Green Point stjörnustöðin er í úthverfi Sydney, New South Wales, Ástralíu (mynd 1). Hún er stærsta áhugamannastjörnustöðin þar í borg og rekin af Stjörnufræðifélagi Sutherland (SASI). Félagið var stofnað árið 1961 og þá kennt við skipstjórann James Cook (1728-1779). Fyrst sem “James Cook stjörnufræðiklúbburinn” (JCAC) og síðan “James Cook stjörnufræðifélagið” frá 1972. Tengingin við nafn hans voru að Cook hafði fyrst lent skipi sínu, HMS Endeavour, við Silfurströnd á Kurnell í Botanyflóa, í 20 km fjarlægð, eftir að hafa fylgst með þvergöngu Venusar, 3. júní 1769, frá eyjunni Tahiti. Má skjóta hér inn að með honum voru stjörnufræðingurinn Charles Green (1734-1771) og náttúrufræðingarnir Daniel Solander (1733-1782) og Sir Joseph Banks (1743-1820). Sá síðastnefndi ferðaðist til Íslands árið 1772.

Green Point Observatory is located in the suburbs of Sydney, New South Wales, Australia (Figure 1). It is the largest amateur observatory in the city and is operated by the Sutherland Astronomical Society (SASI). The Society was founded in 1961, and initially named after Captain James Cook (1728-1779). Originally known as the “James Cook Astronomical  Club”  (JCAC) it changed its name to the “James Cook astronomical Society” in 1972. The relation to him was because Captain Cook first landed his ship, HMS Endeavour, at Silver Beach at Kurnell in Botany Bay, at a distance of 20 km, after observing the transit of Venus on June 3, 1769 from the island of Tahiti. Notably, he was accompanied by the astronomer Charles Green (1734-1771) and the naturalists Daniel Solander (1733-1782) and Sir Joseph Banks (1743-1820). In 1772, the latter visited and explored Iceland.

Mynd/Fig. 1. Sydney sunnanverð í Nýju Suður Wales og staðsetning Green Point stjörnustöðvarinnar. Gögn frá vefsíðu Google Earth. — Sydney southern area in NSW and the location of green Point Observatory. Data by Google Earth. Mynd/Fig. Google Earth, 2025 Airbus, CNES/Airbus, Landsat/Copernicus, Maxar Technoologies, Vexel Imaging US, Inc.

Stofnfélagar JCAC reistu fyrst stjörnustöð við Georgsá, sem rennur sunnan við Sydney (mynd 1) en árið 1969 fékk félagið sveitarfélagsland og byggði Green Point stjörnustöðina á því (mynd 2), á horni Green Point og Caravan Head Roads í Ostruflóa. Fyrst var byggður stjörnuturn með hvolfþaki til að hýsa 41 cm (16″) Newtonssjónauka (nýlega endurbættur) og bókasafn. Sjónaukann smíðaði Keith Selby, einn stofnfélaga, og er hann nú ævinlega nefndur Selby-sjónaukinn (mynd 3). Snemma á áttunda áratugnum var byggður fundarsalur með sætum fyrir 50 manns.

The founders of the JCAC first constructed an observatory near the Georges River, south of Sydney (Figure 1), but in 1969 the society obtained council land and built on it the Green Point Observatory (Figure 2), on the corner of Green Point and Caravan Head Roads in Oyster Bay. The first section completed was an observatory with a dome, housing a 41 cm (16″) Newtonian telescope (recently refurbished) and a library. The telescope was built by Keith Selby, one of the society founders, and it is now known as the “Selby Telescope” (Figure 3). In the 1970s a meeting room was built with seating for 50 people.

Mynd/Fig. 2. Green Point stjörnustöðin. Myndin var sótt á Wikipedia. — Green Point Observatory. The image was accessed on Wikipedia. Mynd/Fig. by Gronk Oz – Own work, CC BY-SA 3.0. 

Mynd/Fig. 3. Brendon Bell, sem er félagi í SASI, í stjörnuskoðun með Selby-sjónaukanum í Green Point stjörnustöðinni þann 13. september 2018. — Brendon Bell, a member of SASI observing with the Selby telescope in the Green Point Observatory, on September 13, 2018.

