Þorsteinn Sæmundsson, (Mars 15, 1935 - Nóvember 26, 2023)

Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur lést 26. nóvember 2023 eftir skammvinn veikindi. Höfundur vefsvæðisins vill minnast persónulegra kynna af Þorsteini. Lífshlaup hans hefur Einar H. Guðmundsson stjarneðlisfræðingur þegar rakið í minningagrein sem má nálgast hér.

On November 26th, 2023, Þorsteinn Sæmundsson, an Icelandic astronomer, and founder of the Seltjarnarnes Astronomical Society, passed away after a brief illness. Here, I want to commemorate personal encounters with Þorsteinn, as his biography has been outlined in a memoir by Einar H. Guðmundsson, Professor Emeritus, accessible here (Icelandic only). The English version is below the Icelandic.

Þorsteinn var landskunnur fyrir störf sín, m.a. rannsóknir á norðurljósum og að sinna útgáfu Íslandsalmanaksins um langt skeið. Stjörnuáhugamenn minnast hans sérstaklega fyrir það merka framtak að stofna Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness, þann 11. mars 1976. Það gerði hann ásamt nokkrum eldhugum þ. á m. Sigurði Árnasyni húsasmíðameistara sem hafði fjármagnað kaup á stjörnusjónauka, þeim stærsta og fullkomnasta sem þá var á Íslandi. Tilgangurinn, sagði Þorsteinn eitt sinn í blaðaviðtali „er fyrst og fremst sá að stjörnuskoðendur geti komið saman og skipst á skoðunum um áhugamál sitt“.

Sjónaukinn var settur upp á einn af fjórum turnum á þaki Valhúsaskóla og fyrir atbeina Þorsteins var síðar reist hvolfþak sem hýsir hann. Þarf vart að skýra hve gæfusamt skref stofnun félagsins varð stjörnuáhugamönnum, sem fram að því höfðu hvorki athvarf né vettvang til þess að dafna. Þorsteinn sinnti formennsku í félaginu fyrstu árin en steig þá til hliðar og lét öðrum eftir að reka félagið. En hann hélt áfram að veita félagsmönnum upplýsingar um hvað væri að gerast innan stjörnufræðinnar enda voru tengsl félagsmanna á þeim tíma við önnur stjörnuskoðunarfélög erlendis ekki til staðar og Internetið ekki komið til sögunnar. Þorsteini var ætíð mjög annt um Stjörnuskoðunarfélagið, fylgdist vel með starfseminni og var um árabil tíður gestur á fundum. Var hann gerður að heiðursfélaga árið 2016, þegar félagið varð 40 ára.

Kynni mín af Þorsteini hófust á fræðslufundi hjá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness árið 1992. Þá var hann auðvitað löngu þjóðþekktur stjörnufræðingur en ég stjörnuáhugamaðurinn að stíga fyrstu skrefin við að ljósmynda geimþokur. Ég hafði tekið með á fundinn nokkrar myndir af stjörnuþokum, sennilegast til þess að sýna öðrum félögum. Í stjörnuljósmyndun á þeim árum tíma voru myndir teknar á filmur en ég hafði notað vetnis-/niturgas, aðferð sem þekktist ekki hér, til þess að auka ljósþol og ná dýpri dráttum í geimþokurnar en gera mátti með öðrum hætti. Þorsteinn gaf sér tíma til að skoða myndirnar, hrósa og hvetja, sem var undirrituðum auðvitað mikilvægt veganesti. Ég vil trúa að hann hafi búið yfir ríkum skilningi á hlutskipti stjörnuáhugamanna sem eigast við svo erfið skilyrði hér á landi, að mikla eljusemi þarf til þess að gefast ekki upp og hætta. Kannski var það vegna þess að hann ákvað mjög ungur að verða stjörnufræðingur og kynntist því á eigin skinni hvað er að norpa berskjaldaður úti í kulda við stjörnuathuganir og myndatökur.

