Stjörnuathuganir sem eru kynntar á þessu vefsetri hafa flestar verið gerðar frá Hornafirði. Oftast eru það ljósmælingar á myrkvatvístirnum eða að fylgst er með þvergöngum fjarreikistjarna. Mælingagögn eru síðan send í gagnagrunn VarAstro og ETD (áður Brno Regional Network of Observers [B.R.N.O.] og TRansiting ExoplanetS and Candidates [TRESCA]) sem eru deildir í Stjörnufræðifélagi Tékklands og eru þá aðgengileg alþjóðlega stjörnufræðisamfélaginu. Mæligögn yfir þvergöngur fjarreikistjarna eru send í gagnagrunn Exoclock
The photometric observations presented on this website have been carried out in Hornafjörður, Southeast Iceland. The primary targets are eclipsing binaries and transiting exoplanets. The resulting data are then submitted to the databases VarAstro and ETD (formerly Brno Regional Network of Observers [B.R.N.O.] and TRansiting ExoplanetS and Candidates [TRESCA]), departments of the Czech Astronomical Society, where they are accessible to the international astronomical community. Transit measurement data are also submitted to the Exoclock database.
Ljósmælingar sem stjörnuáhugamenn (stjarnmælingamenn) geta sinnt er að mæla birtustyrk (ljósflæði) stjarna, reikistjarna eða djúpfyrirbæra. Niðurstöðurnar (birtustig) eru tölugildi á “öfugum” birtukvarða, þar sem lægri tala þýðir að stjarnan er bjartari en önnur með hærra tölugildi. Nú á dögum nota stjarnmælingamenn oftast ljósmæli með rafeindanema eins og CCD (Charge-coupled Device) áfastan við sjónauka til gagnaöflunar en áður fyrr voru slíkar mælingar gerðar sjónrænt.
Photometry, which amateur astronomers are able to practice, involves measuring the intensity (light flux) of stars, planets, or deep-sky objects. The results are generally expressed as numerical values on an inverse brightness scale, where a lower number (magnitude) indicates a brighter star than one assigned a higher value. Today, photometrists employ electronic detectors such as CCD (charge-coupled device) sensors, connected to a telescopes, for data acquisition, whereas in the past such measurements were made visually.





Myndröð/Figures. Stjörnustöðin, sjónaukinn og ljósmælibúnaðurinn. – The Observatory, the telescope, and the photometry setup.
Söguágrip - Historical remarks
Fyrstu kerfisbundnu athuganirnar á birtu stjarna munu kínverskir stjörnufræðingar hafa gert fyrir 3400 árum. Hugtakið birtustyrkur (sýndarbirtustig) er minnsta kosti jafn gamalt Almagest, riti Claudius Ptólemeusar (100-160 AD) frá annarri öld í okkar tímatali. Ptólemeus raðaði stjörnum í birtuflokka þar sem að þær björtustu fóru í fyrstu röð og hinar daufustu sjáanlegar í sjöttu röð. Mörgum þykir líklegt að einn merkasti fornstjörnufræðingurinn, hinn gríski Hipparchus (190-120 BC) frá Níkeu, hafi fyrstur kynnt birtumagnsflokkun stjarna.
The first systematic observations of stellar brightness are thought to have been made by Chinese astronomers around 3,400 years ago. The concept of apparent brightness is at least as old as the Almagest, a work by Claudius Ptolemy (AD 100–160) from the second century. Ptolemy classified stars into brightness categories, placing the brightest in the first class and the faintest visible stars in the sixth. Many scholars believe that one of the greatest archaeoastronomers, the Greek Hipparchus (190–120 BC) of Nicaea, was the first to introduce a formal classification of stars by brightness.
Árið 1856 kvarðaði enski stjörnufræðingurinn N. R. Pogson (1829-1891) birtuflokkunina stærðfræðilega út frá því að fyrsta birtustigs stjarna er 100 falt bjartari en stjarna af sjötta birtustigi. Þar sem að flokkunin kvarðast lógaritmískt og 100 föld breyting samsvarar fimm birtustigum jafngildir það að tiltekið birtustig er 2,512 falt bjartara en það næsta.
