Jay Pasachoff, (1. júlí, 1943 – 20. nóvember, 2022)
Jay M. Pasachoff, bandarískur stjörnufræðingur og prófessor í stjörnufræði við Williams College í Williamstown, Massachusetts, lést í nóvember 2022, 79 ára að aldri.
Jay M. Pasachoff, an American astronomer and professor of astronomy at Williams College in Williamstown, Massachusetts, died in November 2022 at the age of 79.
Í grein í New York Times um andlát Jay M. Pasachoffs er sagt að hann hafi “eytt” meira en 50 árum í að ferðast um heiminn til að fylgjast með sólmyrkvum og náð að fylgjast með 74 slíkum á því tímabili. Eflaust væri heppilegra að orða það að Jay hefði “helgað” tíma sinn sólmyrkvum en ekki eytt, enda sérhæfði hann sig í rannsóknum á sólinni. Og fyrir vikið varð hann líklega vitni að fleiri slíkum en nokkur annar maður í sögunni. Eru smástirnin 5100 Pasachoff og 68109 Naomipasachoff nefnt eftir honum og eiginkonu hans. Hann var höfundur kennslubóka og fagbóka í stjörnufræði, eðlisfræði, stærðfræði og öðrum vísindum.
In a commemoration of the late Jay M. Pasachoff, the New York Times reports that he spent more than 50 years travelling the globe to observe 74 solar eclipses. Since Jay’s field of expertise was studying the sun, it would probably be more appropriate to describe him as someone who “devoted” his time to studying eclipses. He probably saw more of them than anyone else in history as a result. He and his wife are honoured with the names of the asteroids 5100 Pasachoff and 68109 Naomipasachoff. He wrote professional works and textbooks on physics, astronomy, mathematics, and other subjects.
Ísland var á meðal staða sem hann heimsótti í þeim erindagjörðum að fylgjast með sólmyrkvum. Það var einmitt í þeim ferðum, árin 2003 og 2011, sem höfundur kynntist honum lítillega og ætlar að minnast þeirra tilvika. Hins vegar er lífshlaup Pasachoffs ekki rakið hér.
Iceland was one of the places he visited during his quest for solar eclipses. During these trips, in 2003 and 2011, the author of this website had a brief acquaintance with him and would like to recall personal encounters. However, his career is not chronicled here.
Hringmyrkvinn 2003 - The annular ecplise 2003
Þegar hringmyrkvi á sólu átti sér stað, þann 31. maí 2003, flaug höfundur ásamt Þorsteini Sæmundssyni stjörnufræðingi, Magnúsi Waage, sem þá var í stjórn Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness (SSFS), og fleiri áhugasömum sem fylltu sæti flugvélarinnar til móts við hann. Á meðal þeirra var Jay Pasachoff. Veðurspáin reyndist sólmyrkvaathugendum ekki hliðholl á landi niðri og þeir sem tóku flugið voru þeir einu sem sáu þennan sérstaka hringmyrkva. Nokkur ókyrrð var á meðan fluginu stóð og olli því að flestar myndir voru eilítið hreyfðar. Aðgengi á vefsíðu Þorsteins Sæmundssonar um flugið er hér en þar birtast nokkrar myndir frá höfundi þessa vefseturs. Vefsíða Jay Pasachoff yfir hringmyrkvann er aðgengileg hér og myndasafn hans úr ferðinni hér.
On May 31, 2003, the author, astronomer Þorsteinn Saemundsson, Magnús Waage, a board member of the Seltjarnarnes Amateur Astronomical Society (SSFS), and several enthusiasts flew to observe the annular eclipse of the sun. Among them was Jay Pasachoff. The weather forecast did not favour land-based eclipse spectators, therefore those who flew were the only ones to see this particular annular eclipse. The flight included some turbulence and that impacted several of the images taken. An access to Thorsteinn Sæmundsson webpage, from this flight, is here. It includes few images by the author of this website. The webpage of this eclipse, compiled by Jay Pasachoff, can be accessed here, and his collection of images is accessible here.
Hringmyrkvinn á sólu 31. maí 2003. — The annular eclipse on May 31, 2003.
Hringmyrkvinn 31. maí 2003. — The annular eclipse on May 31, 2003.
Jay hitti auðvitað íslenska kollega sína í Tæknigarði, daginn eftir þetta skemmtilega ævintýri. Síðar sama daga ók ég með hann gullna hringinn en mér bauð svo til skyldunnar sem þáverandi formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. Hann vildi hitta Sr. Bernharð Guðmundsson (1937-2023), sem var rektor Skálholtskóla á árunum 2001-2006. Mig minnir að ástæðan hafi verið að sonur hans Magnús Þorkell Bernharðsson hafi þá verið nýtekinn til starfa í sama háskóla og Jay. Við hittum Bernharð í Skálholti. Það undarlega gerðist að Jay féll við og í fangið á Bernharði, sem var óviðbúinn. Á heimleið sagði Jay að hann hefði fengið aðsvif í þá mund sem Bernharð birtist og fallið við.
