BX Tri (BX í Þríhyrningi) er snertitvístirni með óvenju hraðan umferðartíma. Birtulota hennar er með þeim stystu sem vitað er að innihalda ekki öngstjörnu. Samkvæmt Orðabók Stjarnvísindafélags Íslands merkir öngstig efnisástand þar sem gríðarleg samþjöppun er til staðar. Dæmi um slíkt eru hvítir dvergar eða nifteindastjörnur. Umferðartími BX Tri er 4t37m en það þýðir að myrkvar (aðalmyrkvi eða millimyrkvi) verða með tveggja tíma og 19 mínútu bili. BX Tri uppgötvaðist í gögnum rannsóknarverkefnis sem er auðkennt NSVS (Northern Sky Variability Survey). Í því var safnað gagna um 14 milljón fyrirbæri af bst. 8—15,5.

BX Tri, positioned at 02 20 50,8 +33 20 47,9 (J 2000.0) is a short period contact eclipsing binary of visual mag. 13.36. Its period is 4h37m and that means an eclipse (primary or secondary) at interval of  two hours and 19 minutes. The nature of BX Tri was discovered in the data sets collected in the Northern Sky Variability Survey (NSVS), which cover information about 14 million objects of magnitude 8-15.5 (Wozniak and others 2004). The star was introduced in a paper by Norton and others (2007) and studied by Dimitrov and Kjurkchieva (2010, 2011).

Staðsetningarkort fyrir BX Tri (Sky 6) – Location map of BX Tri (Sky 6).

Höfundur gerði nokkrar athuganir á henni 2015–2017, og nýttust niðurstöðurnar til að ákvarða birtulotu og birtustöðu (mynd 2). Nánar er gerð grein fyrir mælingunum í samantektum yfir stjörnuathuganir frá Hornafirði árin 2013-2016 og 2016-2017, en kaflann má einnig nálgast hér.

The author of the website made several observation in 2015-2017, to estimate its period and phase (figure 2). The results of the observations were submitted to the B.R.N.O. database of Eclipsing Binaries. These measurements were detailed in two reports, about observations in 2013-2016 and 2016-2017, or can be accessed as a single chapter here.

Mynd/Fig. 2. Birtustöðurit BX Tri, samsett úr mælingunum árin 2015 -2017. Birtustaða (phase) er á langás og birtustig á lóðás. – A phase diagram of BX Tri, based on measurements in 2015 -2017.