In 1856, the English astronomer N. R. Pogson (1829–1891) mathematically proposed a brightness classification based on the concept that a first-magnitude star is 100 times brighter than a sixth-magnitude star. Since the classification is logarithmic, a 100-fold change corresponds to five magnitudes, meaning that a star of a given magnitude is approximately 2.512 times brighter than the next.
Fyrir tíma ljósmæla voru birtumælingar gerðar sjónrænt og studdust menn við þrepaaðferðir kenndar við stjörnufræðingana Friedrich Argelander (1799-1875) eða áðurnefndan Pogson. Þá er birta breytistjörnu borin við stöðugar samanburðarstjörnur; eina sem er bjartari en viðfangsefnið og aðra sem er daufari. Sumir athugendur hafa náð það mikilli leikni að greina birtubreytingu sem nemur 0,1 birtustigi. En stöðugleiki í matinu er ekki auðfenginn og næst aðeins eftir langa reynslu.
Before the use of photometers, astronomers made visual measurements and relied on the step methods described by Friedrich Argelander (1799–1875) or aforementioned, Pogson. The brightness of a variable star was then compared to constant reference stars, one brighter and one fainter than the target. Some observers have trained remarkable skill in detecting brightness changes as small as 0.1 magnitude, but achieving consistency in such estimations is difficult and requires considerable experience.
Stjörnufræðingar gerðu tilraunir með selenium ljósnema á síðasta áratug 19. aldar en sífellt betri nemar þróuðust þegar leið á 20. öldina. Eftir síðari heimsstyrjöldina varð ljósföldunarneminn (PMT) eitt mikilvægasta tækið til ljósmælinga og ríkjandi í stjörnufræði. Á sama tíma lögðu stjörnufræðingar til ákveðin ljósfræðikerfi þar sem afmörkuð litsvið (litrófsflokkar) upplýsa um eigindir stjarna. Dæmi um slíka litrófsflokkun er UBV kerfið sem enn er í notkun.
Astronomers began experimenting with selenium photodetectors in the 1890s, and improvements continued throughout the 20th century. After World War II, the photomultiplier tube (PMT) became one of the most important instruments for photometry and dominated astronomical research. At the same time, astronomers developed specific photometric systems with an emphasis on the properties of stars. An example of such a system is the UBV system, which is still in use today.
Lengst af 20. öldinni mátu stjarnmælingamenn birtu breytistjarna með sjónrænum aðferðum. Um 1980 hafði tæknin þróast á það stig að farið var að framleiða hagkvæma ljósdíóðunema. Um aldamótin 2000 tóku CCD ljósnemar yfir og nýlega hafa CMOS-myndnemar einnig verið teknir í notkun. Með slíkum tækjum geta stjörnuáhugamenn gert afar gagnlegar athuganir á ýmsum stjarnfyrirbærum sem eru sambærilegar og þær sem stjörnufræðingar gera. Samvinnan skilar yfirgripsmeiri upplýsingum yfir ljósferla breytistjarna. Stjörnufræðingar geta notað mæligögn sem stjarnmælingamenn afla með tilskildum aðferðum. Um er að ræða eitt örfárra rannsóknasviða í stjarnvísindum þar sem framlag áhugamanna kemur að gagni.
For most of the 20th century, amateur astronomers estimated the magnitudes of variable stars using visual methods. By the 1980s, technology had advanced to the point where affordable solid-state photometers were available. At the turn of the 21st century, CCD sensors gradually became the state-of-the-art photometers, and more recently, CMOS image sensors have also been employed. With such instruments, amateur astronomers can make high-quality observations of various objects that are comparable to those made by professionals. The collaboration provides more comprehensive information on the light curves of variable stars. Researchers can use photometric data obtained by advanced amateur astronomers with the required methods. Variable star monitoring is one of the very few research fields in astronomy where the contribution of amateurs is useful.
Viðbót, tekin saman 08.09.2025.
Breytistjörnur - Variable stars
Stjörnur sem breyta birtustyrk eru nefndar breytistjörnur. Þær eru ýmist eiginlegar breytistjörnur, ef orsakir birtubreytinga eru í innviðum eða yfirborði, eða óeiginlegar ef birtubreytingar verða af ytri aðstæðum, t.d. fylgistjörnu eða umhverfi stjörnunnar. Breytistjörnur veita miklar upplýsingar um eðli stjarna og eiginleika eins og massa, þvermáli, birtu, hita og samsetningu og hvernig þær þróast.