Of course, Jay visited his Icelandic colleagues at the University of Iceland the day after this amazing trip. Later that day, I drove the scenic “Golden Ring” with him. At that time I was the chairman of the SSFS and felt obliqued to do so. He did have the intention to meet Reverend Bernhard Guðmundsson (1937-2023), rector of Skálholtskóli from 2001-2006. I recall that his son Magnús Þorkell Bernhardsson had recently been hired at the same university as Jay. We met Bernhard at Skálholt. Unexpectedly Jay fell onto Bernhard’s arms, who was totally unprepared. Jay later said that at the same time Bernhard arrived, he by coincidence had nearly fainted out.
Um kvöldið bauð höfundur honum í mat heima. Þorsteinn sagði það óþarfa að standa í því, en sama sagan, höfundi bauð svo til skyldunnar. Spjall við hann reyndist hins vegar mjög fræðandi. Sem þakklætisvott fyrir daginn gaf hann mér bókina sína “Peterson Field Guides to the Stars and Planets.'”
That evening, the author invited him to dine at his home. Þorsteinn said it was unnecessary to do, but as before, the author then felt it as the duty. Speaking with him was quite educational. As a sense of gratitude for the day, he gave me his book, ‘Peterson Field Guides to the Stars and Planets.‘.
Deildarmyrkvinn 2011 - The partial eclipse 2011
Jay kom til Íslands ásamt konu sinni og vinahjónum til þess að fylgjast með deildarmyrkva að kvöldi 1. júní 2011. Þau dvöldu á hótel Esju í Reykjavík sem nú heitir eitthvað annað. Á myrkvadaginn var mjög gott veður og Jay sagðist vilja njóta deildarmyrkvans af svölunum á hótelinu, ásamt félögum sínum, en bauð höfundi að vera með þeim.
Jay returned to Iceland with his wife and a friends to witness the partial eclipse on the evening of June 1, 2011. They stayed at Hotel Esja in Reykjavík, which now has a different name. On the eclipse day, the sky stayed clear and promising. Jay informed me that he planned to watch the eclipse from the balcony of his hotel with his friends, but he encouraged the author to join them.
Deildarmyrkvi 1. júní 2011. — The partial eclipse on June 1, 2011.
En síðdegis, þegar styttist í að deildarmyrkvinn myndi hefjast fóru lágský að draga inn frá hafi við Faxaflóa. Skýinn sannfærðu höfund um, þvert á veðurspá, að myrkvinn myndi af þeim sökum ekki sjást frá Reykjavík. Hann brunaði því strax til þeirra og kynnti þeim að ef ekki yrði farið strax út úr borginni myndum við missa af myrkvanum. Þau tóku orðið, undirbjuggu sig í skyndi og síðan brunuðum við Jay og vinir hans Rob Lucas ásamt sinni konu út úr bænum.
However, in the late afternoon, just as the partial eclipse was due to begin, low clouds began to roll in off the sea. Contrary to the weather forecast, the author anticipated the eclipse would not be visible from Reykjavík due to the sudden buildup of the clouds. He raced up to them and told them that if we didn’t leave the city right away, we’d miss the eclipse. They took the message, prepared quickly, and then we drove swiftly — I, Jay and Rob Lucas, and his wife — out of town.
Þá voru lágský þegar farin að draga yfir og erfitt að veðja á hvar glufur yrðu í skýjahulunni. Höfundur ók suðvestur á Reykjanes en þar virtist glufa haldast í skýjabakkanum sem annars hafði dregið ótrúlega hratt yfir. Ók inn á einhvern afleggjara og var strax farið í að ljósmynda. Fór svo að það náðust myndir af því þegar deildarmyrkvinn hófst en um hálftíma síðar var allt horfið á bak við ský. Þeir félagar voru höfundi hins vegar þakklátir fyrir að hafa brugðist svo snöggt við og tekið þá með. Vefsíða Jay Pasachoff yfir þennan deildarmyrkva er hér og myndasafn hans úr ferðinni hér og myndir höfundar þessa vefseturs hér.
By then, low-altitude clouds had began to pull in, making it challenging to predict where gaps in the cloud cover would appear. The author drove southwest towards Reykjanes Peninsula, where it appeared to be a gap in the fast moving clouds. We arrived at an intersection and instantly began shooting images of the partially eclipsed sun. But about half an hour later, the sun had vanished behind clouds. However, those pals were grateful to the author for acting promptly and bringing them to a site were it was possible to get an glimpse of the eclipse. The webpage of this partial eclipse, compiled by Jay Pasachoff, is here, and his collection of images here, and by the author of this website here.
Jay Pasachoff og Rob Lucas undirbúa myndatökur af deildarmyrkvanum, þann 1. júní 2011. — Jay Pasachoff and Rob Lucas prepare imaging the partial eclipse on June 1, 2011.
Deildarmyrkvi 1. júní 2011. — The partial eclipse on June 1, 2011.
Líklega sáu fáir, ef nokkrir á Reykjavíkursvæðinu þennan myrkva. Ef minnið bregst ekki höfðu nokkrir meðlimir SSFS ætlað að halda opinbert myrkvaskoðunarteiti við Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi svo flestir aðrir áhugasamir voru þar en sáu ekkert sökum skýja.
It is unlikely that many observers located in the Reykjavík area saw a bit of this eclipse. If I recall correctly, several members of the SSFS had already organised an official eclipse observing party at Valhúsaskóli observatory at Seltjarnarnes, so the majority of the other interested people were present but saw only the clouds for the same reason.