Stjörnur í M flokki eru á bilinu 0,08-0,5 sólarmassi og þær munu dvelja >100 milljarða ára á meginröðinni. Engin stjarna sem uppfyllir þessi ákvæði sést með berum augum, þó að flestar stjörnur í nágrenni sólar séu í þessum flokki. Undir flokkinn falla þó einnig rauðir risar og af þeim sem sjást berum augum eru Betelgeuse í Oríon, Mirach í Andrómedu og Scheat í Kassíópeiu. Stjörnur í M flokki eru rauðar og í þeim ríkja línur títanoxíðs (TiO). Yfirborðshiti <3500 K°. Hér neðar á síðunni er litróf nokkurra stjarna í þessum flokki.

M-type stars are of  0.08-0.5 solar mass and these will remain for >100 billion years as main sequence stars. No star that fulfills this clause is a naked-eye object, despite most of the stars in the solar neighborhood being classified as such. However red giants are categorized as M-type stars and  Betelgeuse in Orion, Mirach in Andrómedu, and Scheat in Cassiopeia are such examples. M-type stars are red, dominantly with lines of titan-oxide (TiO). Surface temperature  <3500 K°. Below is the spectrum of a few M-type stars.

Based on Walker (2017).

Mirach - β Andromedae

Mirach (β And, bst. 2,05, fjarlægð 200 ljósár) í Andrómedu er hálfregluleg breytistjarna með birtusveiflu 2,01-2,10 bst. og er skilgreind sem rauður risi. Stjarnan er 3-4 sólarmassar, með um 92 faldan geisla sólar og 1470 falt bjartari en sólin. Yfirborðshiti er 3705 K, og litrófsflokkur er M0 IIIa.

Mirach (β And) er nærri miðri mynd (Stellarium). — Mirach (β And) is near center of image (Stellarium).

Á mynd 2 er litróf Mirach, sem var myndað 1. nóvember 2018, fellt að staðalrófi M0 III stjörnu. Breiðlögun samfellunnar fylgir staðalrófinu að 6500 Å, og þar er hún hæst, en tapar hratt styrk eftir það. Staðalrófið er hæst í >7600 Å. Skýringin er sennilega hin lága skammtanýtni myndflögunnar í nær-innrauða sviðinu. Lögun samfellunnar skýrist af lágum yfirborðshita stjörnunnar. Balmers-línurnar eru horfnar og línur títanoxíðs (TiO) farnar að vera ráðandi. Einnig greinist lína kalsíumhýdríðs (CaH) en sú sameind er algeng í M stjörnum með kalt ljóshvolf þar sem vetni og kalsíum fyrirfinnst.

Mynd/Fig. 2. Mirach (b And) er flokkuð sem M0 III stjarna. — Mirach (b And) is classified as a M0 III star. TiO absorption bands are dominating the spectrum.

Scheat - β Pegasi

Scheat (β Peg, bst. 2,42, fjarlægð 200 ljósár) í Vængfáknum er rauð risastjarna sem er 313 falt bjartari en sólin, hefur 2,1 sólarmassa, 95 faldan geisla sólar og yfirborðshita ~3580 K. Þegar ljóshvolfið er svo kalt geta myndast TiO sameindir. Scheat er hálfregluleg breytistjarna með birtusveiflu 2,31 til 2,74. Hún er í litrófsflokki M2,5 II-III .

Scheat (β Peg) er vinstra megin við miðju (Stellarium). — Scheat (β Peg) is left of center (Stellarium).

Á mynd 2 má sjá að litasamfellan er hæst við ~7000 Å. Þar sem næmi myndflögunnar er orðin veik í innrauðu þá næst ekki hámark geislunar. Samkvæmt lögmáli Wiens ætti það að vera nærri 7900 Å, miðað við uppgefinn yfirborðshita (Takashi 2006). Gleypni er afar mikil og eru einungis TiO línur í litrófi stjörnunnar sýndar. Walker (2012) segir þessar línur megineinkenni M stjarna og að gleypnin sé slík að hún yfirgnæfi þúsundir lína annarra frumefna, sem annars væru sjáanlegar.

Mynd/Fig. 2. Scheat (b Peg) er flokkuð sem M2,5 II-III. — Scheat b Peg) is classified as a M2.5 II-III star. The TiO absorption band dominates the spectrum.