WASP-92 b er á braut um GSC 3498:1493 (WASP-92), sem er rúmar 2° norðnorðvestan við SAO 46128 í Herkúles. Fjarreikistjarnan uppgötvaðist í mæligögnum nyrðri WASP sjónaukanna sem var aflað á árunum 2007-2010. Fjarreikistjarnan er heitur Júpíterrisi. Helstu stikar um WASP-92 b sem eru kynntir á vefsíðu Exoplanet.eu (sótt í frumheimildir) eru: fjarlægð er talin 530,8 ±90 parsek (1727 ljósár), móðurstjarnan er 1,19 sólarmassar, reikistjarnan 0,805 Júpítermassi og umferðartími 2,1746742 dagar.

Staðsetningarkort fyrir WASP-92b (Stellarium) – Location map of WASP-92b (Stellarium)

Höfundur fylgdist með þvergöngu WASP-92 b þann 23. mars 2021. Aðstæður til gagnaöflunar voru ágætar en talsverð norðurljós. Mynd 2a sýnir atburðarásina (punktar) borna saman við líkan (lína) spáðrar þvergöngu. Mynd 2b sýnir skinhlutfall, þ. e. hve mikið fjarreikistjarnan skyggir á móðurstjörnuna í þvergöngu, samkvæmt mælingunni. Með reiknitóli TRESCA draga niðurstöðurnar upp reikistjörnu með ~10% stærri geisla og 90° brautarhalla. Myndirnar voru fengnar á vefsvæði TRESCA og aðlagaðar að þessari síðu.

Mynd/Fig. 2a. Þverganga 23. mars 2021.- Based on TRESCA database.

Mynd/Fig. 2b. Skinhlutfall 23. mars 2021.- Based on TRESCA database.

Niðurstöður eru viðunandi og mæligildi fylgja spálíkani með um ±0.005 bst óvissu. Nánari upplýsingar um mælinguna er í samantekt um stjörnuathuganir áranna 2021 (óbirt).

Observation of the transiting WASP-92 b was implimented from Nes Observatory on March 23, 2021.

Upplýsingar um WASP-92 b á vefsvæði TRESCA, Exoplanet Transit Database (ETD).

Information about WASP-92 b at TRESCA website, Exoplanet Transit Database (ETD).

Upplýsingar um WASP-92 b á vefsvæði “The Extrasolar Planets Encyclopaedia” (EPE).

Information about WASP-92 b at the Extrasolar Planets Encyclopaedia (EPE).

Sjónrænar þrívíðar upplýsingar um WASP-92 b á vefsvæði NASA, Exoplanet Exploration.

Visual  3D information about WASP-92 b at NASA website, Exoplanet Exploration.