Eftir þessi kynni var ísinn brotinn og með árunum styrktust vinaböndin. Fáum árum seinna tók ég við formennsku í Stjörnuskoðunarfélaginu og leitaði þá gjarnan til Þorsteins með margvísleg málefni varðandi stjörnuathuganir og síðar meir stjarnmælingar, enda varð hann minn helsti velunnari um þær. Sú framvinda verður ekki rakin hér í þaula en hann valdi stundum að segja frá stjörnuathugunum undirritaðs á Almanaksvefnum, sem hann taldi athyglisverðar. Í ófá skipti heimsótti ég Þorstein á Raunvísindastofnun og þar kynntist ég óvenjulegri nákvæmni og heiðarleika sem einkennir góða vísindamenn. Í byrjun árs 2000 varð undirritaður við bón hans um að kynna stjörnuhiminninn í stjörnuveri sem Norræna húsið hafði leigt. Viðbrögð gesta urðu til þess að fáum árum síðar flutti ég inn stjörnuver til að kynna stjörnuhiminninn fyrir nemendum í skólum landsins. Er víst að ef bón Þorsteins hefði ekki borið að hefði aldrei orðið af því.

Á meðal áhugasviða Þorsteins í stjörnufræði voru ýmis háloftafyrirbæri – norðurljós, vígahnettir og loftsteinadrífur – fyrirbæri sem almenningur kemur auga á og tilkynnir. Þannig safnaði hann upplýsingum um þau og ákvarðaði oft brautir loftsteina og stefnur þegar þeir bárust inn í lofthjúp jarðar. Eitt sinn sagðist hann hafa fengið símtal frá íbúa á austurlandi sem hafði orði vitni að ægibjörtum loftsteini sem hann var sannfærður um að hafa hrapað í fjallið fyrir ofan. Sá vildi ákafur drífa sig af stað og leita loftsteinsins. Þorsteinn bað hann að doka við einn eða tvo daga en reyna lýsa stefnu loftsteinahrapsins, það og hann gerði. Úr upplýsingunum ákvarðaði Þorsteinn að téður loftsteinn hefði hrapað í hafið vestur af Færeyjum, og tilkynnti athugandanum ákafa að líklega yrði erfitt að finna hann. Sagan er sönn, en útgangspunkturinn var hversu gríðarbjartir loftsteinar geta orðið. Því til skýringar lýsti hann, eitt sinn á fræðslufundi um loftsteinadrífur sem hann hélt hjá Stjörnuskoðunarfélaginu, að orkuútleysing sem fælist í einu grammi af geimryki sem kæmi á ofurhraða inn í lofthjúpinn, samsvaraði því að 10 bílar keyrðu á 100 km hraða á steinvegg. Svona gat hann komið eðlisfræði á skiljanlegt mál, að maður man það enn, mörgum áratugum síðar.

Enginn Íslendingur starfaði jafnmikið að norðurljósarannsóknum og Þorsteinn. Þá fékk hann hóp sjálfboðaliða víða um land til að skrá norðurljós, svo og flugmenn. Á jarðeðlisfræðiárinu 1957-58 tók hann þátt í að setja upp alhvolfsmyndavél á Rjúpnahæð við Reykjavík. Önnur var sett upp á Eyvindará við Egilsstaði árið 1965 en flutt suður nokkrum árum síðar og sett upp í Leirvogi. Þrátt fyrir risjótt gengi í rekstri myndavélanna sýndu niðurstöðurnar hvenær norðurljós eru algengust í Reykjavík og að birta þeirra breytist þegar líður á nóttina uns komið er fram undir morgun. Þær gáfu vísbendingu um að norðurljósin mynduðu stundum kraga sem Ísland gengi inn fyrir að kvöldi en út fyrir að morgni. Þetta var áður en hugmyndin um norðurljósakragann var almennt þekkt og viðurkennd og má merkilegt heita að vísbending skyldi fást um svo hnattrænt einkenni frá einum athugunarstað. Þorsteinn var of varkár til þess að kynna þessa uppgötvun strax í vísindagrein en ef svo hefði orðið hefði hann öðlast heimsfrægð.

Þann 31. maí 2003 þáði ég að fljúga með honum og hópi áhugasamra á móts við hringmyrkva á sólu sem varð úti fyrir Norðvesturlandi. Veðurspár bentu sterklega til að í þann mund sem myrkvinn ætti sér stað yrði sól þegar hulin skýjum um allt land. Þrautaráðið var því að fljúga skýjum ofar til þess að sjá myrkvann. Stefán Sæmundsson flugstjóri, bróðir Þorsteins flaug vélinni og á meðal annarra áhugasamra þátttakenda um borð voru m.a. Svanhildur dóttir Þorsteins, og stjörnufræðingurinn Jay Pasachoff, sem hafði séð flesta sólmyrkva, þá yfir 40 talsins. Veðurspáin gekk eftir og þeir sem tóku flugið voru einu mannverurnar sem sáu þennan sérstaka hringmyrkva.

