HAT-P-51b er á braut um stjörnuna GSC 2296:637 í Fiskunum. Reikistjarnan uppgötvaðist í mæligögnum sem aflað var eftir 2007 með HATNet sjónaukunum (Hungarian Automated Telescope Network) sem eru sérhæfðir til leitar að fjarreikistjörnum. Uppgötvun hennar var kynnt árið 2015. Helstu stikar sem kynntir eru á vefsíðu Exoplanet.eu (úr frumheimild) eru: fjarlægðin er talin 470 ±16 parsek (1532 ljósár), móðurstjarnan hefur 0,98 sólarmassa, reikistjarnan 0,309 Júpítermassa og umferðartíminn er 4,2180278 dagur.
HAT-P-51 b orbits GSC 2296:637 in Pisces. The planet was discovered in data collected in 2007-2008 with the HATNet telescopes (Hungarian Automated Telescope Network), and announced in 2015. Parameters enlisted by the EPE website include: Estimated distance of the 0.98 solar masses host star is ~1532 light years, the planet is 0.309 Jupiter masses, and its orbital period is 4.2180278 days.
Staðsetningarkort fyrir HAT-51 b (Stellarium) – Location map of HAT-51 b (Stellarium).
Höfundur fylgdist með þvergöngu HAT-51 b þann 28 september 2020. Aðstæður voru ágætar og stjarnan vel staðsett til athugana á meðan tökum stóð. Mynd 2a sýnir atburðarásina (punktar) borna saman við líkan (lína) spáðrar þvergöngu. Mynd 2b sýnir skinhlutfall, þ. e. hve mikið fjarreikistjarnan skyggir á móðurstjörnuna í þvergöngu, samkvæmt mælingunni. Myndin var fengin á vefsvæði TRESCA og aðlöguð að þessari síðu.
Fylgst var með þvergöngu HAT-P-51 b þann 28. september 2020. Þvergangan hófst fyrr en spáð var og má greina það á O—C riti. Gæði mælinga voru ágæt. Ýtarlegri upplýsingar um mælinguna er í samantekt um stjörnuathuganir árið 2020. en kafla um hana má einnig finna hér.
An observation of the transiting HAT-P-51b was made on September 28, 2020. The transit started a bit earlier than predicted. The O—C diagram hints at the trend. The residuals of the data indicate good quality. More details of this observation are found here (in Icelandic, with a brief English summary).
HAT-P-51 b á vefsvæði TRESCA, Exoplanet Transit Database (ETD).
HAT-P-51 b at TRESCA website, Exoplanet Transit Database (ETD).
HAT-P-51 b á vefsvæði “The Extrasolar Planets Encyclopaedia” (EPE).
HAT-P-51 b at the Extrasolar Planets Encyclopaedia (EPE).
Sjónrænar þrívíðar upplýsingar um HAT-P-51 b á vefsvæði NASA, Exoplanet Exploration.
Visual 3D information about HAT-P-51 b at NASA website, Exoplanet Exploration.