Stjörnur í K flokki eru á bilinu 0,6-0,8 sólarmassi og þær dvelja >20 milljarða ára á meginröðinni. Nokkrar stjörnur í þessum flokki sjást með berum augum, af þeim má nefna Aldebaran í Nautinu, Arcturus í Hjarðmanni, Hamal í Hrútnum og Pollux í Tvíburum. Stjörnur í K flokki eru gul-rauðar og í þeim ríkja línur málma. Yfirborðshiti 3500-5000 K°. Hér neðar á síðunni er litróf stjörnu í þessum flokki.
K-type stars are of 0.6-0.8 solar mass and stay >20 billion years as main sequence stars. Amongst naked-eye examples are Aldebaran in Taurus, Arcturus in Boötes, Hamal in Aries, and Pollux in Gemini. K-type stars are yellow-red with lines of metals. The surface temperature of 3500-5000 K°. Below is the spectrum of a K-type star.
Based on Walker (2017).
Aldebaran - α Tauri
Aldebaran (α Tau, bst. 0,86, fjarlægð 43 ljósár) í Nautinu hefur þróast af meginröð yfir í rauða risastjörnu (Red Giant Branch [RGB]). Hún er jafnframt breytistjarna af LB gerð en það eru risastjörnur af flokki K, M, C og S sem hafa hægar, óreglulegar birtusveiflur. Yfirborðshiti Aldebarans er 3910 K, hún er 1,16 sólarmassar en 518 falt bjartari. Litrófsflokkur K5+ III.
Aldebaran (α Tau) er vinstra megin við miðju (Stellarium). — Aldebaran (α Tau) is left of center (Stellarium).
Á mynd 2 er litróf Aldebarans, sem var myndað þann 20. október 2018, fellt við staðallitróf K5 III stjörnu. Breiðlögun litrófssamfellunnar er áþekk en skerpan ekki í sömu gæðum og staðalrófið. Ofan við 6300 Å er toppur í samfellunni og þar verða gleypnilínur óljósar. Þó helst vetnis-alfa línan. Balmers-línur eru grunnar en málmar meira áberandi. Það má greina jónað kalsíum (Ca II) og járn (Fe II) auk títans (Ti I). Magnesíum (Mg I) þrenningin og natríum (Na I) sjást einnig. Títanoxíð (TiO) birtist við 7210 en þar er orðin nokkur bjögun í samfellunni.
Mynd/Fig. 2. Aldebaran (α Tau) er flokkuð K5 III stjarna. — Aldebaran (α Tau) is classified as a K5 III star. The Balmer lines are weak but a few lines of neutral metals are becoming more prominent.