Félagsmenn breyttu heitinu árið 1978 í Stjörnufræðifélag Sutherland til að auðkenna það betur við staðsetningu svæðisins. Árið 1997 hafði bæst við önnur stjörnustöð þar sem að þakinu er rúllað af, auk geymslurýmis. Þar inni er hátækni Celestron 35 cm (14″) Schmidt Cassegrain sjónauki með CCD myndavél (mynd 4). Hann er nefndur Napier-sjónaukinn eftir Frank Napier sem ásamt Keith Selby var annar af frumkvöðlum  stofnunar James Cook stjörnufræðiklúbbsins á sínum tíma. Byggingarnar voru stækkaðar árið 2010 og sameinaðar í eitt sameignarhús. Fundarsalurinn tekur nú 100 manns, þar er eldhús og salerni auk þeirra rýma sem áður var sagt frá. Félagið býður einnig upp á úrval af flytjanlegum sjónaukum og sjónaukum sem félagsmenn geta notað.

The members changed the name to Sutherland Astronomical Society in 1978 to connect it to its geographical site. By 1997 a second observatory had been constructed, with a roll-off roof and storage room. Inside a state-of- the-art Celestron 35 cm (14″) Schmidt-Cassegrain telescope with a CCD camera is installed (Figure 4). It is named the “Napier Telescope” after Frank Napier, who, along with Keith Selby, was one of the prime founders of the James Cook Astronomical Club at the time.The buildings were extended in 2010 and merged into one common house. The meeting hall now seats 100 people, and there is a kitchen and toilets in addition to the spaces previously mentioned. The society also offers a range of portable telescopes and binoculars for members to use.

Mynd/Fig. 4. Stjörnuskoðun þann 14. september 2018 með Napier-sjónaukanum í Green Point stjörnustöðinni. Ken McEwen stendur við sjónaukann og hægra megin eru Lou Pagano (nær), þá forseti  SASI, og Professor Robert Park. — Observing on September 14, 2018 with the Napier telescope in the Green Point Observatory. Ken McEwen is standing beside the telescope, and to the right are Lou Pagano (near), at that time the president of the SASI, and Professor Robert Park.

Margir meðlima í SASI eru mjög virkir. Félagið heldur úti vefsetri og gefur út tímarit helgað stjörnuskoðun. Auk þess heldur það úti kynningum og fræðslunámskeiðum fyrir almenning, hópa og lengra komna, allt frá fyrstu skrefum í að rata um stjörnuhiminninn yfir í vísindalegar stjörnuathuganir. Meðal verkefna félagsmanna eru djúpfyrirbæri, reikistjörnu- og breytistjörnuathuganir; ýmsir myrkvar, stjörnuljósmyndun og námskeið ætluð almenningi. Virkir athugendur í SASI hafa uppgötvað halastjörnur og nýstirni.

Many of the SASI’s members are very motivated and active. The organization publishes a newsletter devoted to astronomy and maintains a website. It provides courses and presentations for the general public, groups, and advanced amateur astronomers, covering everything from navigating the starry sky to scientific observations. Deep sky objects, planets and variable star observations, astrophotography, various eclipses, and public presentation are some of the members’ primary projects. Comets and novae have been discovered by the active observers.

Heimsókn í stjörnustöðina - A visit to the observatory

Árið 2018 auðnaðist höfundi vefsetursins, ásamt Sigríði Guðný Björgvinsdóttur, að heimsækja þessa áhugaverðu stjörnustöð og njóta suðurhiminsins í stjörnuskoðun með stórum sjónaukum. Ástæða heimsóknarinnar var sú að höfundi var boðið að halda erindi um stjörnuathuganir sínar á Íslandi (myndir 5 og 6). Á meðan dvölinni stóð í Sydney voru hjónin Lou og Jo Pagano gestgjafar okkar og gistum við á heimili þeirra. Á þessum tíma var Lou forseti SASI en auk þess afkastamikill í stjörnufræði, stjörnuskoðun, kynningum og að skipuleggja ferðir á framandi slóðir fyrir félagsmenn þegar sólmyrkvar eiga sér stað. Þeim hafði höfundur fyrst kynnst í Tyrklandi  vorið 2006 þegar hann sameinaðist hópi Ástrala í slíkri ferð og fylgdist með almyrkva á sól þann 29. mars það ár.

