Fjarlægðir nándarstjarna (sólstjarna sem eru tiltölulega nálægt okkur) er hægt að ákvarða út frá árlegri hliðrun, miðað út frá stöðu fastastjarna. Hliðrunin verður vegna göngu jarðar umhverfis sólina; Sporbraut jarðar er nógu víð til þess að afstöðuhorn til nálægustu stjarna hnikast örlítið til yfir árið. Þýski stærðfræðingurinn Jóhannes Kepler (1571—1630) benti fyrstur á að fjarlægðina mætti reikna ef hliðrunin væri mælanleg. Hana má mæla í sjónauka en sú merka uppfinning varð að veruleika í tíð Keplers. Þó liðu meira en 200 ár áður en glöggsýni hans var staðfest, þegar þýski stjörnufræðingurinn Friedrich W. Bessel (1784–1846) tókst að mæla árlega hliðrun stjörnunnar 61 Cygni, árið 1837. Sólmiðjuhliðrun er fyrsta mælistika á fjarlægðir í alheiminum. Nándarstjörnur sem eru kynntar hér hafa verið viðfangsefni í stjarnhnitamælingum frá stjörnustöðinni í Nesjum.
The distance of stars that are relatively close to the solar system, can be determined from the annual parallax, compared to the position of the fixed stars. The parallax is caused by the earth orbiting the sun, so the angle of nearby stars changes slightly over the year. The German mathematician Johannes Kepler (1571-1630) pointed out that the distance could be calculated if the deviation was measurable. This is possible by the use of a telescope, but this remarkable invention became a reality in Kepler’s time. His wisdom was confirmed more than 200 years later when the German astronomer Friedrich W. Bessel (1784–1846) measured the parallax of 61 Cygni. Parallax is the first step of the cosmic ladder to determine distances in the universe. The proximity stars presented here have the subject of astrometry at the Nes Observatory.
Mynd /Fig. 1. Fjarlægð stjörnu (d) má finna með hornaföllum ef hliðrunarhornið er mælanlegt. Jörðin er sex mánuði að ferðast eftir jarðbrautinni sem nemur þvermáli hennar, tveim stjarneiningum (SE). Geisli jarðbrautar myndar þekkta skammhlið þríhyrnings. Hlutfall langhliðar fæst af hliðrunarhorninu (π) þar sem skammhliðin er þekkt og gefur fjarlægðina til stjörnunnar í parsek (e. parallax second). Ef π er t.d. ein bogasekúnda (“), sem er 1/3600 úr 1°, er langhliðin 206265 SE, jafngildi 3,26 ljósára fjarlægð. Fyrirmynd: http://astro.unl.edu/. – A distance (d) to a star can be measured by trigonometry if its parallax is quantifiable. Earth covers half of its orbits in six months, equal to two astronomical units (AU). The radii of Earth’s orbit from the adjacent side of a triangular of a known length. The ratio of the hypotenuse can then be estimated from the angle (π). At Earth’s orbit, the π of 1 arcsecond (“) the length of the hypotenuse would equal 206265 AU or 3.26 ly. Figure based on http://astro.unl.edu/.
Mynd /Fig. 2. Hliðrunarferill fastastjörnu mótast af brautargöngu jarðar (í skýringunni er ekki gert ráð fyrir eiginhreyfingu); a) stjarna í sjónlínu frá sporbrautarfleti teiknar rák yfir árið sem stjarnan virðist hliðrast eftir fram og aftur, b) hornrétt yfir brautarfleti yrði ferillinn nær hring, sbr. sporbraut jarðar, c) á milli myndar hliðrunin sporvölulaga feril. – Demonstration of a star’s parallax due to orbital movement of Earth (the explanation ignores proper motion); a) situated along the orbital plane would move forth and back and form a stripe, b) perpendicular to the orbital plane the form would be circular, c) in between it takes a form of an ellipse.
Heimildir – References
Hirshfeld, A. 2000. Parallax – The race to Measure the Cosmos. W. H. Freeman and Company, New York, USA. 314 bls.
Snævarr Guðmundsson 2016. 61 Cygni – Fjarlægð fastastjörnu mæld frá Íslandi. Náttúrufræðingurinn 86. árg. 3-4 hefti. Bls 136-143.
Stjarnan Ross 248 er nándarstjarna og jafnframt breytistjarna, sem höfundur gerði nokkrar mælingar á, árin 2015-2018, til þess að meta hve nákvæmlega má ákvarða fjarlægðir slíkra stjarna með meðalstórum sjónaukum. Smelltu á hnappinn fyrir meira.
The star Ross 248 is a nearby star and a variable, which the author did several measurements of, in 2015-2018, to assess how accurately the distances of such stars can be determined with a medium-sized telescope. Click the button for more.
Stjarnan 61 Cygni, sést með berum augum frá dimmum stað en aðgreinist í vítt tvístirni (61A og 61B) í sjónauka. Fjölmargar mælingar á henni, árin 2013-2015, voru gerðar til að meta sólmiðjuhliðrun og þar af leiðandi fjarlægð. Smelltu á hnappinn fyrir meira.
The star 61 Cygni, is a naked-eye object from a dark site but turns into a wide binary (61A and 61B) in a telescope. Several observations in 2013-2015 were obtained by the author, to measure the parallax and hence its distance. Click the button for more.
Þessi samantekt um fyrstu fjarlægðarákvörðun stjörnu var undirbúin fyrir grein um 61 Cygni sem birtist í Náttúrufræðingnum árið 2016. Rýmið leyfði hins vegar ekki notkun þess. Til að forða samantektinni frá glatkistunni er hún birt hér. Smelltu á hnappinn fyrir meira.
A summary of the first distance estimation of a star was prepared as a complimentary for a paper on 61 Cygni, published in 2016 by the Icelandic science journal ‘Náttúrufræðingurinn’. The limited space excluded its use. To avert being forgotten it is presented here. Click the button for more.
61 Cygni – fjarlægðarákvörðun: Tekið saman 19.09.2021.