Qatar fjarreikistjörnu-leitarverkefnið (Qatar Exoplanet Survey) var sett upp í Nýju-Mexíko til þess að leita að fjarreikistjörnum í þvergöngu. Til þess er notast við 135-400 mm aðdráttarlinsur sem taka yfir 121 fergráðu svæði í senn. Árið 2017 voru þrjár fjarreikistjörnur kynntar sem höfðu fundist í gegnum þetta leitarverkefni. Qatar-1 b er á braut um GSC 4240:470 (Qatar 1), sem er tæpar ~3° suðaustan við SAO 18676 í Drekanum. Þetta var fyrsta fjarreikistjarnan sem uppgötvaðist í mæligögnum Qatar-leitarverkefnisins frá sumrinu 2010 (Alsubai o.fl. 2010). Helstu stikar sem Alsubai o.fl. (2010) og vefsíða Exoplanet.eu kynna eru: Fjarlægð er 187 ±0,5 parsek (~610 ljósár), móðurstjarnan er 0,838 sólarmassar, reikistjarnan 1,294 Júpítermassi og umferðartími 1,42002504 dagur.

The Qatar Exoplanet Survey was established in New Mexico to search for transiting exoplanets. For this task, a system of 135–400 mm telephoto lenses covers an area of 121 square degrees. In 2017, the Qatar search mission announced the discovery of three exoplanets. Qatar-1 b orbits GSC 4240:470 (Qatar 1), which is almost 3° southeast of SAO 18676 in Dragon. It was the first exoplanet discovered in the Qatar Search Mission data from the summer of 2010 (Alsubai et al. 2010). The main parameters that Alsubai et al. (2010) and the website Exoplanet.eu report are: distance of 187 ±0.5 parsec (~610 light years), parent star mass of 0.838 solar masses, planet mass of 1.294 Jupiter masses, and orbital period of 1.42002504 days.

Staðsetningarkort fyrir Qatar-1 b (Stellarium) – Location map of Qatar-1 b (Stellarium).

Ljósmældar þvergöngur - Observed transits

Höfundur hefur fimm sinnum fylgst með þvergöngu Qatar-1 b, fyrst 16. nóvember 2019 (myndir 2a-b), 29. desember 2020 (myndir 3a-b),  9. september 2021 (myndir 4a-b), 15. janúar (myndir 5a-b) og  6. desember (myndir 6a-b) 2022 .

Myndir 2a, 3a, 4a, 5a og 6a sýna mæld birtugildi á meðan þvergöngum stóð, og myndir 2b, 3b, 4b, 5b og 6b skinhlutfall, þ. e. hve mikið fjarreikistjarnan skyggði á móðurstjörnuna í þessum þvergöngum, samkvæmt mælingunum. Hafa skal í huga að aðstæður ráða miklu um niðurstöður mælinga. Með reiknitóli TRESCA þá draga niðurstöðurnar 16. nóvember 2019 upp reikistjörnu með ~8,5% stærri geisla og 0,2% meiri brautarhalla en viðurkennt gildi. Niðurstöðurnar þann 29. desember 2020 var sú að þá mældist geisli 5,6% minni en viðurkennt gildi en svo til sama brautarhalla. Niðurstöðurnar þann 9. september 2021 var sú að þá mældist geisli 7,4% stærri en viðurkennt gildi en svo til sami brautarhalli. Niðurstöðurnar þann 15. janúar 2022 var sú að þá mældist geisli 18% stærri en viðurkennt gildi og 0,7% meiri brautarhalli. Þessi mæling er þó ekki ýkja skýr vegna þess að öll þvergangan náðist ekki. Niðurstöðurnar þann 6. desember 2022 var sú að þá mældist geisli 9,4% minni en viðurkennt gildi og 0,7% minni brautarhalli. Myndirnar voru fengnar á vefsvæði TRESCA og aðlagaðar að þessari síðu.

Mynd/Fig. 2a. Þverganga 16. nóvember 2019.- Transit on November 16, 2019. Based on TRESCA database.

Mynd/Fig. 2b. Skinhlutfall 16. nóvember 2019.- Geometry, based on the observed transit from November 16, 2019. Based on the TRESCA database.

Mynd/Fig. 3a. Þverganga 29. desember 2020.- Transit on December 29, 2020. Based on TRESCA database.

Mynd/Fig. 3b. Skinhlutfall 29. desember 2020.- Geometry, based on the observed transit from December 29, 2020. Based on the TRESCA database.

Mynd/Fig. 4a. Þverganga 9. september 2021 .- Transit on September 9, 2021. Based on the TRESCA database.

Mynd/Fig. 4b. Skinhlutfall 9. september 2021.- Geometry, based on the observed transit from September 9, 2021. Based on the TRESCA database.

Mynd/Fig. 5a. Þverganga 15. janúar 2022.- Transit on January 15, 2022. Based on the TRESCA database.

Mynd/Fig. 5b. Skinhlutfall 15. janúar 2022.- Geometry, based on the observed transit from January 15, 2022. Based on the TRESCA database.

Mynd/Fig. 6a. Þverganga 6. desember 2022.- Transit on December 6, 2022. Based on the TRESCA database.

Mynd/Fig. 6b. Skinhlutfall 6. desember 2022.- Geometry, based on the observed transit from December 6, 2022. Based on the TRESCA database.

Nánari upplýsingar um mælingar á Qatar-1 b frá Nesjum eru í samantektum um stjörnuathuganir árin 2019 (bls 65-66), 2020 (bls 73-74), og 2020-2021(bls 73-74). Mælingar 2022 hafa ekki verið kynntar.

Transits by Qatar-1 b have been observed on five occasions from the Nes observatory, the first on  November 16 and the latest one on December 6, 2023 (see figures above). More detailed versions of these observations are published in reports highlighting the seasons of 2019 (pages 65-66), 2020 (pages 73-74), and 2020-2021(pages 73-74). Later observations are currently unpublished.

These transit observations are accessible at the TRESCA database, ETD.

Qatar-1 b á vefsvæði TRESCA, Exoplanet Transit Database (ETD).

Qatar -1 b at TRESCA website, Exoplanet Transit Database (ETD).

Qatar-1 b á vefsvæði “The Extrasolar Planets Encyclopaedia (EPE).

Qatar-1 b at the Extrasolar Planets Encyclopaedia (EPE).

Sjónrænar þrívíðar upplýsingar um Qatar-1 b á vefsvæði NASA, Exoplanet Exploration.

Visual  3D information about Qatar-1 b at NASA website, Exoplanet Exploration.