Í O flokki eru massamestu, heitustu  og skammlífustu stjörnurnar í alheiminum. Massi þeirra er á bilinu 20-60 sólarmassar og þær staldra við í ~1-10 milljón ár á meginröð. Þær ljúka skammvinnu æviskeiði sem sprengistjörnur. O stjörnur eru afar sjaldgæfar þegar borið er saman við fjölda stjarna í öðrum flokkum en örfáar eru sjáanlegar með berum augum, t.a.m. Alnitak og Mintaka í Oríon og Menkib í Perseusi. Stjörnur sem í O flokki eru með ákveðna bláa/UV samfellu, ásamt línum helíns (He II) og vetnis. Þær eru afar bjartar og er yfirborðshiti meira en 25000 K°. Hér neðar á síðunni er litróf stjörnu í þessum flokki.

O-type stars are the most massive, hottest, and short-lived stars of the universe. The mass range between 20-60 solar masses and last ~1-10 million years as a main sequence of stars. These end their life span as exploding Supernovae. Stars in this category are very rare if compared to the quantity in other categories. However, few are naked-eye objects, like Alnitak and Mintaka in Orion and Menkib in Perseus. O-type stars have a definite blue/UV continuum, with absorption lines of helium (He II) and hydrogen (H). These stars are very bright with surface temperatures above 25000 K°. Below is a spectrum of a star in this category.

Based on Walker (2017).

Menkib - ξ Persei

Menkib (ξ Persei, bst. 4,04, fjarlægð ~1200 ljósár) í Perseusi tilheyrir OB stjörnufélagi í grennd við ljómþokuna NGC 1499 (Kaliforníuþokan, mynd 1). Reyndar er stjarnan völd að því að þokan ljómar. Menkib er blár risi, talin ~30 sólarmassar og 12 700 falt bjartari en sólin. Litrófsflokkur er 07,5 III. Yfirborðshiti stjörnunnar er ~35 000 K. Á milli okkar og Menkib er ryk og gas sem veldur miðgeimsgleypni í ljósi stjörnunnar.

 Ljómþokan NGC 1499 og  stjarnan Menkib. – The emission nebula NGC 1499 and the star Menkib.

Á mynd 2 er litróf stjörnunnar, sem var myndað 18. nóvember 2018, borið saman við staðalróf (blá lína) O8 III stjörnu (gagnagrunnurinn sem fylgir forritinu inniheldur ekki alla undirflokka) en breiðlögun samfellunnar frá 3750-7000 Å hefur áþekkan styrk og samsvörun gleypnilína. Hins vegar snarhækkar staðallitrófið í UV sviðinu, en mælda litrófið (rauða línan) takmarkast í ~3700 Å. Svonefndar Balmers-línur (vetnislínur) eru þó ekki áberandi og renna við línur helíums. Bjögun ofan við 7000 Å stafar af gleypni lofthjúps jarðar og lágri skammtanýtni myndflögu í IR-sviðinu.

Walker (2012) segir litróf O stjarna einkennast af fremur grunnum ísogslínum jónaðra frumefna. Vegna hins mikla hita sjást línur helíums (He I) og í jónuðu ástandi (He II). Í litrófi Menkib koma fram línur sem stafa af því að gas og ryk sem liggur í sjónlínu milli okkar og stjörnunnar gleypir ljósið frá stjörnunni. Fjórar þeirra eru merktar DIB (Diffuse Interstellar Bands) við 4430, 5760 og 5797 Å, en þær eru grunnar.

Mynd 2. Menkib (ξ Persei) er flokkuð O7,5 III. — Menkib (ξ Persei) is a blue giant, classified O7.5 III. The Balmer hydrogen lines are weak and coincide with selected lines of helium. Four of several DIB lines (Diffuse Interstellar Bands) are marked; these are traces of dust and gas in the interstellar medium.