Höfundur hefur þrívegis fylgst með þvergöngu HAT-P-53 b, fyrst 25. (myndir 2a-b) og 27. nóvember 2017 (myndir 3a-b), og 13. nóvember 2019 (myndir4a-b).
Myndir 2b, 3b og 4b sýna skinhlutfall, þ. e. hve mikið fjarreikistjarnan skyggði á móðurstjörnuna í þvergöngu, samkvæmt mælingunum. Með reiknitóli TRESCA þá draga niðurstöðurnar 25. nóvember 2017 upp reikistjörnu með ~13% stærri geisla og 3,8% meiri brautarhalla en viðurkennt gildi. Niðurstöðurnar þann 27. nóvember 2017 var sú að þá mældist geisli ~3% stærri en viðurkennt gildi og 1,4% meiri brautarhalla. Niðurstöðurnar þann 13. nóvember 2019 var sú að þá mældist geisli ~9% stærri en viðurkennt gildi og 1% meiri brautarhalli. Myndirnar voru fengnar á vefsvæði TRESCA og aðlagaðar að þessari síðu.