Qatar fjarreikistjörnu-leitarverkefnið (Qatar Exoplanet Survey) var sett upp í Nýju-Mexíko til þess að leita að fjarreikistjörnum í þvergöngu. Til þess er notast við 135-400 mm aðdráttarlinsur sem taka yfir 121 fergráðu svæði í senn. Árið 2017 voru þrjár fjarreikistjörnur kynntar sem höfðu fundist í gegnum þetta leitarverkefni. Þær eru í flokki heitra Júpítersrisa og þ. á m. er Qatar 5 b. Sú fannst í mæligögnum sem var aflað árin 2012-2014. Stikar sem Alsubai o.fl. (2017) gefa upp og kynntir á vefsíðu Exoplanet.eu eru: Móðurstjarnan er 1,1 sólarmassi (litflokkur G2V) og er yfirborðshiti >5700 K. Reikistjarnan er metin vera 4,32 ±0,18 Júpítermassi og umferðartími 2,8792319 dagur.

The Qatar Exoplanet Survey was established in New Mexico to search for transiting exoplanets. For this task, a system of 135–400 mm telephoto lenses covers an area of 121 square degrees. In 2017, the Qatar search mission announced the discovery of three exoplanets, all categorised as hot Jupiter’s. The Qatar-5 b is among them. This planet was found in the Qatar Search Mission data obtained in 2012–2014. The main parameters from Alsubai et al. (2017) and provided at the Exoplanet.eu website are: the distance is unknown, the parent star mass is 1.1 solar masses (colour index G2V), the surface temperature is >5700 K, the planet mass is 4.32 Jupiter masses, and the orbital period is 2.8792319 days.

Staðsetningarkort fyrir Qatar-5 b (Stellarium) – Location map of Qatar-5 b (Stellarium).

Höfundur fylgdist með þvergöngu Qatar-5 b þann 19. nóvember 2018. Meðan á þvergöngunni stóð varð háskýjað og að lokum alskýjað. Mynd 2a sýnir atburðarásina (punktar) borna saman við líkan (lína) spáðrar þvergöngu. Mynd 2b sýnir skinhlutfall, þ. e. hve mikið fjarreikistjarnan skyggir á móðurstjörnuna í þvergöngu, samkvæmt mælingunni.

Mynd/Fig. 2a. Þverganga 19. nóvember 2018.- Based on TRESCA database.

Mynd/Fig. 2b. Skinhlutfall.- Based on TRESCA database.

Niðurstöður með reiknitóli TRESCA, yfir ljósdeyfingu, lengd þvergöngu og O–C rit lágu ekki nærri viðurkenndum gildum. Mælingarnar eru líklegast undir áhrifum af háskýjaslæðum. Þær draga upp reikistjörnu með ~7% stærri geisla og 4% meiri brautarhalla en viðurkennt gildi. Nánari upplýsingar um mælinguna er í samantekt um stjörnuathuganir áranna 2017-2018 en kaflann má einnig nálgast hér.

Observation of the transiting Qatar-5 b was implemented from the Nes Observatory on November 19, 2018. More details of this observation are mostly in Icelandic, with a brief introduction in English.

Qatar-5 b á vefsvæði TRESCA, Exoplanet Transit Database (ETD).

Qatar-5 b at TRESCA website, Exoplanet Transit Database (ETD).

Qatar-5 b á vefsvæði “The Extrasolar Planets Encyclopaedia” (EPE).

Qatar-5 b at the Extrasolar Planets Encyclopaedia (EPE).

Sjónrænar þrívíðar upplýsingar um Qatar-5 b á vefsvæði NASA, Exoplanet Exploration.

Visual  3D information about Qatar-5 b at NASA website, Exoplanet Exploration.