Sunnan í rótum Dévoluy fjalla, í Dauphine-ölpunum vestan við borgina Gap í Haute Alpes héraði í Frakklandi, hafa stjörnuáhugamenn komið sér upp athyglisverðu athvarfi þaðan sem þeir sinna stjörnuathugunum sínum. Reiturinn sem er nefndur Graut Corréo er í 1200 m hæð y.s., undir Charancetindi (Pic de Charance), í landi sveitarfélagsins La Roche de Arnauds (mynd 1). Fleiri stjörnustöðvar eru staðsettar á þessu svæði; á fjallinu Pic de Bure eru hálfmillimetra útvarpssjónaukarnir (Northern Extended Millimeter Array) og í um 40 km akstursfjarlægð Baronné stjörnustöðin sem sagt er frá hér á þessu vefsetri.
In the foothills south of the Dévoluy Mountains, in the Dauphine Alps, west of the city of Gap, in the Haute Alpes region of France, amateur astronomers have established an interesting site from which they do their observations. The site, Graut Corréo, is located at an altitude of 1200 m a.s.l., below the Pic de Charance, in the commune of La Roche de Arnauds (Fig. 1). Few other observatories are located in the area; the Pic de Bure observatory with the Northern Extended Millimeter Array and about 40 km driving distance is the Observatoire des Baronnies Provençales, which is mentioned here on this website.

Mynd/Fig. 1. Staðsetning þriggja stjörnustöðva í Haute Alpes héraði í Frakklandi. — The location of three observatories in Haute Alpes Department in Southeast France.
Félagsskapurinn sem annast reitinn kallar sig Kópernikusarsamtökin 05, eftir Nikulási Kópernikus (1473-1543) sem er stundum sagður vera faðir stjarnvísindanna. Nikulás var fjölfræðingur og lifði á á tímum þegar menn héldu því fram að jörðin væri í miðju alheimsins. Skömmu fyrir andlát sitt kom út bók hans, De revolutionibus orbium coelestium (On the Revolutions of the Celestial Spheres), þar sem hann staðsetti sólina í miðju og aðrir hnettir snérust umhverfis hana.
The society that runs the field is called the Association Copernicus 05, after Nicolaus Copernicus (1473-1543), who is sometimes referred to as the father of astronomy. Nicolaus was a polymath who lived at a time when people believed that the Earth was at the center of the universe. Shortly before his death, his book, De revolutionibus orbium coelestium (On the Revolutions of the Celestial Spheres), was published, in which he placed the Sun at the center and other planets revolving around it.
“Ég get auðveldlega ímyndað mér, heilagi faðir, að um leið og sumir læra að í þessari bók sem ég hef skrifað um snúninga himintunglanna eigna ég jörðinni ákveðnar hreyfingar, þá muni þeir þegar í stað hrópa að ég og kenning mín verði hafnað.” sagði Kópernikus.
“I can easily conceive, most Holy Father, that as soon as some people learn that in this book which I have written concerning the revolutions of the heavenly bodies, I ascribe certain motions to the Earth, they will cry out at once that I and my theory should be rejected.” Copernicus said.



Mynd/Fig. 3. Móttökuhús Kópernikusar-samtakanna. — The reception building of the Copernicus Association
Mynd/Fig. 4. Stjörnuskoðunargarðurinn Graut Corréo. — The Graut Corréo Observation site.
Kópernikusarsamtökin voru stofnuð árið 1985 og hefur markmið þeirra frá upphafi verið að fræða stjörnuáhugamenn, leiðbeina og kynna stjarnvísindi fyrir almenningi þá sérstaklega ungu fólki. Á vefsetri þess segjast samtökin kynna meðlimum grunnatriði stjörnufræðinnar, stjörnuskoðun, ljósmyndun og litrófsgreiningu. Félagsfundir eru mánaðarlega og þá halda félagar eða einhver á vegum þeirra erindi tengd stjörnufræði. Kópernikusarsamtökin hafa einnig gefið út kynningarefni fyrir stjörnuskoðara. Nú eru 80 meðlimir í félaginu.
The Copernicus Association was founded in 1985. Its goal from the beginning has been to train amateur astronomers and popularize astronomy, especially among young people. Based on its website, the society members introduce the basics of astronomy to new members and the public, provide the place and telescopes for observers, and instruct astrophotographers and spectroscopists. Meetings are held monthly, and then members or a guest speaker give talks related to astronomy. The Copernicus Association has published introductory material about the basics of astronomical knowledge. There are currently 80 members in the society.
Samtökin hafa fjölmarga sjónauka til umráða. Sumir þeirra eru festir varanlega en aðrir eru færanlegir. Þvermál safnspegla er á bilinu 30 til 76 cm. Til stendur að setja upp sjónaukabúnað sem verður aðgengilegur fyrir hreyfihamlaða. Auk þess eiga samtökin færanlegt reikistjörnuver sem notað er að degi til eða þegar veðrið leyfir ekki stjörnuathuganir.
The association has several telescopes at its disposal. Some are permanently mounted, while others are portable. The diameter of the mirrors ranges from 30 to 76 cm. There are plans to install telescope equipment that will be accessible to the physically challenged. Additionally, the organization has a mobile planetarium that can be used during the day or when the weather does not permit astronomical observations.

Mynd/Fig. 5. Í einu hýsanna er 40 cm Newtonian sjónauki. — In one of the cabins, that houses a 40 cm Newtonian telescope.

Mynd/Fig. 6. Unnið var að viðhaldi á 52 cm Newtonian stjörnusjónaukinum þegar okkur bar að garði. — Maintenance was being carried out on the 52 cm Newtonian telescope when we arrived.
Við heimsóttum Graut Corréo 12. apríl 2025, eiginlega fyrir tilviljun, þegar við sáum einn félagsmanna Kópernikusarsamtakanna sinna viðhaldi á 52 cm sjónaukanum. Hann var svo vinsamlegur að sýna okkur stærstu sjónaukana á staðnum.
We visited Graut Corréo on April 12, 2025, almost by chance, when we saw a member of the Copernicus Association was performing maintenance on the 52 cm telescope. He was friendly enough to show us the largest telescopes at the site.
Byggt á/Based on: Association Copernicus 05.
Tilvitnun í grein:
Snævarr Guðmundsson 2025. Stjörnuskoðunargarðurinn við Graut Corréo. Rafræn grein. Vefslóð: https://natturumyndir.is/.