WASP 12 b er á braut um meginraðarstjörnuna GSC 1891:1178 í Ökumanni (WASP 12) en sú er >5° norðvestan við Mebsuta í Tvíburum. Þessi fjarreikistjarna uppgötvaðist í mæligögnum sem var aflað árin 2004 og 2006 með SuperWASP-N sjónaukanum á La Palma. Helstu stikar kynntir á vefsíðu EPE (úr nokkrum frumheimildum) eru: fjarlægð er talin >1408 ljósár, móðurstjarnan er 1,43 sólarmassar, reikistjarnan 1,47 Júpítermassi og umferðartími 1,0914203 dagur.
Staðsetningarkort fyrir WASP-12 b (Stellarium) – Location map of WASP-12 b (Stellarium)
Á ráðstefnu um fjarreikistjörnur sem haldin var í Reykjavík í ágúst 2019 var gerð grein fyrir þessu framandi sólkerfi. Það sem þar kom fram reyndist sérstök hvatning til þess að bera saman mælingar sem höfundur hefur gert á stjörnunni með nokkurra ára millibili.
Ljósmældar þvergöngur - Observed transits
Fyrsta athugun höfundar á WASP 12 b var 5. febrúar 2013 (mynd 2a-b), þá 5. janúar 2019 (mynd 3a-b) og sú þriðja 27. janúar 2021 (mynd 4a).
Myndir 2b, 3b og 4b sýna skinhlutfall, þ.e. hve mikið fjarreikistjarnan skyggir á móðurstjörnuna í þvergöngu, samkvæmt mælingunum. Með reiknitóli TRESCA þá draga niðurstöðurnar þann 5. feb. 2013 upp reikistjörnu með ~5% stærri geisla og 6% meiri brautarhalla. Niðurstöðurnar þann 5. jan. 2019 draga upp reikistjörnu með 13% stærri geisla og <1% meiri brautarhalla. Niðurstöður frá 27. janúar 2021 draga upp reikistjörnu með ~13% stærri geisla og 2,4% minni brautarhalla. Myndirnar voru fengnar á vefsvæði TRESCA og aðlagaðar að þessari síðu.
Mynd/Fig. 2a. Þverganga 5. febrúar 2013. – Based on TRESCA database.
Mynd/Fig. 2b. Skinhlutfall 5. febrúar 2013.- Based on TRESCA database.
Mynd/Fig. 3a. Þverganga 5. janúar 2019.- Based on TRESCA database.
Mynd/Fig. 3b. Skinhlutfall 5. janúar 2019.- Based on TRESCA database.
Mynd/Fig. 4a. Þverganga 27. janúar 2021.- Based on TRESCA database.
Mynd/Fig. 4b. Skinhlutfall 27. janúar 2021.- Based on TRESCA database.
Niðurstöður mælinga sýna frávik í brautartíma reikistjörnunnar og O—C rit staðfestir að tímafrávik hafa verið að aukast. Það er rakið til þess að reikistjarnan er að dragast að móðurstjörnu sinni og talið að hún endist vart meira en 3 milljón ár áður en að dómsdegi kemur.
Nánari upplýsingar um mælinguna er í samantekt um stjörnuathuganir ársins 2019 en má einnig nálgast hér.
WASP-12 b á vefsvæði TRESCA, Exoplanet Transit Database (ETD).
WASP-12 b at TRESCA website, Exoplanet Transit Database (ETD).