Haleakalā stjörnustöðin (mynd 1) er staðsett á 3055 m hárri gosdyngju á eyjunni Maui í Hawaii-eyjaklasanum. Höfundi vefsetursins auðnaðist að heimsækja þessa merku stjörnustöð sumarið 2005 þegar íslenskum framhaldsskólanemum bauðst þátttaka í samfélagskynningu Faulkes sjónaukaverkefnisins og Hawaii-háskóla á “Deep Impact” verkefninu, í vinnustofu ætlaðri grunnnemum þeirra á Hawaii. Tækifærið kom í gegnum samstarf hérlendra stjarnvísindamanna við Hawaii-háskóla. Frásögn af því má nálgast hér en einnig að lokinni þessari grein.
The Haleakalā Observatory (Figure 1) is located on the top of the 3055-meter-high shield volcano, Haleakalā, on the island of Maui in the Hawaiian archipelago. The author of the website had the opportunity to visit this remarkable observatory in the summer of 2005. Then a Icelandic college students were invited to join a public outreach run by the Faulkes Telescope Project and the University of Hawaii on the ‘Deep Impact‘ project, in an workshop intended for undergraduates in Hawaii. This opportunity was an effort by the collaboration of Icelandic astronomers and the University of Hawaii. The trip report can be accessed here or from the end of this article.
Mynd/Fig. 1. Stjörnuturnar Haleakalā stjörnustöðvarinnar sumarið 2005, í dagrenningu með jarðskuggann að baki. — The Haleakalā Observatory domes at dawn in summer 2005, with the Earth shadow in background.
Haleakalā er virk gosdyngja en síðast gaus í henni á milli 1480 og 1600 e.Kr. Á Hawaii mállýsku þýðir Haleakalā “Hús sólarinnar”. Goðsögn segir hálfguðinn Maui hafa fangað sólina og komið fyrir í fjallinu til þess að lengja daginn. Hluti eldfjallsins var gert að þjóðgarði árið 1976 og mörk hans síðan færð út árið 2005. Haleakalā-þjóðgarðurinn er nú nærri 137 km2 að flatarmáli. Honum er skipt í tvo hluta: strandsvæði Kipahulu og toppsvæðið (myndir 2 og 3).
Haleakalā is an active volcano, and its last eruption took place between 1480 and 1600 AD. In the Hawaiian, Haleakalā translates to “House of the Sun.” The local legend says the demigod Maui captured the sun and placed it in the mountain to lengthen the day. In 1976, a portion of the volcano was designated as a national park, and in 2005 its borders were extended. The current size of Haleakalā National Park is close to 137 km². It is separated into two sections: Kipahulu’s coastline area and the peak area (Figures 2 and 3).
Mynd/Fig. 2. Rofdalurinn efst á Haleakalā-fjalli. — The erosional valley is at the top of the Haleakalā volcano.
Mynd/Fig. 3. Gjallgígar og hraunbreiður í rofdalnum á Haleakalā. — Cinder cones and a lava fields in the erosional valley on Haleakalā.
Stjörnuturnarnir eru nálægt hæsta tindinum sem er vestan við gjallgígaröð í rofdal á hinni dormandi eldstöð. Þeir eru í 3050 m hæð yfir sjávarmáli og þar eru aðstæður til stjörnuathugana með því besta sem gerist í heiminum. Nálægt þeim er gestamiðstöð. Mjög vinsælt er að aka hlykkjóttan veginn upp að “Tindbyggingunni” árla morguns til þess að fylgjast með sólarupprásinni (myndir 4a-b og 5a-b) og að því loknu hjóla niður fjallið. Þar er hin merkilega planta Silfursverðið (myndir 6a-b).
The observatories reside close to the highest summit on the dormant volcano. East of it a series of cinder cones, nestle in a erosion valley. The site, located at an elevation of 3050 meters above sea level, provides one of the best astronomical observing location in the world. A visitor centre is next to the facilities. Both locals and visitors appreciate to wake up early to drive the winding road to the Summit building, and watch the sunrise (Figures 4a-b and 5a-b) and later on ride their bikes down the mountain. Near the Summit building resides the remarkable plant the Silversword (Figures 6a-b).
Myndir/Fig. 4a-b. a) Dagrenning á toppi Haleakalā, og b) sól roðar stjörnuturnana. — a) Dawn hits the top of the Haleakalā, and b) the sun shines on the observatories.
Myndir/Fig. 5a-b. a) Í fjarska rísa dyngjurnar Mauna Kea (t.v.) og Mauna Loa yfir skýjabreiður. b) Gestir við gestamiðstöðina. — a) In the distance, the shield volcanoes Mauna Kea (to left) and Mauna Loa rise above the clouds. b) Visitors at the visitor centre.
Myndir/Fig. 6a-b. Silfursverðið (‘ahinahina) er merkileg planta sem finnst aðeins á Haleakalā og Mauna Kea fjalli á Hawaii-eyjum. Plantan sem einstaklingur lifir í marga áratugi en blómgast aðeins einu sinni. Þá breiðir hún úr sér með blómum og fræjum en deyr síðan. — The Silversword (‘ahinahina) is a remarkable plant found only on Haleakalā and Mauna Kea in the Hawaiian Islands. An individual plant lives for several decades but blooms only once in its livetime. When that happens it spreads out with flowers and seeds, and after that dies.
Haleakalā stjörnustöðin (HO) er ekki hluti af þjóðgarðinum, né eru stjörnuturnarnir opnir almenningi. Stöðin var stofnuð árið 1961 og er rekin af háskólanum í Hawaii fyrir rannsóknir og geimeftirlit. Þar eru fjöldi sjónauka sem stofnunin eða samstarfsstofnanir reka. Þar á meðal eru sólarsjónaukar, Pan-STARRS og Nyrðri Faulkes-sjónaukinn (myndir 3a-b). Frekari upplýsingar um aðstöðuna og þessa stjörnusjónauka eru hér.
The Haleakalā Observatory (HO) is not part of the national park, nor accessible to the general public. The University of Hawaii runs the facility which was founded in 1961 and is used for space monitoring and research initiatives. A solar telescopes, the Pan-STARRS, and the Northern Faulkes Telescope (figures 3a-b), are among the telescopes operated by the HO and affiliated institutes. More information about the facilities and its observatory is available here.
Hlekkurinn hér fyrir neðan vísar á stutta lýsingu á Faulkes-sjónaukanum og frásögn af fyrrgreindri vinnustofu Deep Impact, árið 2005.
The link below takes you to a brief overview of the Faulkes telescope and a trip report of the Deep Impact workshop in 2005.
Tilvitnun í grein:
Snævarr Guðmundsson 2024. Haleakalā stjörnustöðin. Rafræn grein. Vefslóð: https://natturumyndir.is/.