NX Dra er dauf myrkvastjarna (R birtustig 14,3-14,52), tæpar 6° norður af Giausar í Drekanum (λ Draconis). Það er EW snertitvístirni sem var fyrst skráð af Kryachko o. fl. (2008). Birtulotan er 0,27582 d (06t37m11s). Dýpt aðalmyrkva er ~0,2 bst. og millimyrkvi er 0,03 bst. grynnri. O’Connell áhrif koma fram í birtusveiflunni.
NX Dra (coordination: 11 34 07.86 +75 16 42.9) is a faint eclipsing binary (R magnitude 14.3-14.52), located about 6° north of Giausar in the Dragon (λ Draconis). It is an EW contact binary that was first recorded by Kryachko et al. (2008). The period is 0.27582 d (06h37m11s). The primary eclipse is ~0.2 mag. and the secondary 0.03 mag. shallower. O’Connell effect are observed in the light curve.

Staðsetningarkort fyrir NX Dra (Stellarium) – Location map of NX Dra (Stellarium).
Höfundur ljósmældi NX Dra dagana 26. janúar 2019, 29. og 31. janúar 2020 og 19. nóvember 2021. Niðurstöðurnar voru notaðar til þess til að meta birtulotu myrkvastjörnunnar og draga upp birtustöðukort af umferðartíma (mynd 2). Þessi stjarna er það dauf að gagnlegra er að nota stóra sjónauka í gagnaöflun til þess að styrkja mæld gildi og minnka suð.
Ýtarlegri greinargerð um mælingarnar er að finna í samantekt um stjörnuathuganir frá Hornafirði árin 2020-2021.
Four observations of NX Dra were made by the author between January 26, 2019, and November 20, 2021. The intention was to collect data to cover the orbital period and establish a phase diagram (Fig. 2). This star is so dim that telescopes should be used in data acquisition for a strong signal.
More details of this observation are covered in a report about the author’s observations in 2020-2021 (English summary).

Mynd/Fig. 2. Birtustöðurit NX Dra. Birtustaða á þverás og birtustig á lóðás. – A phase diagram of NX Dra. Phase on x-axis and flux on y-axis.