Algol í Perseusi er frumgerð myrkvastjarna af EA gerð. Hún myrkvast á tæplega þriggja daga fresti og greinast myrkvarnir með berum augum. Almanak Háskólans hefur birt spátöflu fyrir Algolmyrkva ár hvert, sem ætluð er til að auðvelda stjörnuathugendum að fylgjast með hvenær myrkvar eiga sér stað. Til þess að sjá ljósbreytingu þarf samanburð við nálægar stjörnur, en ef ákvarða skal miðmyrkva, verður að skrá breytingarnar á meðan stjarnan er að ganga í gegnum myrkvann. Athuganir af þessu tagi, þar sem að ferill myrkvans er skráður, nýtast í vísindaskyni og er slíkum niðurstöðum safnað í gagnagrunna AAVSO og B.R.N.O. Stundum ber á milli hversu nákvæmlega myrkvaspár og raunverulegir myrkvar falla saman. Hvað Algol varðar er raunin sú og jafnframt virðist að umferðatíminn sé að lengjast. Misræmið í umferðatíma Algols stafar af því að það er þriðja stjarna í kerfinu.

Árið 2008 fór að gæta skekkju á spátíma ameríska stjörnutímaritsins Sky & Telescope (S&T) og breska stjörnuskoðunarfélagsins (British Astronomical Association; BAA) og Suhora stjörnustöðvarinnar í Póllandi. Árið 2016 endurtók misræmi sig aftur á spátímum en frá því er sagt á vefsíðu um Algol, á vefsetri Almanaks Háskóla Íslands. Á þeirri síðu er gerð grein fyrir stjörnunni og því er óþarft að orðlengja það hér.

Algol is the prototype of EA type eclipsing binary. Its eclipses almost every three days and they are visible without optical aid. The University Almanac of Iceland publishes a prediction table for Algol every year, intended to make it easier for observers to know when eclipses occur. In order to see its light cycling during a eclipse, a comparison with nearby stars is required. To determine a mid-eclipse, one must record the flux changes during ingress and egress. Observations are scientifically important and the results can be submitted to the databases of AAVSO and B.R.N.O. Sometimes there is a time deviation of predicted eclipse and observed determination. The discrepancy in Algol’s timing is because a third star belong to the system.

Staðsetningarkort fyrir Algol (Sky 6) – Location map of Algol (Sky 6)

Sá sem vill stíga það skref að fylgjast með myrkvastjörnum þá hæfir Algol vel sem fyrsti kostur vegna þess að myrkvinn er djúpur. Algol er sögufræg og nokkrar vefsíður birta spá yfir myrkva hennar. Viðurkennt sýndarbirtustig (bst.) utan myrkva er 2,12. Myrkvinn tekur um 10 stundir. Á fyrri helming þess tíma dofnar stjarnan um 1,3 bst. eða niður í bst. 3,4 í hámarksdýpt. Síðan tekur hana aðra fimm tíma að ná upphaflegri birtu. 

Algol er það björt að lítill sjónauki  nægir til þess að afla mæligagna.  Í raun nægir dæmigerð linsa áfastri myndavél til þess að fylgjast með myrkvunum, ef viðurkenndum aðferðum er fylgt. Höfundur hefur á liðnum áratug, af og til, ákvarðað miðmyrkva Algols. Sá fyrsti var 26. febrúar 2009, þá 18. mars 2016, 29. desember 2017 og 17. nóvember 2019 (mynd 2). Hægt er að nálgast ýtarlegri kafla um þessar mælingar HÉR.

Hægt er að skoða O-C rit stjörnunnar hér en það er sett upp hjá Suhora stjörnustöðinni í Krakow, Póllandi.

For an observer who want to start observing eclipsing binaries, Algol is suitable because of the depth of the eclipse. Algol is a famous variable star and few websites publish predicted timings. The apparent magnitude is 2.12. The eclipse lasts about 10 hours, first the star gradually fade by a magnitude of 1.3 in a period of five  hours until mid-eclipse is reached. At that moment Algol shines at magnitude of 3.4. It takes another five hours to reach its original brightness.

Algol is so bright that a small telescope or lens sufficiently obtain data. In fact a typical lens attached camera would do the work, with customary methods. The author has on few occasion determined Algol’s mid-eclipse. The first was on 26 February 2009, then on 18 March 2016, 29 December 2017 and 17 November 2019 (Figure 2). A more detailed section on these measurements can be found HERE (Icelandic mostly).

You can view the star’s O-C diagram here, which are set up at the Suhora Observatory in Kraków, Poland.

Mynd/Fig. 2. Ákvarðaður miðmyrkvi, 17. nóvember 2019. Tími er á þverás og birtubreyting á lóðás. Miðja myrkvans er  ákvörðuð á milli grænu lóðlínanna, þó ekki náist allur myrkvinn. – Determination of mid-eclipse  on November 17, 2019. Time on x-axis and flux change on y-axis. The  extremum of the eclipse is determined by using the period between the green vertical broken lines.