In 2018, the author of this website, along with his spouse Sigríður Guðný Björgvinsdóttir, had the opportunity to visit this interesting observatory and enjoy the southern sky with the aid of large telescopes. The reason for our visit was that the author was invited to give a talk about his astronomical observations in Iceland. During our stay in Sydney, Lou and Jo Pagano were our hosts and we stayed in their home. At that time, Lou was the president of SASI, and also a very active astronomer and observer and organized public presentations and trips to exotic places for SASI members to watch solar eclipses. The author first met them in such trip, in Turkey in the spring of 2006 when he joined their group of Australians to observe the total solar eclipse on March 29th of that year.

Myndir/Fig. 5a-b. a) Viðburðaskrá SASI í Green Point stjörnustöðinni 2018. b) Höfundur undirbýr kynningu sína. Ljósm. Sigríður Guðný Björgvinsdóttir, 13. september 2018. — a) SASI event calendar at Green Point Observatory in 2018. b) The author prepares his presentation. Photo by Sigríður Guðný Björgvinsdóttir, September 13, 2018.

 Myndir/Fig. 6a-b. a) Craig Goulden kynnir fyrirlesara og erindi hans. b) SASI félagar sem hlýddu á erindið. Ljósm. Sigríður Guðný Björgvinsdóttir, 13. september 2018. — a) Craig Goulden introduces the speaker and his talk. b) SASI members who attended the presentation. Photos by Sigríður Guðný Björgvinsdóttir, September 13, 2018.

Eftir kynninguna, sem fjallaði um Ísland, norðurljós og stjarnmælingar, fengum við að njóta stjörnuhiminsins yfir suðurhveli jarðar og tvö kvöld skoðuðum ýmis djúpfyrirbæri sem flest hver sjást ekki frá Íslandi. Myndirnar hér fyrir neðan eru frá heimsókn okkar í stjörnustöðina og af suðurhimninum.

After the presentation, which was about Iceland, the northern lights and astronomical  observations, we observed and enjoyed the starry sky over the southern hemisphere and for two evenings we examined various deep sky objects, most of them not visible from Iceland. The images below are from our visit to the Green Point Observatory and the amazing southern night sky.

Í ferðadagbók höfundar segir: “13. september 2018, fimmtudagur. Eftir þetta [erindið] var farið í stjörnuskoðun. 16″ sjónaukinn vakti mikinn áhuga en einnig skoðuðum við með 8″ Dobsonian sjónauka. NGC 6231, björt lausþyrping norðan við ζ Scorpii, sem er vítt tvístirni; Messier 22, kúluþyrping, þétt í miðju; Messier 7 eða ‘þyrping Ptolemis’ fyllti upp í sjónsviðið; Messier 6 eða ‘Fiðrildið’; 47 Tucanae sem er kúluþyrping, þétt í miðju séð í 8″ sjónauka; Lagoon-þokan (M 8) með 16″ sjónaukanum og þokufilter.”

Based on the author’s travelogue: “Thursday, September 13, 2018. We went observing the stars after [the talk]. Although the 16″ telescope drew a lot of interest, we also utilised an 8″ Dobsonian telescope for observation. NGC 6231, a bright open cluster north of ζ Scorpii, which is a wide binary star; Messier 22, a globular cluster, dense in the center; Messier 7 or ‘Ptolemy’s Cluster’ filled the field of view; Messier 6 or ‘The Butterfly’; 47 Tucanae which is a globular cluster, dense in the center seen in an 8″ telescope; the Lagoon Nebula (M 8) with the 16″ telescope and nebula filter.”

