K2-30 b (EPIC 210957318 b) er á sporbraut um GSC 1246:361 (K2-30), sem er tæpar 33’ suð-suðaustan við 66 Ari í Hrútnum. Þessi fjarreikistjarna er útþaninn, heitur Júpíterrisi. Hún uppgötvaðist árið 2015 í framlengdu verkefni Kepler gervitunglsins (K2). Tveir rannsóknahópar deildu uppgötvuninni á sama tíma: það voru Johnson o.fl. (2016) og Brahm o.fl. (2016). Helstu stikar kynntir á vefsíðu Exoplanet.eu um K2-30 b (sótt í frumheimildir) eru: fjarlægð er talin 336 parsek (1095 ljósár), móðurstjarnan hefur 0,9 sólarmassa, reikistjarnan 0,579 Júpítermassa og umferðartíminn er 4,098503 dagar.

K2-30 b (EPIC 210957318 b) orbits GSC 1246:361 (K2-30), a star located about 33′ south-southeast of 66 Aries. This exoplanet is a hot Jupiter, and was discovered in 2015 in the extended mission of the Kepler satellite (K2). This discovery was announced by two research groups, Johnson et al. (2016) and Brahm et al. (2016). The main parameters presented on the Exoplanet.eu K2-30 b webpage (retrieved from primary sources) are: the distance is estimated to be 336 parsecs (1095 light years), the parent star is of 0.9 solar masses, the planet 0.579 Jupiter masses, and the orbital period is 4.098503 days. 

Staðsetningarkort fyrir K2-30 b (Stellarium) – Location map of K2-30 b (Stellarium).

Ljósmældar þvergöngur - Observed transits

Höfundur fylgdist með þvergöngu K2-30 b, dagana 16. nóvember 2020 (myndir 2a-b), 4. janúar  (myndir 3a-b) og 10. desember 2022 (myndir 4a-b). Myndir 2a, 3a og 4a sýna mæld birtugildi á meðan þvergöngum stóð og myndir 2b, 3b og 4b skinhlutfall, þ. e. hve mikið fjarreikistjarnan skyggði á móðurstjörnuna, samkvæmt mælingunum. Skal bent á að aðstæður ráða miklu um niðurstöður mælinga.

Úr niðurstöðunum 16. nóvember 2020 dregur reiknitól TRESCA upp reikistjörnu með ~1% minni geisla og 0,1% minni brautarhalla en viðurkennd gildi. Úr niðurstöðum 4. janúar 2022 verður geislinn 9% minni en viðurkennt gildi en sami brautarhalli. Niðurstöður frá 10. desember 2022 gáfu geisla 1,5% minni en viðurkennt gildi og ~0,5% minni brautarhalli. Myndirnar voru fengnar á vefsvæði TRESCA og aðlagaðar að þessari síðu.

Mynd/Fig. 2a. Þverganga 16. nóvember 2020.- Transit on November 17, 2020. Based on TRESCA database.

Mynd/Fig. 2b. Skinhlutfall 16. nóvember 2020.- Geometry, based on the observed transit from November 17, 2020. Based on the TRESCA database.

Mynd/Fig. 3a. Þverganga 4 desember 2022.- Transit on December 4, 2022. Based on TRESCA database.

Mynd/Fig. 3b. Skinhlutfall 4. desember 2022.- Geometry, based on the observed transit from December 4, 2022. Based on the TRESCA database.

Mynd/Fig. 4a. Þverganga 10. desember 2022.- Transit on December 10, 2022. Based on TRESCA database.

Mynd/Fig. 4b. Skinhlutfall 10. desember 2022.- Geometry, based on the observed transit from December 10, 2022. Based on the TRESCA database.

Nánari upplýsingar um þessar mælingar á K2-30 b eru í samantektum um stjörnuathuganir árin 2020 (bls 67-68) og 2022 (bls 33-34). 

Transits of K2-30 b have been observed on three occasions from the Nes observatory, the first on November 16 2020, January 4, and December 10, 2022 (see figures above). Detailed versions of these observations are published in reports highlighting the observing seasons of 2020 (pages 67-68), and 2022 (pages 33-34). These transit observations are accessible at the TRESCA database, ETD.

K2-30 b á vefsvæði TRESCA, Exoplanet Transit Database (ETD).

K2-30 b at TRESCA website, Exoplanet Transit Database (ETD).

K2-30 b á vefsvæði “The Extrasolar Planets Encyclopaedia (EPE).

K2-30 b at the Extrasolar Planets Encyclopaedia (EPE).

Sjónrænar þrívíðar upplýsingar um K2-30 b á vefsvæði NASA, Exoplanet Exploration.

Visual  3D information about K2-30 b at NASA website, Exoplanet Exploration.