HX UMa er snertitvístirni um 5,5° suðaustan við χ UMa (Alkafzah) í Stórabirni. Eiginleiki hennar sem EW myrkvastjarna birtust fyrst í gögnum sem aflað var með Hipparcos gervitunglinu. Birtulotan er 0.379156 d (9t5m59s). Dýpt aðalmyrkvans er ~0,17 bst. en millimyrkvi ekki gefinn upp. Sjónlínuhraði HX UMa var skráður í mælingum frá David Dunlap stjörnustöðinni við Tórontó í Kanada, og eru þau gögn aðgengileg í rannsóknir. B.R.N.O. gagnagrunnurinn mat vægi 8/10 þegar mælingar fóru fram.

HX UMa is a contact binary in Ursa Major, situated 5.5° southeast of χ UMa (Alkafzah). The Hipparcos satellite’s data revealed its characteristics as an EW eclipsing star. Its period is 9h5m59s, or 0.379156 d. The magnitude depth of the primary eclipse is 0.17. The radial velocity of HX UMa was obtained from the David Dunlap Observatory in Toronto, Canada, and the data is available for research. When the author conducted his observations, the B.R.N.O. database rated need of observations 8/10.

Staðsetningarkort fyrir HX UMa (Stellarium) – Location map of HXUMa (Stellarium).

Höfundur ljósmældi HX UMa dagana 11., 20., 23. og 26. febrúar og 5., 8. og 13. mars 2020. Niðurstöðurnar voru notaðar til þess til að meta viðmiðstíma og birtulotu myrkvastjörnunnar og draga upp birtustöðukort yfir umferðartíma hennar (mynd 2a). Að auki voru niðurstöðurnar notaðar í líkan af stjörnukerfinu  en til þess voru notuð mælingagögn frá D. Dunlap stjörnustöðinni í Kanada (mynd 2b). Ýtarlegri greinargerð um mælingarnar er í samantekt yfir stjörnuathuganir frá Hornafirði árið 2020 en kaflann má einnig nálgast hér.

The author observed HX UMa on February 11, 20, 23, and 26 and March 5, 8, and 13, 2020. The results were used to examine the period and O-C graph and use the results and radial velocity data, obtained by the D. Dunlap Observatory in Canada, to model the binary (Fig. 2). These observations are detailed in the summary of astronomical observations from Hornafjörður in 2020, but the section can also be accessed here.

Mynd/Fig. 2.a Birtustöðurit HX UMa. Birtustaða (phase) á þverás og birtustig á lóðás. – A phase diagram of HX UMa. Phase on x-axis  and flux on y-axis.

Mynd/Fig. 2b. Sjónlínuhraði HX UMa (svartir og bláir punktar), sem var mældur af Rucinski o.fl. (2003). – Radial velocity data of HX UMa (black and blue points) obtained by Rucinski et al (2003).

UMa_HXUMaSun

Mynd/Fig. 3. Rúmfræðilegt líkan, sem var gert í forritinu Binary Maker 3, lýsir hjúpsnertistjörnu. Rauðir krossar eru massamiðjur og samþungamiðja kerfisins, rauðir hringir brautarferlar. Sólin (gul skífa) er sett til stærðarsamanburðar. – Geometrical model, which was made with ‘Binary Maker 3‘ , indicate a overcontact binary. Red crosses pinpoints center of masses and barycenter of the system. Red circles are supposed orbits around the barycenter. The Sun (yellow disc) is applied for size comparison.