Á vefsetri Þorsteins og Almanaksvefnum má rekja hversu afkastamikill fræðimaður hann var. Svo fátt eitt sé talið þá birtast í greinum hans efni um tímann, sólina, norðurljós og stjörnufræði sem er ritað fyrir almenning. Hann var sérstakur íslenskumaður og vakti mikla athygli fyrir hæfni sína við að íslenska erlend fræðiheiti og að aðlaga tökuorð málinu. Var hann fyrstur að nota orðið tölva á prenti, en orðið hafði Sigurður Nordal búið til árið 1965. Þorsteinn var á meðal liðsmanna sem sömdu íslensk-enskar orðaskrár um eðlisfræði og stjörnufræði. Var hann meðal annars formaður orðanefndar Stjarnvísindafélags Íslands. Að mínu mati eru mörg íðorðanna svo vel úr garði gerð að þau lýsa stjarnfyrirbærum í rauninni betur en ensk tunga. Það sýnir svo ekki verður um villst hve íslenskan er þróttmikil.

Eitt sinn spjölluðum við um hve sjón daprast með aldri, en hún er auðvitað lykilatriði við að skoða stjarnfyrirbæri. Á námsárum sínum í Englandi hafði Þorsteinn leitað uppi Plútó og notað öflugan sjónauka í stjörnustöð Lundúnaháskóla. Leiðbeinandi hans prófessor C. W. Allen sýndi mikinn áhuga á að sjá Plútó sjálfur. Þeir reyndu stuttu seinna en Allen gat ekki með nokkru móti séð Plútó þó Þorsteini tækist það aftur. Það olli talsverðum vonbrigðum. Það sem gerði gæfumuninn var 30 ára aldursmunurinn á þeim. Undirritaður benti Þorsteini hins vegar á að hann væri líklega fyrstur Íslendinga að greina Plútó en því hafði hann ekki velt fyrir sér. Varð úr að hann ritaði um þetta grein sem hann birti á Almanaksvefnum

Í síðasta sinn sem ég heyrði í Þorsteini sagði hann mér að nú væri aðkomu hans að almanakinu lokið, eftir að hafa staðið að útgáfu þess í 60 ár. Ég svaraði til, þá nýorðinn sextugur, að hafa skilning á hve langur tími það væri. Góður vinur er horfinn á braut. Ég þakka honum lærdómsríka samfylgd í meira 30 ár.

English version

Þorsteinn was nationally recognized for his work, including his research on the Earth’s magnetic field, the northern lights, and his contributions to the Icelandic University Almanac for several decades. The amateur astronomy community remembers him especially for founding the SSFS on March 11, 1976. The establishment involved number of amateur astronomers, including Sigurður Árnason, a master builder, who funded the purchase of a telescope, the largest and most sophisticated in Iceland at the time. The purpose, Þorsteinn once responded to in an interview, ‘is primarily to allow stargazers to unite and share their interests.’

The telescope was installed on a tower on the roof of the elementary school, Valhúsaskóli, and at Þorsteinn’s suggestion, a dome was later established to house it. It is needless to explain how fortunate the society’s founding was for the amateur astronomer community in Iceland, which had no refuge or platform to flourish. Þorsteinn served as president for a few years but then stepped aside, giving others to run the society. However, he continued to provide members with information about developments in astronomy, as at the time, connections with foreign astronomical societies were nonexistent and the internet had not yet arrived. Þorsteinn always held the Astronomy Society in high regard, kept an eye on its activities, and frequently attended meetings. He was made an honorary member in 2016 when the society turned 40 years old.

My acquaintance with Þorsteinn began at a lecture of the Seltjarnarnes Astronomy Society in 1992. By then, he was already a well-known astronomer, while I, an amateur astronomer, was taking my first steps in astrophotography. I had brought along some pictures of nebulae, likely to show them to other members. In those days, astronomical photography was done on film. I had adopted hypersensitization gas to enhance light sensitivity and capture deeper details, a method then unknown to the amateur community in Iceland. Þorsteinn took the time to examine and compliment the pictures, which was invaluable to me. I believe he understood the struggles amateur astronomers face under such challenging conditions as in Iceland, knowing the perseverance required not to give up. Perhaps because he decided at a very young age to become an astronomer and experienced firsthand what it’s like to operate a telescope under freezing conditions during observation or photography sessions.

