Stjörnur í A flokki eru með massa á bilinu 2-3 sólarmassar og þær sitja í ~400 milljón til 3 milljarða ára á meginröðinni. Margar sjást með berum augum, t.a.m. Altair í Erninum, Castor í Tvíburum, Deneb í Svaninum, Vega í Hörpunni og Síríus í Stórahundi. Stjörnur sem tilheyra A flokki eru blá-hvítar. Í litrófi koma fram skýrar línur vetnis (H), svonefnd Balmer-röð, en He I og He II eru horfnar. Bjartar stjörnur, með yfirborðshita 7500-11000 K°. Hér neðar á síðunni eru litróf stjarna í þessum flokki.

A-type stars are of  2-3 solar masses and stay ~400 million to 3 billion years as main sequence stars. Several stars of this type are naked-eye objects, like Altair in Aquila, Castor in Gemini, Deneb in Cygnus, Vega in Lyra, and Sirius in Canis Major. A-type stars are blue-white, with increased strength of hydrogen but He I and He II have vanished. Bright stars with surface temperature 7500-11000 K°. Below is the spectrum of a few A-type stars.

Based on Walker (2017).

Vega - α Lyrae

Vega (Blástjarnan, α Lyrae, bst. 0,03, fjarlægð 25 ljósár) í Hörpunni er meginraðarstjarna, >2,1 sólarmassar og 40 falt bjartari en sólin. Yfirborðshiti Vegu liggur á bilinu 9000-10200 K. Litrófsflokkur er A0 V. Hún er jafnframt ein af sex stjörnum sem UBV ljósmælingakerfið er stillt eftir.

Vega (a Lyr) er fyrir miðri mynd (Stellarium). — Vega (a Lyr) is at center of image (Stellarium).

Á mynd 2 er litrófsmæling á Vegu frá 7. október 2018, borin saman við staðalróf A0v stjörnu. Breiðlögun litrófssamfellunnar skilar sér vel þó að gleypnilínur nái ekki þeirri skerpu sem fæst með litrófsritum með rauf. Litsvið myndnemans sem er notaður takmarkast nærri 3700 Å og hefur verið klippt af því ofan við 9000 Å. Litborðinn undir grafinu undirstrikar styrk litrófssamfellunnar og gleypni út frá styrk mæligagnanna. Mesti ljósstyrkurinn (miðað við það hvað myndavélin nemur) er nærri 4000 Å.

Mynd/Fig. 2. Vega (α Lyr) er A0 V stjarna. — Vega (α Lyr) is classified an A0 V star. The Balmer lines dominate the spectrum of this class. Above 6800 Ångström the influence of atmospheric compounds is significant.

ν Cygni - 58 Cygni

ν Cygni (58 Cygni, bst. 3,94, fjarlægð 370 ljósár) í Svaninum er afar þétt tvístirni en bjartari stjarnan er 8 falt bjartari en fylgistjarnan. Hún er talin ~3,6 sólarmassar og 412 falt bjartari en sólin. Yfirborðshiti er um 9500 K. B-V litvísir hennar er +0,02 svo henni svipar mjög til A-risa eins og Vegu. Litrófsflokkur er A0 IIIn.

58 Cyg (ν Cygni), staðsetningarkort (Sky6). — 58 Cyg (ν Cygni), location map (Sky6).

Á mynd 2 er litróf stjörnunnar, myndað 5. nóvember 2018, fellt að staðalrófi A0 IV stjörnu. Breiðlögun samfellunnar samræmist vel staðalrófinu frá 3800 Å yfir í 6500 Å. Eftir það koma fram áhrif lofthjúps. Balmers-línur eru ráðandi eins og í rófi Vegu. Í rófi A stjarna birtast almennt grunnar línur málma á milli Balmers-lína en á myndinni er ekki vísað sérstaklega á þær.

Mynd/Fig. 2. Litróf 58 Cyg (ν Cygni), sem er flokkuð A0 IIIn. — 58 Cyg (ν Cygni) is classified as an A0 IIIn, but its continuum fits remarkably well with an A0 IV spectrum (above). The Balmer series dominates but above 6800 Ångström the influence of atmospheric compounds becomes significant.

Deneb - α Cygni

Deneb (α Cygni, bst. 1,25, fjarlægð óviss) í Svaninum er þróaður blá-hvítur ofurrisi og er talin í hópi björtustu stjarna. Það hefur hins vegar gengið illa að ákvarða fjarlægðina og þ.a.l. meta hver reyndarbirtan er. Ein heimildin segir hana 19 sólarmassa, og yfirborðshiti sé >8500 K og að hún sé 32 000 falt bjartari en sólin. B-V litvísir er 0,09 og litrófsflokkur A2 Ia.

Deneb (α Cygni), staðsetningarkort (Sky6). — Deneb (α Cygni), location map (Sky6).

Mynd 2 sýnir litróf stjörnunnar, sem myndað var 5. nóvember 2018, borna saman við staðallitróf A2 I stjörnu. Breiðlögun samfellunnar samræmist staðalrófinu en rís hæst við 3900 Å. Balmers-línur eru ráðandi en á myndinni er bent á nokkrar aðrar línur sem vísa á tilvist frumefnisins kalsíum (Ca) og síðan jónaðs járns (Fe II). Línur súrefnis (O2) og vatns (H2O) eru þó raktar til lofthjúps jarðar.

Talsverð gleypni birtist í samfellunni við 4100-4300 Å og bylgjukambur myndast við 4500-4800 Å. Eftir vatnslínuna (5944 Å) verður mikil gleypni ljóss í ljósmyndaða rófi Deneb. Möguleg skýring eru áhrif loftshjúps og hæðar stjörnu yfir sjóndeildarhring, þegar myndin var tekin.

Mynd/Fig. 2. Deneb (α Cygni) er flokkuð sem A2 Ia stjarna. — Deneb (α Cygni) is classified as an A2 I star. The Balmer series still dominates but visible are absorption lines of calcium (Ca K) and iron (Fe II). Above 6000 Ångström the influence of atmospheric compounds is significant.