Árið 2012 var skýrt frá fundi fjarreikistjörnu við SAO 43097 í Litlaljóni. Fjarreikistjarnan var sú þriðja sem uppgötvaðist í verkefni sem er nefnt Kilodegree Extremely Little Telescope (KELT). Markmiðið er leit að fjarreikistjörnum við stjörnur með sýndarbirtustig 8—10. Mæligögnin sem reikistjarnan fannst í var aflað árið 2006. Þar er stjarnan SAO 43097 auðkennd KELT-3 og fjarreikistjarnan KELT-3 b. Sú er heitur Júpíterrisi, talin 1,4 Júpítermassar, með umferðartíma 2,7 daga. SAO 43097 er rúmar fimm gráður vestsuðvestan við Tania Australis (μ Ursae Majoris) í Stórabirni. Hún er í 178 ljósára fjarlægð frá sól. Stjarnan sjálf er 1,3 sólarmassar og með yfirborðshita 6300 K°. Geisli (radíus) stjörnunnar er tæpir 1,5 miðað við sól. Sex greinar höfðu verið birtar um KELT-3 b sumarið 2021.

Staðsetningarkort fyrir KELT-3 b (Stellarium) – Location map of KELT-3 b (Stellarium).

Höfundur fylgdist með þvergöngu KELT-3 b þann 26.—27. febrúar 2014. Aðstæður til gagnaöflunar voru ágætar en eitthvað var um norðurljós á meðan tökum stóð. Mynd 2a sýnir atburðarásina (punktar) borna saman við líkan (lína) spáðrar þvergöngu. Mynd 2b sýnir skinhlutfall, þ. e. hve mikið fjarreikistjarnan skyggir á móðurstjörnuna í þvergöngu, samkvæmt mælingunni. Myndin var fengin á vefsvæði TRESCA og aðlöguð að þessari síðu.

Mynd/Fig. 2a. Þverganga 26.-27. febrúar 2014.- Based on TRESCA database.

Mynd/Fig. 2b. Skinhlutfall.- Geometry. Based on TRESCA database.

Niðurstöður reyndust innihalda talsvert suð en mæligildi fylgja spálíkani með um ±0.01 bst óvissu. Þetta er ein daufasta þverganga sem höfundur hefur fylgst með, en þegar reikistjarnan gengur í skin móðurstjörnunnar deyfist hún 0,0098 birtustig. Nánari upplýsingar um mælinguna er í samantekt um stjörnuathuganir áranna 2013-2016 en má einnig nálgast hér.

Observation of the transiting KELT-3 b was implimented from Nes Observatory on February 26-27, 2014. More details of this observation are in Icelandic, only.

KELT-3 b á vefsvæði TRESCA, Exoplanet Transit Database (ETD).

KELT-3 b at TRESCA website, Exoplanet Transit Database (ETD).

KELT-3 b á vefsvæði “The Extrasolar Planets Encyclopaedia” (EPE).

KELT-3 b at the Extrasolar Planets Encyclopaedia (EPE).

Sjónrænar þrívíðar upplýsingar um KELT-3 b á vefsvæði NASA, Exoplanet Exploration.

Visual 3D information about KELT-3 b at NASA website, Exoplanet Exploration.