Variable stars are either intrinsic variables when physical changes in the interior of a star or its surface cause the brightness to vary, or extrinsic if the brightness variation is caused by another reason (eclipse, rotation, lensing). Variable stars provide valuable pieces of information about the physics and properties of stars, such as mass, diameter, brightness, temperature, and composition.


Mynd/Fig. 2. Myrkvastjarnan V 801 And (í rauðum hring) í birtuhámarki og -lágmarki (myrkva). Birtubreytingin er 0,5 bst. – The eclipsing binary V 801 And (in red circle) during maxima and minima. The flux dip is 0.5 mag.
Með dæmigerðum stjörnusjónaukum er hægt að mæla fjölda breytistjarna. Tækniframfarir í smíði sjóntækja og ljósnæmum myndnemum hafa leitt til þess að gera má nákvæmar ljósmælingar með litlum sjóntækjum. Breytistjörnuathugendur skrá birtustig og mælingatíma og senda niðurstöður í gagnasöfn. Mæligögnum er m.a. safnað í gagnagrunn The American Association of Variable Star Observers (AAVSO) og Brno Regional Network of Observers (B.R.N.O.) og TRansiting ExoplanetS and Candidates (TRESCA), sem eru deildir í Stjörnufræðifélagi Tékklands, auk Suhora stjörnustöðvarinnar í Póllandi. Þau eru öllum opin á netinu og nýtast í rannsóknir.
Observers can measure a vast number of variable stars with a typical amateur telescope. Technological improvements in optics and imaging sensors have led to great photometric accuracy with small optics. Variable star observers record brightness and time of measurements and submit the results to databases. Measurements are collected by The American Association of Variable Star Observers (AAVSO) and Brno Regional Network of Observers (B.R.N.O.) and TRansiting ExoplanetS and Candidates (TRESCA), at the Brno Observatory in the Czech Republic and the Suhora Observatory in Poland. These databases are open online and useful for research.
Myrkvastjörnur - Eclipsing binaries
Myrkvatvístirni eru óeiginlegar breytistjörnur. Stjörnurnar sem mynda þau deila samþungamiðju. Þær aðgreinast ekki í sjónaukum vegna innbyrðis nálægðar og fjarlægðar frá jörðu. Því sést aðeins „stök” stjarna. Ef þær ganga hvor fyrir aðra, séð frá athuganda, verður breyting á heildarbirtu kerfisins. Athugandi sér birtu „stjörnunnar” deyfast eða aukast. Athuganir á myrkvastjörnum eru kynntar hér.
Eclipsing binaries are extrinsic variables. As typical binary stars, they share a common center of gravity (barycenter) but are in close orbit. Because of the vast distance, we only observe a “single” star. Its nature is revealed with photometry, as the light flux changes periodically with time. Observers see the brightness of the “star” fade or increase. Observation of eclipsing binaries are presented here.

Fjarreikistjörnur - Extrasolar Planets
Fjarreikistjörnur, sem hringsóla um fjarlægar sólstjörnur, sjást ekki vegna yfirgnæfandi skins móðurstjarnanna. Því eru notaðar óbeinar aðferðir til þess að nema þær. Þegar “heitir Júpíterrisar” – gasreikistjörnur á brautum nálægt móðurstjörnum sínum – [þver]ganga í skin þeirra deyfist ljósið lítillega en nóg til þess að vera mælanlegt. Athuganir á þvergöngum fjarreikistjarna eru kynntar hér.
Exoplanets, orbiting distant stars, are invisible due to the overwhelming light of their host. Therefore indirect methods are needed to detect them. When a “hot Jupiter” – a giant gas planet in a close orbit – transits its host star the light slightly drops. The small light dip is detectable with sensitive instruments. Observation of exoplanet transits are presented here.


Mynd/Fig. 4. Vinstra megin eru niðurstöður mælingar á þvergöngu WASP-12 b þann 27. janúar 2021 og hægra megin samanburður við viðurkennt skinhlutfall og kerfið Sól/Júpíter. Byggt á upplýsingum frá gagnagrunni TRESCA. – Left: The result of an observation of transiting WASP-12 b on January 27, 2021, and to right: comparison with the accepted value of geometry and the system Sun/Jupiter. Based on data from the TRESCA database.
Tekið saman 05.04.2021. Síðast uppfært 08.09.2025.