Árið 2009 var kynnt að fjarreikistjarna hefði fundist við stjörnuna GSC 2463:281 (HAT-P-9) í Ökumanninum. Sú stjarna er af birtustigi 12,1. GSC 2463:281 er um 6° norðaustnorður frá Kastor í Tvíburunum. Sólstjarna þessi er í 1564 ljósára fjarlægð og talin 1,3 sólarmassar, 1,7 falt þvermál sólar og með yfirborðshita 6350 K°. Fjarrreikistjarnan var sú níunda sem uppgötvaðist í verkefni sem er nefnt The Hungarian Automated Telescope Network (HATNet) og sem sett var upp árið 1999 við Kitt Peak stjörnustöðina í Arizona. HAT-P-9 b er heitur Júpíterrisi, talin 0,67 Júpítermassar en með geisla 1,4 samanborið við Júpíter. Umferðartími hennar er 3,922814 dagar (EPE 2021).
HAT-P-9 b orbits GSC 2463:281 (HAT-P-9) located ~6° northeast of Castor (α Geminorum) in Gemini. This planet was discovered in a project identified as The Hungarian Automated Telescope Network (HATNet), established in 1999 at the Kitt Peak Observatory in Arizona USA. It is estimated at a distance of 1564 light-years and the visual magnitude is 12.1. The host is a 1.3 solar mass star with a radius of 1.7 solar radii. Its surface temperature is 6350 K°. HAT-P-9 b is a ‘Hot Jupiter’ of 0.67 Jupitermass and a radius of 1.4 compared to Jupiter. It orbits its host at 3.922814 days (EPE 2021).
Staðsetningarkort fyrir HAT-9 b (Stellarium) – Location map of HAT-9 b (Stellarium).
Ljósmældar þvergöngur - Observed transits
Höfundur hefur tvívegis fylgst með þvergöngu HAT-P-9b, fyrst 23. febrúar 2016 (myndir 2a-b) og 25. janúar 2019 (myndir 3a-b).
Myndir 2b og 3b sýna skinhlutfall, þ. e. hve mikið fjarreikistjarnan skyggði á móðurstjörnuna í þvergöngu, samkvæmt mælingunum. Með reiknitóli TRESCA þá draga niðurstöðurnar þann 23. febrúar. 2016 upp reikistjörnu með ~7% stærri geisla og 1% minni brautarhalla en viðurkennt gildi. Niðurstöðurnar þann 25. janúar 2019 var sú að þá mældist geisli ~8% stærri en viðurkennt gildi og eiginlega sama brautarhalla. Myndirnar voru fengnar á vefsvæði TRESCA og aðlagaðar að þessari síðu.
Í fyrri athugun var notaður 30 cm sjónauki, en 40 cm sjónauki í seinna skiptið. Niðurstöður urðu ekki endilega afdrattarlausari í 40 cm sjónaukanum, sem bendir til þess hve skoðunarskilyrði hafa mikil áhrif á niðurstöður slíkra mælinga. Nánari upplýsingar um mælingar á HAT-P-9 b eru í samantektum um stjörnuathuganir áranna 2016 og 2019 en má einnig nálgast í einu lagi hér.
Two transits by HAT-P-9 b have been observed from the Nes observatory, first, on February 23, 2016, with a 30 cm SCT and again on January 25, 2019, using a 40 cm SCT. A comparison of the 40 cm vs 30 cm mirrors implies how atmospheric variations can affect observations.
HAT-9 b á vefsvæði TRESCA, Exoplanet Transit Database (ETD).
HAT-9 b at TRESCA website, Exoplanet Transit Database (ETD).
HAT-9 b á vefsvæði “The Extrasolar Planets Encyclopaedia (EPE).
HAT-9 b at the Extrasolar Planets Encyclopaedia (EPE).
Sjónrænar þrívíðar upplýsingar um HAT-9 b á vefsvæði NASA, Exoplanet Exploration.
Visual 3D information about HAT-9 b at NASA website, Exoplanet Exploration.