Þegar dregur nærri miðju myrkvans eykist birtan tímabundið vegna þess að minna ryk í miðsvæði skífunnar hylur sýn til stjörnunnar. Skýið myndi eins konar kringlu. Á mynd 3 eru tveir birtuferlar. Efri ferillinn (grænn) lýsir atburðarásinni með V-ljóssíu (grænn) en neðri B-ljóssíu (blár). Stjarnan er óstöðug og birtusveiflur utan myrkva eru ~0,1—0,2 birtustig. Meðan birtan fellur eða vex koma fram sveiflur sem verða skýrastar meðan birta stjörnunnar er í lágmarki. Á báðum litsviðum (v og b) voru þær ~0,1 bst, með um 60—70 daga sveiflu. Sambærilegar sveiflur sjást í fyrri myrkvum (mynd 2) þótt þær séu ekki eins áberandi vegna lítillar myndupplausnar.
Nánar var sagt frá þessum myrkva í samantekt um stjörnuathuganir áranna 2016-2017 en kaflann má einnig nálgast hér.