WASP 14b uppgötvaðist árið 2008 í skipulögðu leitarverkefni að fjarreikistjörnum, SuperWASP. Reikistjarnan fannst með norður-sjónaukanum, á Roque de los Muchachos fjalli á La Palma í Kanarí-eyjaklasanum. Hún gengur á braut um SAO 83398 (GSC 01482:882) í Hjarðmanninum. SAO 83398 er tæpar 5° norðaustan við Arktúrus. Vefsíða Exoplanet.eu birtir helstu stika úr frumheimildum; Stjarnan, sem er í ~521 ljósára fjarlægð, er ~1,2 sólarmassar, reikistjarnan ~7,34 Júpítermassi og umferðartími 2,2437661 dagar. Um er að ræða einn massamesta heitan Júpíterrisa sem fundist hefur.
WASP 14b was discovered in 2008 with the SuperWASP North telescope, on Mount Roque de los Muchachos on La Palma in the Canary Islands. The planet orbits SAO 83398 (GSC 01482: 882) in Boötes. SAO 83398 is located almost 5 ° northeast of Arcturus. The website Exoplanet.eu presents the main parameters from primary sources; The star is estimated at a distance of ~ 521 light-years, is ~ 1.2 solar masses, the planet ~ 7.34 Jupiter mass, and a transit time of 2.2437661 days. This is one of the most massive hot Jupiter giants ever found.
Staðsetningarkort fyrir WASP-14 b (Stellarium) – Location map of WASP-14 b (Stellarium)
Fylgst var með þvergöngu WASP-14 b þann 9. mars 2017, frá Hornafirði, með 30 cm sjónauka. Aðstæður til gagnaöflunar voru ágætar en talsverð norðurljós. Mynd 2a sýnir atburðarásina (punktar) borna saman við líkan (lína) spáðrar þvergöngu. Mynd 2b sýnir skinhlutfall, þ. e. hve mikið fjarreikistjarnan skyggir á móðurstjörnuna í þvergöngu, samkvæmt mælingunni. Með reiknitóli TRESCA draga niðurstöðurnar upp reikistjörnu með ~4,5% stærri geisla og 6,1% brautarhalla. Myndin var fengin á vefsvæði TRESCA og aðlöguð að þessari síðu.
Niðurstöður helgast af skilyrðum við athugun en þó bjart hafi verið var stjarnan lágt á lofti. Mikil óvissa (suð) í mælingu má rekja til þessa. Höfundur hafði ekki fyrr fylgst með þvergöngu undir 45° hæð yfir sjóndeildarhring. Ekki er mælt með því vegna áhrifa lofthjúps. Nánari upplýsingar um mælinguna er í samantekt um stjörnuathuganir áranna 2016-2017.
Observation of the transiting WASP-14 b was implemented from Nes Observatory on March 9, 2017. More details of this observation are in Icelandic, only.
Upplýsingar um WASP-14 b á vefsvæði TRESCA, Exoplanet Transit Database (ETD).
Information about WASP-14 b at TRESCA website, Exoplanet Transit Database (ETD).
Upplýsingar um WASP-14 b á vefsvæði “The Extrasolar Planets Encyclopaedia” (EPE).
Information about WASP-14 b at the Extrasolar Planets Encyclopaedia (EPE).
Sjónrænar þrívíðar upplýsingar um WASP-14 b á vefsvæði NASA, Exoplanet Exploration.
Visual 3D information about WASP-14 b at NASA website, Exoplanet Exploration.