After this introduction, our friendship deepened over the years. A few years later, I took over the presidency of the Seltjarnarnes Astronomy Society and often consulted Þorsteinn on various matters concerning stargazing and later, astronomical measurements, as he became my most dedicated supporter in these endeavors. The progress made during that time is not detailed here, but he occasionally chose to feature observations from my sessions on the University Almanac website, which he found noteworthy. On a few occasions, I visited Þorsteinn at the Science Institute of the University of Iceland, where I encountered an extraordinary level of precision and honesty that characterizes good scientists. In the early 2000s, I responded to his request to introduce the night sky in a mobile planetarium event that the Nordic House had rented. The guests’ responses later led me to import a mobile planetarium, presenting the night sky to students across the country. If not for Þorsteinn’s request, it might never have happened.

Among Þorsteinn’s interests were high-altitude phenomena such as the northern lights, fireballs, and meteor showers, something that the public notices and reports. He collected information on them and often determined the meteorite’s trajectory in Earth’s atmosphere. Once he received a call from a resident in East Iceland who claimed to have witnessed a bright fireball; he was convinced it had struck a nearby mountain and was eager to set off a search for it. Þorsteinn asked him to wait a day or two but to describe the direction of the meteorite, which he did. From the information, Þorsteinn concluded that the meteorite had fallen into the ocean west of the Faroe Islands, advising the observer that it would likely be difficult to find it. The story illustrates how bright meteorites can be.

No Icelander was as involved in Northern Lights research as Þorsteinn. In the 1960s, he recruited volunteers across the country to record the northern lights, including pilots. During the 1957–58 geophysical year, he had an all-sky camera installed near Reykjavík. Another camera was installed at Eyvindará near Egilstaðir in 1965, but later moved south and was set up in Leirvogur, Southwest Iceland. Despite the complex operation of the cameras, the results showed that northern lights are most common in Reykjavík and that their brightness changes as the night progresses until morning. They provided clues that the northern lights sometimes form an auroral oval that moves in above Iceland in the evening and leaves in the morning. This was before the idea of the auroral oval was widely known and recognized, and it’s remarkable how such a significant indication of such a celestial feature could be obtained from one observation site. Þorsteinn was too cautious to present this discovery immediately in a scientific paper, but if he had, he would have gained worldwide recognition.

On May 31, 2003, I had the opportunity to fly with him and a group of enthusiasts to observe a solar eclipse off the northwest coast. Before take-off the weather forecasts had predicted the sun would be obscured by clouds across the country at the time of the eclipse. Stefán Sæmundsson, a pilot and Þorsteinn’s brother, flew the plane. Amongst passengers on board were Svanhildur, Þorsteinn’s daughter, and the astronomer Jay Pasachoff, who had witnessed over 40 solar eclipses. The weather forecast was correct, and those who took the flight were the only ones who saw this spectacular solar eclipse.

On Þorsteinn’s website and the University Almanac website, one can see the extent of his scholarly productivity. To mention just a few topics, his writings cover the clock, the sun, the northern lights, and astronomy, with most intended for the general public. Þorsteinn was among the members who compiled Icelandic-English dictionaries of physics and astronomy. He was also the chairman of the terminology committee of the Icelandic Astronomical Society. My opinion is that some of his translations describe celestial phenomena more clearly than the English language.

Once, we talked about how vision diminishes with age, which is, of course, a crucial factor for astronomical observation.During his studies in England, Þorsteinn searched for Pluto using a powerful telescope at the London Observatory and successfully located it among the background stars. His supervisor, Professor C. W. Allen, was very interested in seeing Pluto himself. They tried few days later, but Allen could not see Pluto at all, although Þorsteinn could see it again. This caused considerable disappointment. What made the difference was the 30-year age gap between them.However, I pointed out to Þorsteinn that he was likely the first Icelander to identify Pluto, a fact he had not considered. This led him to write an article on the subject, which he published on the Almanac website.

The last time I heard from Þorsteinn, he told me that his days with the Icelandic University Almanac were over after being involved in its publication for 60 years. I, having recently turned sixty, replied that I understood the significance of such a long time. A good friend has gone away. I thank him for his instructive companionship for over 30 years.