ε Aurigae (epsilon í Ökumanni) er ein óvenjulegasta myrkvastjarna sem vitað er um. Engin þekkist með jafn langa birtulotu (9892 dagar [27,08 ár]) og myrkvarnir standa yfir rúm tvö ár. Þýskur stjörnuáhugamaður að nafni Johann Fritsch tók fyrstur eftir henni myrkvaðri, árið 1821. Eftir það hefur hún myrkvast sjö sinnum og gerði síðast árin 2009-2011. Staðfest hefur verið að afar stór rykskífa gengur fyrir stjörnuna á 27 ára fresti og er fylgistjarna í miðju hennar.
ε Aurigae is a very unusual eclipsing binary, with the longest period known (9892 days [27.08 years]). Its eclipse lasted more than two years. In 1821 the German amateur astronomer Johann Fritsch was the first to notice that ε Aur was in eclipse. Since then it has been eclipsed seven times, with the last one in 2009—2011. It would take space to trace its story but it has been an enigma for about 200 years.
Staðsetningarkort fyrir ε Aurigae (Sky 6) – Location map of ε Aurigae (Sky 6)
Höfundur tók þátt í alþjóðlegu ljósmælingaverkefni á myrkvanum 2009–2011, sem var stýrt af hópi stjörnufræðinga í Bandaríkjunum. Sá hópur hafði staðið að svipuðu verkefni þegar ε Aurigae myrkvaðist 1982—1984. Myrkvar ε Aurigae eru svo fágætir að þörf er á sem mestum gögnum yfir atburðarásina. Í slíku tilfelli sameina stjörnufræðingar krafta sína með fjölda áhugamanna, við að afla gagna með ljós- og litrófsmælingum.
Höfundur rýndi í gögn verkefnisins og önnur aðgengileg í gagnagrunni AAVSO. Mynd 2 sýnir birtuferla myrkva ε Aurigae eftir að mælingar hófust á 19. öld. Það vekur athygli að myrkvarnir eru ekki nákvæmlega einsleitir og breytilegt hve mörgum dögum fyrir miðmyrkva stjarnan byrjar að dofna og hvenær fyrri birtustyrk er náð. Þetta bendir til þess að skýið sem deyfir skin stjörnunnar sé dýnamískt.
The author participated in a multinational photometry campaign during the last eclipse. A recent investigation of ε Aurigae has confirmed that a large dust ring surrounding a secondary star eclipses the primary every 27 years. He then used data submitted to the AAVSO database for phase diagram compilation (figure 2) and the data collected in the 2009-2011 campaign, including his own measurements, for the light curve diagram (figure 3).
Mynd/Fig. 2. Birtustöðurit ε Aur yfir myrkva á 19.-20. öld. Brotna lóðlínan markar miðju myrkvanna. Myndin var unnin eftir gögnum AAVSO. – Phase Diagram of ε Aur eclipses in the 19.-20. century. The broken vertical line represents the center of the eclipse. The diagram is based on data provided by the AAVSO database.
Þegar dregur nærri miðju myrkvans eykist birtan tímabundið vegna þess að minna ryk í miðsvæði skífunnar hylur sýn til stjörnunnar. Skýið myndi eins konar kringlu. Á mynd 3 eru tveir birtuferlar. Efri ferillinn (grænn) lýsir atburðarásinni með V-ljóssíu (grænn) en neðri B-ljóssíu (blár). Stjarnan er óstöðug og birtusveiflur utan myrkva eru ~0,1—0,2 birtustig. Meðan birtan fellur eða vex koma fram sveiflur sem verða skýrastar meðan birta stjörnunnar er í lágmarki. Á báðum litsviðum (v og b) voru þær ~0,1 bst, með um 60—70 daga sveiflu. Sambærilegar sveiflur sjást í fyrri myrkvum (mynd 2) þótt þær séu ekki eins áberandi vegna lítillar myndupplausnar.
Nánar var sagt frá þessum myrkva í samantekt um stjörnuathuganir áranna 2016-2017 en kaflann má einnig nálgast hér.
The light curve of ε Aurigae at visual (green) and blue wavelengths (figure 3). ε Aurigae is a variable star and outside the eclipse, its luminosity fluctuates ~ 0.1-0.2 magnitude, with a range of about 60-70 days. Similar fluctuations are seen in previous eclipses (figure 2). Near mid-eclipse, the flux temporarily increases because less dust in the disk obscures the star. The cloud would form a kind of doughnut.
Mynd/Fig. 3. Birtuferill ε Aurigae á V- (grænu, ofar) og B (bláu) litsviði á meðan 2009-2011 myrkvanum stóð. Myndin byggir á gögnum sem rannsóknahópurinn safnaði í ljósmælingunum. – The light curve of ε Aurigae in V (green, above) and B (blue) band during the 2009-2011 eclipse. The diagram is based on data obtained by the group, including the measurements implemented by the author.