WASP-1 b er á braut um stjörnuna GSC 2265:107 sem er tæpar 4° norðaustan við Alpheratz (21 And) í Andrómedu. Hún fannst í leitarverkefni sem er nefnt SuperWASP, í mælingum frá La Palma, árið 2004. Massi móðurstjörnunnar er 1,24 massi sólar og geisli (radíus) tæplega 1,4 sólar. Reikistjarnan er 0,86 Júpítermassi og geisli tæplega 1,5 faldur Júpíters. Hún flokkast til heitra Júpítersrisa og vegna nálægðar móðurstjörnu er lofthjúpurinn útþaninn. Fjarlægð til hennar er óviss. Vefsíðan EPE sýnir fleiri stika fyrir WASP-1 b, m.a. að umferðartími er 2,5199464 dagar. Þvergangan stendur yfir í 3t46m.