Höfundur hefur tvívegis fylgst með þvergöngu WASP-10 b, dagana 21. september (myndir 2a-b) og 23. desember 2020 (myndir 3a-b). Í fyrri athugun tókst ekki að afla gagna yfir alla þvergönguna, af tæknilegum ástæðum. Þó reyndust gæði mælipunkta með ágætum og því hægt að ákvarða miðju þvergöngunnar. Í seinni athugun voru gagnagæði með besta móti.
Myndir 2b og 3b sýna skinhlutfall, þ. e. hve mikið fjarreikistjarnan skyggir á móðurstjörnuna í þvergöngu, samkvæmt mælingunum. Með reiknitóli TRESCA draga niðurstöðurnar þann 21. sept. upp reikistjörnu með ~1% minni geisla og 0,1% minni brautarhalla. Niðurstöðurnar þann 23. des. upp reikistjörnu með ~5,6% minni geisla og 1,8% minni brautarhalla. Myndirnar voru fengnar á vefsvæði TRESCA og aðlagaðar að þessari síðu.