Birtuferill WASP-93 b er óvenju bogadreginn samanborið við ljósferla dæmigerðra þvergangna. Atburðarásin er sú að ljósstyrkur fellur jafnt og þétt að miðri þvergöngu og eykst með sama hætti uns henni lýkur. Þetta er túlkað sem að brautarhalli reikistjörnunnar sé talsverður (81°), frá jörðu séð og að jaðarhúmun móðurstjörnu hafi töluverð áhrfi á meðan þvergöngunni stendur.
Í fyrri athugun var notaður 30 cm sjónauki, en 40 cm sjónauki í seinna skiptið. Búist var við skýrari niðurstöðum í 40 cm sjónaukanum en gamla 30 cm. Raunin varð ekki sú, þ.e. dreifing mæligilda var ekki minni í það sinn. Því hljóta aðstæður þetta kvöld að hafa ráðið einhverju um hvernig til tókst. Fyrri mælingin var notuð í grein Gajdoš o.fl. (2019) þar sem fjallað er m.a. um þessa fjarreikistjörnu.
Ýtarlegri upplýsingar um mælingarnar á WASP-93 b eru í samantektum um stjörnuathuganir áranna 2016-17 og 2017-18 en eru dregnar saman í eina grein hér.
WASP-93 b orbits GSC 3261:1703 located 2° 36’ south of zeta Cassiopeiae (ζ Cas). Its discovery was confirmed in 2016. Observations of its transits were implemented by the author on January 3, and December 27, 2017, from the Nes observatory. One goal of the measurements was to examine the quality of data, obtained with a 40 cm mirror and compare it to data collected with a 30 cm mirror. Despite fair results, lower values of residuals were not obtained from the data, collected by the larger mirror on this occasion.