Höfundur hefur fimm sinnum fylgst með þvergöngu Qatar-1 b, fyrst 16. nóvember 2019 (myndir 2a-b), 29. desember 2020 (myndir 3a-b), 9. september 2021 (myndir 4a-b), 15. janúar (myndir 5a-b) og 6. desember (myndir 6a-b) 2022 .
Myndir 2a, 3a, 4a, 5a og 6a sýna mæld birtugildi á meðan þvergöngum stóð, og myndir 2b, 3b, 4b, 5b og 6b skinhlutfall, þ. e. hve mikið fjarreikistjarnan skyggði á móðurstjörnuna í þessum þvergöngum, samkvæmt mælingunum. Hafa skal í huga að aðstæður ráða miklu um niðurstöður mælinga. Með reiknitóli TRESCA þá draga niðurstöðurnar 16. nóvember 2019 upp reikistjörnu með ~8,5% stærri geisla og 0,2% meiri brautarhalla en viðurkennt gildi. Niðurstöðurnar þann 29. desember 2020 var sú að þá mældist geisli 5,6% minni en viðurkennt gildi en svo til sama brautarhalla. Niðurstöðurnar þann 9. september 2021 var sú að þá mældist geisli 7,4% stærri en viðurkennt gildi en svo til sami brautarhalli. Niðurstöðurnar þann 15. janúar 2022 var sú að þá mældist geisli 18% stærri en viðurkennt gildi og 0,7% meiri brautarhalli. Þessi mæling er þó ekki ýkja skýr vegna þess að öll þvergangan náðist ekki. Niðurstöðurnar þann 6. desember 2022 var sú að þá mældist geisli 9,4% minni en viðurkennt gildi og 0,7% minni brautarhalli. Myndirnar voru fengnar á vefsvæði TRESCA og aðlagaðar að þessari síðu.