WASP-1 b er á braut um stjörnuna GSC 2265:107 sem er tæpar 4° norðaustan við Alpheratz (21 And) í Andrómedu. Hún fannst í leitarverkefni sem er nefnt SuperWASP, í mælingum frá La Palma, árið 2004. Massi móðurstjörnunnar er 1,24 massi sólar og geisli (radíus) tæplega 1,4 sólar. Reikistjarnan er 0,86 Júpítermassi og geisli tæplega 1,5 faldur Júpíters. Hún flokkast til heitra Júpítersrisa og vegna nálægðar móðurstjörnu er lofthjúpurinn útþaninn. Fjarlægð til hennar er óviss. Vefsíðan EPE sýnir fleiri stika fyrir WASP-1 b, m.a. að umferðartími er 2,5199464 dagar. Þvergangan stendur yfir í 3t46m.

Staðsetningarkort fyrir WASP-1b (Stellarium) – Location map of WASP-1b (Stellarium)

Höfundur fylgdist með þvergöngu WASP-1 b þann 17. nóvember 2017. Aðstæður til gagnaöflunar voru ágætar en talsverð norðurljós. Mynd 2a sýnir atburðarásina (punktar) borna saman við líkan (lína) spáðrar þvergöngu. Mynd 2b sýnir skinhlutfall, þ. e. hve mikið fjarreikistjarnan skyggir á móðurstjörnuna í þvergöngu, samkvæmt mælingunni. Með reiknitóli TRESCA draga niðurstöðurnar upp reikistjörnu með ~10% stærri geisla og 90° brautarhalla. Myndin var fengin á vefsvæði TRESCA og aðlöguð að þessari síðu.

Mynd/Fig. 2a. Þverganga 17. nóvember 2017.- Based on TRESCA database.

Mynd/Fig. 2b. Skinhlutfall.- Based on TRESCA database.

Niðurstöður eru viðunandi og mæligildi fylgja spálíkani með um ±0.005 bst óvissu. Nánari upplýsingar um mælinguna er í samantekt um stjörnuathuganir áranna 2016-2017 en má einnig nálgast hér.

Observation of the transiting WASP-1b was implemented from Nes Observatory on November 21, 2017. More details of this observation are in Icelandic, only.

WASP-1 b á vefsvæði TRESCA, Exoplanet Transit Database (ETD).

WASP-1 b at TRESCA website, Exoplanet Transit Database (ETD).

WASP-1 b á vefsvæði “The Extrasolar Planets Encyclopaedia” (EPE).

WASP-1 b at the Extrasolar Planets Encyclopaedia (EPE).

Sjónrænar þrívíðar upplýsingar um WASP-1 b á vefsvæði NASA, Exoplanet Exploration.

Visual  3D information about WASP-1 b at NASA website, Exoplanet Exploration.