NGC 7790 er lausþyrping ~2,5° norðvestan við Caph (β Cas) í Kassíópeiu (mynd 1). Þyrpingin er þýðingarmikil vegna þriggja sefíta innan marka hennar, en slíkar stjörnur gera kleift að ákvarða fjarlægðir, út frá sambandi sýndarbirtu og reyndarbirtu. Þær eru CEa og CEb Cas, sem mynda tvístirni með 2,6” hornbil. Sá þriðji er CF Cas. Í gagnasafni VSX eru einnig skráðar breytistjörnurnar NSV 14781, NSV 26181 og QX Cas en sú er myrkvatvístirni af EA gerð. Í grenndinni eru einnig nokkrar grunaðar breytistjörnur og eru þær merktar Var 13-18 á mynd 2.
Mynd/Fig. 1. Á kortinu, sem var unnið í forritinu The Sky6, sést staðsetning NGC 7790. — On the map (prepared with The Sky6) the position of NGC 7790 is marked.
Á árunum 2014-2017 voru gerðar fjölmargar athuganir á þyrpingunni og var meðal annars sagt frá mælingum á tveim breytistjörnum, NSV 14781 og CF Cas, fyrir nokkru í yfirlitsskýrslu um stjörnuathuganir. Að baki athyglinni eru nokkrar ástæður: 1) Vissar stjörnur eru skilgreindar staðalstjörnur og nýtast þá til þess að umbreyta birtustigsgildum frá mismunandi mælitækjum þannig að þau verða samanburðarhæf. 2) Nokkrar breytistjörnur eru í þyrpingunni og aðrar grunaðar eru í grennd. 3) Áhugavert er að skoða feril sefítans CF Cas og reyna að áætla fjarlægð stjörnunnar, og 4) afla gagna til þess að máta stjörnur þyrpingarinnar við meginröð á H-R línuriti og reyna að áætla fjarlægð þyrpingarinnar.
Mynd/Fig. 2. NGC 7790, ásamt þekktum breytistjörnum og grunuðum (rauðir krossar), sem fylgst var með árin 2014-2017, ásamt viðmiðsstjörnum (grænir krossar) sbr AAVSO (2019b). Þyrpingin NGC 7788 sést einnig á myndinni, sem var tekin með 40 cm f/10 sjónauka búnum f/6,3 brennivíddarstytti og SBIG STL11kM myndflögu-vél. — The field of the open cluster NGC 7790, with known variable stars, suspected variables (red crosses) and comparison stars (green crosses) recommended by AAVSO (2019b). To the top right is NGC 7788. The image was taken with a 40 cm SCT f/10 ACF, f /6.3 focal reducer and SBIG STL 11kM camera.
Ágætar niðurstöður fengust um þessa fjarlægu þyrpingu og sefítann CF Cas, myrkvastjörnuna QX Cas auk nokkurra breytistjarna. Auk þess var þyrpingin mátuð við meginröð. 67 stjörnur voru felldar á jafnaldurslínu á meginröð (mynd 3) og fjarlægðarstuðullinn ákvarðaður. Samkvæmt WEBDA er NGC 7790 í 2944 parseka fjarlægð (9600 ljósár). Niðurstöður Majaess o.fl. (2013) staðsetja þyrpinguna hins vegar í 3400 parseka fjarlægð (rúml. 11 þúsund ljósár). Niðurstaðan í þessu verkefni varð sú að fjarlægð CF Cas sé 3457 parsek (11300 ljósár) en meginraðarmátun gefur fjarlægð þyrpingarinnar 2864 parsek eða tæp 9340 ljósár.
Ýtarlegri greinargerð um mælingarnar er í samantekt á stjörnuathugunum árin 2017-2018, en kaflann má nálgast hér.
Mynd/fig. 3. Meginraðarmátun, stillt eftir fjarlægðarstuðli sem fékkst fyrir þyrpinguna á vefsíðu WEBDA (2021). Hringir eru utan um sefítana CF Cas og CE Cas. Sólin er sett inn til samanburðar á birtu og hita. — Main sequence fitting, using the accepted distance modulus by WEBDA (2021) website. The Cepheids CE Cas and CF Cas are marked with circles. The sun is plotted for comparison of brightness and temperature.
Several observations of the galactic cluster NGC 7790 in Cassiopeia were obtained in 2014-2017. The aim was 1) photometrical measurements of standard stars in B and V bands for transformation coefficients, recommended by AAVSO, 2) exploring several known and suspected variable stars in the cluster‘s field, 3) achieving first-hand period determination of the cepheid CF Cas, to do distance estimation and 4) examine the main sequence fitting of the cluster members. The results of this work included the determination of variability of the well-known CF Cas, QX Cas, and NSV 14781. Separation and position angle (PA) of the tight CEa and CEb pair was also measured. Few stars in the vicinity of the cluster showed a hint of variability, up to 0.1 magnitudes. The period of CF Cas was confirmed and by using WEBDA distance modulus and a reddening of 0.55 the distance was estimated at 3457 parsecs (11300 ly). Main sequence fitting confirms that all the 67 stars used are very luminous late B and A main sequence or giants. Distance estimation indicates a cluster distance (D) of ~ 9340 ly.