höfundur vefsvæðisins sitt fyrsta athvarf (sjá neðar), og tveir aðrir félagar í SSFS byggðu sér einkastjörnustöðvar á fyrsta áratug 21. aldar. Að lokum skal nefna stjörnuskoðunaraðstöðu Hótel Rangár á Suðurlandi. Þar er A-laga þakið á byggingunni dregið af í heilu lagi. Í þeirri byggingu eru Celestron 35 cm SCT og TEC 16 cm lithreinn linsusjónauki. Þessi aðstaða er aðgengileg hótelgestum og almenningi sem óska þess.
At the turn of the century, dedicated observers began to build private facilities. The author of this website established his first observatory (see below), and two other SSFS members built private observatories in the first decade of the 21st century. Finally, an observatory was established at Hotel Rangá in South Iceland. There, the A-shaped roof of the main building is pulled off in one piece. This observatory houses a Celestron 35 cm SCT and a TEC 16 cm apochromatic refractor. It is not only intended for hotel guests only but public visitors too, on request.
Stjörnustöð í Hafnarfirði - Lindarberg Observatory
Árið 2001 smíðaði höfundur vefsvæðisins athvarf við heimili sitt í Hafnarfirði (myndir 9 og 10). Það var ~4 m2 að flatarmáli og með snúanlegu A-laga þaki með opnanlegum hlera. Það hýsti Meade 30 cm SCT sjónauka og Williams Optic FLT 110 lithreinan linsusjónauka. Tækin voru notuð til að ljósmynda geimþokur og í ljósmælingar. Á þessum stað var m. a. fylgst með nokkrum þvergöngum fjarreikistjarna, þeim fyrstu sem voru gerðar hérlendis.
In 2001, the author of this website built his first observatory at his residence in Hafnarfjörður, south of the capital city (Figures 9 and 10). It was ~4 m2 in size, with a rotatable A-shaped roof and a Meade 30 cm SCT and a Williams Optic FLT 110 apochromatic refractor installed. The instruments were used for astrophotography and photometry. The first exoplanet transit observations in Iceland were made at this site in 2010.
Mynd /Fig. 9. Stjörnustöðin í Hafnarfirði – The author’s first observatory in Hafnarfjörður, Iceland.
Mynd /Fig. 10. Innrými stjörnustöðvarinnar í Hafnarfirði. Þar var 30 cm sjónauki á steyptum stöpli, myndbúnaður og tölva. Nægilegt rými var fyrir 2-3 manns þar inni í einu. – Inside the observatory in Hafnarfjörður. It housed a 30 cm telescope, installed on a concrete pier, astro-equipment and a computer. The space inside was sufficiently wide for 2-3 persons.
Stjörnustöðin á Markúsarþýfishól - Markúsarþýfishóll Observatory
Árið 2014 fékk höfundur aðstöðu til stjörnuathugana byggða í Hornafirði, með stuðningi sveitarfélagsins og Náttúrustofu Suðausturlands. Yfirsmiður var Birgir Árnason, húsasmíðameistari. Byggingin er á Markúsarþýfishól, skammt norðan við Höfn, og er ~6 m2 að flatarmáli. Hún er með snúanlegu A-laga þaki sem á var opnanlegur hleri. Gamli Meade 30 cm SC sjónaukinn var settur þar upp (sjá myndaröð fyrir neðan).
With the support of the local municipality of Hornafjörður and the South East Iceland Nature Research Center, the author had an observatory built in Hornafjörður, Southeast Iceland, in 2014. The master builder was Birgir Árnason. The building is located at Markúsarþýfishóll, north of the village of Höfn. Its size is 6 m2, with an A-shaped roof that could be opened and rotated. His old Meade 30 cm SCT was mounted there (see image series below).
Á þessum reit voru ýmsar athuganir gerðar árin 2014-2017, meðal annars á nándarstjörnum, myrkvatvístirnum og þvergöngum fjarreikistjarna. Því miður leiddi reynslan í ljós óheppilega staðsetningu hússins því þarna er afar vindasamt og oft skýjað.
At this site, observations were carried out in 2014–2017 on nearby stars, eclipsing binaries, and exoplanet transits. The facility, however, was placed in an unfortunate location where it was frequently exposed to high winds and cloudy conditions.
Stjörnustöðin í Nesjum - Nes Observatory
Vorið 2016 hóf höfundur að byggja 14 m2 lágreist timburhús, sem hvolfþak var sett á. Framkvæmdin tók rúmt ár og lauk í júlí 2017. Þar er hýstur Meade LX 200, 40 cm SC ACF spegil- og linsusjónauki á Astro-Physics 11000 GTO sjónaukastæði (sjá myndband hér undir).
In 2016, the author started constructing a 14 m2 low-rise wooden building, on which a dome was later installed. The construction took over a year and was completed in July 2017. This facility houses a Meade LX 200, 40 cm SC ACF catadioptric telescope on an Astro-Physics 11000 GTO mount (see video below).
Sjónaukinn er mest notaður í athuganir á þvergöngum fjarreikistjarna. Ef veðurskilyrði leyfa er einnig notaður 80 mm lithreinn linsusjónauki til mælinga á myrkvastjörnum eða í stjörnuljósmyndun.
The telescope is mostly used for exoplanet transit observations. When the weather permits, an 80 mm apochromatic refractor is also used for eclipsing binary star observations or astrophotography.
Vorið 2022 var skipt um hvolfþak. Hvolfþakið kom til landsins í nóvember 2021 og hafði vetursetu í garði höfundar áður en það var sett saman sumarið 2022. Myndbandið hér fyrir neðan rekur atburðarásina í stórum dráttum.
In the spring of 2022, the dome roof was replaced. The Pulsar dome was shipped to Iceland in November 2021 but spent the winter in the author’s backyard before being assembled in the summer of 2022. The video below briefly tracks the proceedings.