WASP-92 b er á braut um GSC 3498:1493 (WASP-92), rúmar 2° norðnorðvestan við SAO 46128 í Herkúles. Fjarreikistjarnan uppgötvaðist í mæligögnum nyrðri WASP sjónaukanna sem var aflað á árunum 2007-2010. Fjarreikistjarnan er heitur Júpíterrisi. Helstu stikar sem eru kynntir á vefsíðu EPE (sótt í frumheimildir) eru: fjarlægð er talin 1727 ljósár, móðurstjarnan er 1,19 sólarmassar, reikistjarnan 0,805 Júpítermassi og umferðartími 2,1746742 dagar.