Ross 248 (HH And, Gliese 905) er BY Draconis-breytistjarna, en slíkar stjörnur eru skilgreindar sem blossastjörnur. Hana skráði fyrst ameríski stjörnufræðingurinn F. E. Ross (1874–1960) og er stjarnan nr. 248 á lista tvö yfir 1000 stjörnur með hraða eiginhreyfingu. Hún er nándarstjarna (nálæg) í 10,3 ljósára fjarlægð. Þetta er rauð dvergstjarna og er yfirborðshiti 2800 K° og birtan 0,0018 af birtu sólar.
Staðsetningarkort fyrir Ross 248 (Stellarium) – Location map of Ross 248 (Stellarium)
Á árunum 2015 til 2018 fylgdist ég með þessari forvitnilegu stjörnu og aflaði gagna til þess að ákvarða eiginhreyfingu og sólmiðjuhliðrun með að markmiði að mæla fjarlægðina. Ætlunin var síðan að bera saman niðurstöður við viðurkennd gildi og meta hve nákvæmlega er hægt að ákvarða fjarlægð stjörnunnar með meðalstórum sjónauka. Í framhaldi var ætlunin að afla gagna um sýndarbirtu með það fyrir augum að ákvarða reyndarbirtuna. Á umræddu tímabili voru gerðar 27 athuganir á Ross 248, oftast með 30 cm SCT sjónauka en einnig með 40 cm sjónauka. Einnig voru notuð gögn sem skoskur stjörnuáhugamaður, David Richards að nafni, frá Aberdeen í Skotlandi, var svo vinsamlegur að útvega höfundi.
Niðurstöður eru á mynd 2, þar sést ferill Ross 248 miðað við nálægar stjörnur á tímabilunum 2005-2013 (gögn D. Richards) og 2015-2018 (gögn höfundar). Gulir punktar eru mæld hnit en fínir hvítir punktar (punktar á 10 daga fresti) sýna ferilinn sem stjarnan fylgir, samkvæmt eiginhreyfingu og hliðrun. Skálínan gegnum ferilinn er stefna eiginhreyfingar, í þessu tilfelli nokkurn veginn frá norðri til suðurs. Rammi b sýnir gagnasafnið sem var síðan notað til fjarlægðarákvörðunar. Í því eru mæligildi árin 2011-2013 og 2015-2018. Rammi c sýnir sporvölu (ljósbláa) og hvar mælipunktar höfundar falla á hana. Sporvalan er ferill sólmiðjuhliðrunar yfir árið, ef engin væri eiginhreyfingin, en punktarnir eru raungildi mælinga.
Mynd/Fig. 2. Eiginhreyfing og sólmiðjuhliðrun árabilið 2005-2018, mæligildi og líkan. b) Tímabilið 2011-2018 var notað til fjarlægðarákvörðunar. c) Sólmiðjuhliðrun (sporvala) og mæld staða stjörnunnar. — a) The trajectory of Ross 248, over the period 2005-2018, its proper motion (diagonal line) and parallax. Measured coordinates (yellow points) and a model. The fine dots (one every ten days) represent a predicted model. b) The period of 2011-2018 was used to estimate the star’s distance. c) The light blue ellipse represents the annual parallax with the proper motion subtracted, indicating the accuracy of the collected data. Resulting image by TrigParallax.
Það er sannreynt að ákvarða má fjarlægðir nándarstjarna með meðalstórum sjónauka, myndflöguvél og tölvuhugbúnaði. Hér var aflað gagna til þess að meta fjarlægð og sýndarbirtustig Ross 248 og að lokum leggja mat á reyndarbirtuna. Niðurstöðurnar gáfu meðaltalsfjarlægðina 10,86 ljósár sem er rúmu hálfu ljósári lengra en viðurkennd fjarlægð. Í framhaldi var reyndarbirtan metin. Reyndarbirtan er mælikvarði á ljósaflið og miðast við hve björt stjarnan væri í 32,6 ljósára fjarlægð (10 parsek). Í slíkri fjarlægð væri [reyndar]birtustig sólar 4,83 en er vegna nálægðar -26,8. Í sömu fjarlægð er birtustig Ross 248 14,79, samkvæmt viðurkenndu gildi. Fyrrnefndar mælingar gáfu reyndarbirtustigið 14,7 eða 0,1 bst. bjartari. Þetta er mjög viðunandi niðurstaða.
Ýtarlegri upplýsingar um mælinguna er í samantekt um stjörnuathuganir áranna 2018-2019 en má einnig nálgast í sérkafla hér.
Astrometrical observations, obtained over a period of seven years, were used to estimate the distance of the nearby flare star Ross 248. A dataset containing 37 values of the star‘s coordinates, 10 obtained by the Scottish amateur astronomer David Richards in 2011-2013 and the remainder by author in 2015-2018. The average result for the star‘s distance was 3.33±0.06 parsecs (10.86 light years) with a standard deviation of 0.0235, about 0.174 pc further away than the generally accepted value (10.3 light-years). From this and the average measured apparent mag(v) of 12.25, the absolute magnitude of the star was found to be 14.79, about 0.1 mag. from the accepted value. These results indicate that the distance of nearby stars can be estimated with good accuracy, using moderately sized telescopes, CCD cameras, and sophisticated software.