Um 14. september segir: “Eftir kvöldmat hjá okkar góðu gestgjöfum var komið að stjörnuskoðun. Fyrst tókum við 12” sjónaukann hans Lou [Pagano] og kíktum á Venus sem var á fyrsta kvartil; Júpíter og tunglin; Eta Carinae sem er rauð stjarna og afar dauf þoka umhverfis; Jewel box: “græn ” stjarna o.fl. Eftir þetta fórum við á nýjan leik í stjörnustöðina. Í það skiptið var skoðað með 14″ sjónaukanum. Tunglið var þegar farið að hafa áhrif á skoðunarskilyrði og [geim]þokur hættar að sjást vel. Það var afsökunartónn í okkar ágætu gestgjöfum og félögum í stjörnuskoðunarfélaginu. Það var hins vegar óþarft, það var ekkert sem ég þekki ekki nú þegar. Í kvöld skoðuðum við kolastjörnuna TYC 8659-1394-1 (V* DY Cru), hún er mjög rauð; Gimsteinaskrínið í Suðurkrossi, kom vel út í 14″ sjónaukanum, α Crucis (Acrux), þétt tvístirni, þrístirni; α Centauri, þétt tvístirni; M 80; M 4; M 22; M 17 og að síðustu Satúrnus en þar sáust skýjabelti og Cassini-geilin ; Mars, skautin sáust og dökkt landssvæði, kannski Syrtis Major. Þetta var síðasta kvöldið sem við skoðuðum stjörnur frá SASI.”

On September 14th it comments, “After dinner at our excellent hosts, it was time for stargazing. First we used Lou [Pagano]’s 12″ telescope to watch Venus high in the sky. It was at its first quarter, looking crisp; Jupiter and its moons; Eta Carinae, which is a red star and a very faint nebula around it; The Jewel Box: The ‘green’ star was prominent. After this we went back to the observatory. Now we utilised the 14″ telescope. The moon was already affecting the observing conditions, and the nebulae were no longer clearly distinct. There was an apologetic tone from our friendly hosts and fellow astronomers. However, it was unnecessary; this was something I was used to in Iceland. Tonight we observed the carbon star TYC 8659-1394-1 (V* DY Cru); it is very red. The Jewel Box in the Southern Cross was appealing in the 14″ telescope, α Crucis (Acrux), a tight binary, a triple star; α Centauri, also a tight binary; M 80; M 4; M 22; M 17; and finally Saturn, where cloud belts and the Cassini gaps were visible; Mars, the poles were visible and a dark terrestrial area, perhaps Syrtis Major. This was the last evening we observed the stars from SASI.”

Mynd/Fig. 7. Craig Goulden horfir út um hvolfþakið sem hýsir Selby-sjónaukann. Höfuð ber í Suðurkrossinn. — Craig Goulden peers out the dome that houses the Selby telescope. His head leans into the Southern Cross.

Myndir/Fig. 8a-b. a) Sigríður G. Björgvinsdóttir og Brendon Bell við Selby-sjónaukann. b) Sigríður G. Björgvinsdóttir skoðar stjörnuþyrpingar með Napier-sjónaukanum, 14. september 2018. — a) Sigríður G. Björgvinsdóttir and Brendon Bell at the Selby Telescope. b) Sigríður G. Björgvinsdóttir observing star clusters with the Napier Telescope, on September 14, 2018.

Mynd/Fig. 9. Stjörnumerki suðurhimins og Magellan-skýin. Myndin var tekin árla að morgni 18. september 2018 skömmu fyrir dagrenningu. — The southern constellations and the Magellan clouds. Image taken early morning on September 18, 2018, shortly before dawn.

Mynd/Fig. 9. Vetrarbrautin, vetrarbrautarkeisin og nokkur björt djúpfyrirbæri. Myndin var tekin þann 10. september 2018 en þá bar Satúrnus við nærri Lónþokunni og Mars bar í Bogmannssvæðið. Sjá í meiri upplausn hér. — The Milky Way, the galactic bulge and some deep sky objects. Image taken on September 10, 2018, when the planet Saturn was close to the Lagoon nebula (M 8) and the planet Mars in Sagittarius. See here for more details.

Tilvitnun í grein:

Snævarr Guðmundsson 2025. Green Point stjörnustöðin. Rafræn grein. Vefslóð: https://natturumyndir.is/.