Fjarreikistjarnan WASP 33 b gengur á braut um HD 15082 (WASP 33), en sú er breytistjarna af δ Scuti gerð, sem er tæpar ~6,5° suðaustan við Almach í Andrómedu. Fjarreikistjarnan uppgötvaðist í mæligögnum sem var aflað árin 2003-2004, í WASP-leitarverkefninu. Helstu stikar sem vefsíða EPE (úr frumheimildum) listar eru: Fjarlægð er ~378 ljósár, móðurstjarnan er 1,495 sólarmassar, reikistjarnan 2,1 Júpítermassi og umferðartími 1,21986967 dagur.
Staðsetningarkort fyrir WASP-33 b (Stellarium) – Location map of WASP-33 b (Stellarium)
Ljósmældar þvergöngur - Observed transits
Höfundur hefur þrívegis fylgst með þvergöngu WASP 33 b, fyrst 18. nóvember 2012 (myndir 2a-b), aftur 25. nóvember 2019 (myndir 3a-b) og 29.-30. desember 2020 (myndir 4a-b).
Myndir 2b, 3b og 4b sýna skinhlutfall, þ. e. hve mikið fjarreikistjarnan skyggði á móðurstjörnuna í þvergöngu, samkvæmt mælingunum. Með reiknitóli TRESCA þá draga niðurstöðurnar þann 18. nóv. 2012 upp reikistjörnu með ~55% stærri geisla og 12% minni brautarhalla en viðurkennt gildi. Niðurstöðurnar þann 25. nóv. 2019 var sú að þá mældist geisli ~23% stærri en viðurkennt gildi og <3% minni brautarhalla. Niðurstöður 29. des 2020 lýsa reikistjörnu með ~0.33% stærri geisla og 2,65% meiri brautarhalla en viðurkennt gildi. Myndirnar voru fengnar á vefsvæði TRESCA og aðlagaðar að þessari síðu.
Fyrsta mæling (18. nóv. 2012) var annað skipti sem höfundi tókst að mæla þvergöngu fjarreikistjörnu yfirleitt. Reynsla var því takmörkuð og það kemur fram sem óvissa mæligilda. Í fyrra skiptið var notaður 30 cm sjónauki, en 40 cm sjónauki í seinni skiptin (25. nóv. 2019 og 29. des. 2020). Leifarit sýnir að frávik voru allt að 0,05 bst. í mælingu 2012 en 0,005 bst. í seinna skipti, eða tífalt betri. Það er reyndar aðeins við bestu skilyrði sem að óvissan helst svo lág.
Nánari upplýsingar um mælingar á WASP-33 b eru í samantektum um stjörnuathuganir áranna 2019 og 2020 en má einnig nálgast í einu lagi hér.
WASP 33 b orbits HD 15082 (SAO 55561, V 807 And, WASP 33), which is a variable δ Scuti-type star, located ~6.5° southeast of Almach in Andromeda. It was discovered in 2003-2004 but the WASP (wide angle search for planets) project announced the finding in 2010. Three observations of its transits have been obtained by the author, first on November 18, 2012, again on November 25, 2019, and December 29, 2020. The first occasion was the author’s second observation of a transiting extrasolar planet, and the result became rather biased due to lack of experience.
WASP-33 b á vefsvæði TRESCA, Exoplanet Transit Database (ETD).
WASP-33 b at TRESCA website, Exoplanet Transit Database (ETD).
WASP-33 b á vefsvæði “The Extrasolar Planets Encyclopaedia” (EPE).
WASP-33 b at the Extrasolar Planets Encyclopaedia (EPE).
Sjónrænar þrívíðar upplýsingar um WASP-33 b á vefsvæði NASA, Exoplanet Exploration.
Visual 3D information about WASP-33 b at NASA website, Exoplanet Exploration.