W UMa er norðvestan frá fí í Stórabirni (φ Ursae Majoris, SAO 27364). Stjarnan er frumgerð W UMa myrkvastjarna en hún var fyrst slíkra snertitvístirna sem uppgötvuðust. Þær eru nú flokkaðar sem EW snertitvístirni. Það voru þýsku stjörnufræðingarnir Müller (1851–1925) og Kempf (1856–1920) sem uppgötvuðu hana í upphafi 20. aldar. Móðurstjörnunni (A) svipar til sólar (1,19 Mʘ og Rʘ 1,084) en fylgistjarnan (B) er minni (0,57 Mʘ og Rʘ 0,775). Heimildir um stjörnuna eru í Simbad gagnagrunninum (W UMA) og spátímar á myrkvum í gagnasafni VSX (W UMa).
W UMa is positioned at 09 43 45.5 +55 57 09.1 (J 2000.0) northwest of φ Ursae Majoris. It is identified as SAO 27364. This is the prototype of W UMa eclipsing binaries, now classified as EW contact binaries. It was discovered by the German astronomers Müller (1851–1925) and Kempf (1856–1920) in the early 20th century (Müller & Kempf, 1903). According to Bilir o. fl. (2005), the primary star (A) is identical to the Sun (1.19 Mʘ and Rʘ 1.084), but the secondary (B) is smaller (0.57 Mʘ and Rʘ 0.775). References for this star are provided at the Simbad database (W UMA), and eclipse predictions at the VSX database (W UMa).
Staðsetningarkort fyrir W UMa (Stellarium) – Location map of W UMa (Stellarium)
W UMa var fyrsta myrkvastjarnan sem höfundur gerði endurtekið mælingar á, til þess að draga fram mynd af birtulotunni. Mælingarnar voru gerðar frá Hafnarfirði, með 30 cm Meade LX 200 f/10 Schmidt-Cassegrain spegil-/linsusjónauka og Optec SSP-3 ljósmæli, í janúar og febrúar 2009. Niðurstöður fengust um fjóra myrkva en einn þeirra var aðalmyrkvi. Nánari upplýsingar um mælinguna er í samantekt um stjörnuathuganir áranna 2016-2017 en má einnig nálgast hér.
W UMa is the first eclipsing binary star on which the author of this website performed repeated measurements to obtain an overview of the period. Detailed information on those measurements is reported HERE (Icelandic only, sorry). These measurements were obtained with a 12″ Meade LX 200 f/10 Schmidt-Cassegrain telescope and an Optec SSP-3 photometer in January and February 2009.
Mynd/Fig. 2. Birtustöðurit W UMa, samsett úr mælingunum í janúar og febrúar 2009. Birtustaða (phase) er á langás og birtustig á lóðás. – A phase diagram of W UMa, based on author’s measurements in January and February 2009.