Tübingen er gamall háskólabær í Baden-Württemberg héraði í Suður-Þýskalandi, í um 45 km akstursfjarlægð sunnan við miðborg Stuttgart. Íbúar í þessum söguríka bæ eru fleiri en 90 þúsund og tæpur þriðjungur þeirra eru námsmenn. Byggðin nær aftur til 6. eða 7. aldar en Tübingen (mynd 1) kemur fyrst fram í opinberum heimildum árið 1191. Þar er gamall kastali, Hohentübingen, og ná heimildir um hann aftur til ársins 1078.
Tübingen is an old university town in the Baden-Württemberg region in South Germany, a driving distance of 45 km south from Stuttgart city centre. Nearly one-third of the more than 90,000 residents of this historic town are students. Although Tübingen (Figure 1) was first recorded in official documents in 1191, the settlement itself dates to the sixth or seventh century. The historic castle known as “Hohentübingen,” which dates back to 1078, is still remaining.
Mynd/Fig. 1. Götumynd frá Tübingen. Ráðhúsið við markaðstorgið, fyrst byggt 1435 og í áföngum síðar, og framan við er Neptúnusarbrunnurinn. — Street image from Tübingen. The town hall, first constructed in 1435 and later, the market square and the Neptune Fountain in front of it.
Við kastalann er lítil stjörnumælingastöð, nefnd stjörnustöð Bohnenbergers (mynd 2) sem við heimsóttum vorið 2022. Stjörnufræðingar störfuðu í Hohentübingen-kastala öldum saman. Háskólinn í Tübingen var stofnaður árið 1477 og er því á meðal þeirra elstu í Evrópu. Þar störfuðu fræðimennirnir Johannes Stöffler (1452–1531), Johannes Kepler (1571–1630) og Wilhelm Schickard (1592–1635). Í Tübingen myndaðist því sterk hefð fyrir stjörnufræði, stjörnuspeki og mannúðarhyggju.
Next to the castle is a small building, named Bohnenberger’s observatory (Figure 2), we visited in the spriing 2022. Astronomers worked in the Hohentübingen Castle for centuries. The University of Tübingen was founded in 1477 and is therefore among the oldest in Europe. Scholars such as Johannes Stöffler (1452–1531), Johannes Kepler (1571–1630), and Wilhelm Schickard (1592–1635) worked there. A strong tradition of astronomy, astrology, and humanism was thus established in Tübingen.
Mynd/Fig. 2. Stjörnuturn Bohnenbergers í Hohentübingen-kastala vorið 2022. — The Bohnenberger Observatory at the Hohentübingen-castle in the spring of 2022.
Stærðfræðingurinn og eðlisfræðingurinn Georg Wolfgang Krafft (1701–1754) setti upp fyrsta stjörnuturninn á norðausturhorni Hohentübingen-kastala árið 1752 (mynd 2). Athugununarstöðin var tekin niður árið 1955. Árið 1814 var önnur lítil stjörnustöð byggð við kastalann (mynd 3) af Johann Gottlieb Friedrich von Bohnenberger (1765-1831) en hann var þýskur stærðfræðingur og stjörnufræðingur og starfaði við háskólann í Tübingen. Bohnenberger var snjall vísindamaður, og sem m.a. smíðaði og lýsti forvera snúðunnar [gyroscope] , sem gekk undir heitinu vél Bohnenbergers.
The mathematician and physicist Georg Wolfgang Krafft (1701–1754) established the first observatory in the northeast tower of Hohentübingen Castle in 1752 (Figure 2). This facility was removed in the year 1955. In 1814, an observatory was constructed at Hohentübingen Castle (Figure 1) by Johann Gottlieb Friedrich von Bohnenberger(1765–1831), a German mathematician and astronomer at the University of Tübingen. Bohnenberger was a brilliant scientist and, among other achievements, constructed and described a precursor to the gyroscope, known as ‘Bohnenberger’s machine’.
Mynd/Fig. 2. Norðausturturn Hohentübingen-kastala þar sem áður var stjörnuturn og framan við er stjörnustöð Bohnenbergers, vorið 2022. — The northeast tower of Hohentübingen-castle, previously a astronomical observatory, and in front, the Bohnenberger Observatory, in the spring of 2022.
Árið 1806 varð Württemberg konungsríki. Þegar Vilhjálmur I tók við konungsveldinu 1816 fyrirskipaði hann landmælingar og kortlagningu þess en umfangið varð grundvallarforsenda stjórnsýslu og samræmdra skattalaga. Vilhjálmur I fól Bohnenberger að kortleggja landið. Bohnenberger gerði stjörnustöð sína að núllpunkti landmælinganna við að kortleggja konungsríkið. Öll vettvangskort af Württemberg beinast enn í dag að núllpunktinum, stjörnustöð Bohnenbergers.
In 1806, Württemberg became a kingdom. When Wilhelm I became king in 1816, he ordered a survey and mapping of the kingdom, as knowledge of its extent became a fundamental basis for administration and standardised tax laws. Wilhelm I assigned Bohnenberger for the task. Bohnenberger made his observatory the zero point for the survey of the kingdom. To this day, all field maps of Württemberg are orientated toward this zero point, Bohnenberger’s observatory.
Í stjörnustöðina (mynd 4) lét Bohnenberger setja upp eitt nútímalegasta stjarnmælingatæki þess tíma, Reichenbach stjarnmiðunarbauginn, smíðað af Reichenbach & Utzschneider í München nálægt 1812. Með þessu nákvæma mælitæki vildi hann ákvarða hnit himintungla, t.a.m. hreyfingu smástirna, þetta var jú, öld stjarnhnitafræðinnar. Fáir Reichenbach baugar hafa varðveist en eru þó til í París, Mílanó eða Flórens.
In the observatory (Figure 4), Bohnenberger installed one of the most sophisticated astronomical instruments of the time—the Reichenbach repeating circle—manufactured by Reichenbach & Utzschneider in Munich around 1812. With this precise instrument, he aimed to determine the coordinates of celestial bodies and the motion of asteroids; after all, this was the age of astrometry. Few Reichenbach circles have been preserved, but pieces still exist in Paris, Milan, or Florence.
Mynd/Fig. 4. Stjörnuturn Bohnenbergers. Mynd: Sigríður G. Björgvinsdóttir. — The Bohnenberger Observatory, in the spring of 2022. Photo: Sigríður G. Björgvinsdóttir.
Eftir andlát Bohnenbergers árið 1831 féll stjörnustöðin í gleymsku. Í úttekt á tækjabúnaði háskólans í Tübingen árið 2002 uppgötvaðist upprunalega tækið aftur. Þegar 200 ár voru liðin frá upphafi landmælinga á veldi Württemberg var Reichenbach stjarnmiðunarbaugnum skilað. Endurbætur voru gerðar og tækið sett upp að nýju til varðveislu og minnisvarða um landmælingarnar og stjörnuturninn gamla.
After Bohnenberger’s death in 1831, the observatory fell into obscurity. During an inventory of equipment at the University of Tübingen in 2002, the original instrument was rediscovered. When 200 years had passed since the start of the surveying of the Württemberg kingdom, the Reichenbach repeating circle was returned and reinstalled is both a preservation monument of the surveys and the observatory.
Byggt á /Based on: Bohnenberger Observatory.