WASP-10 b er á braut um meginraðarstjörnuna GSC 2752:114 (WASP 10), sem er rúmar 4° norðaustan við Scheat (β Peg) í Vængfákinum. Fjarreikistjarnan uppgötvaðist í mæligögnum sem SuperWASP-N sjónaukinn á La Palma safnaði, eftir 2004 og var tilvist hennar staðfest með frekari ljós- og litrófsmælingum, sem m.a. voru gerðar með norræna sjónaukanum (NOT) á La Palma, árið 2007. Birtudeyfing í þvergöngu er óvenju djúp, sem skýrist af stórri gasreikistjörnu í samanburði við móðurstjörnuna. Á vefsíðu Exoplanet.eu eru helstu stikar kynntir (sótt í frumheimildir): fjarlægð er talin >293 ljósár, móðurstjarnan er 0,71 sólarmassar, reikistjarnan 3,16 Júpítermassi og umferðartími 3,0927616 dagar.

Staðsetningarkort fyrir WASP-10b (Stellarium) – Location map of WASP-10b (Stellarium)

Ljósmældar þvergöngur - Observed transits

Höfundur hefur tvívegis fylgst með þvergöngu WASP-10 b, dagana 21. september (myndir 2a-b) og 23. desember 2020 (myndir 3a-b). Í fyrri athugun tókst ekki að afla gagna yfir alla þvergönguna, af tæknilegum ástæðum. Þó reyndust gæði mælipunkta með ágætum og því hægt að ákvarða miðju þvergöngunnar. Í seinni athugun voru gagnagæði með besta móti.

Myndir 2b og 3b sýna skinhlutfall, þ. e. hve mikið fjarreikistjarnan skyggir á móðurstjörnuna í þvergöngu, samkvæmt mælingunum. Með reiknitóli TRESCA draga niðurstöðurnar þann 21. sept. upp reikistjörnu með ~1% minni geisla og 0,1% minni brautarhalla. Niðurstöðurnar þann 23. des. upp reikistjörnu með ~5,6% minni geisla og 1,8% minni brautarhalla. Myndirnar voru fengnar á vefsvæði TRESCA og aðlagaðar að þessari síðu.

Mynd/Fig. 2a. Þverganga 21. september 2020.- Based on TRESCA database.

Mynd/Fig. 2b. Skinhlutfall 21. september 2020.- Based on TRESCA database.

Mynd/Fig. 3a. Þverganga 23. desember 2020.- Based on TRESCA database.

Mynd/Fig. 3b. Skinhlutfall 23. desember 2020.- Based on TRESCA database.

Niðurstöður voru góðar og mæligildi fylgja spálíkani með um ± 0.005 bst óvissu. Nánari upplýsingar um mælinguna er í samantekt um stjörnuathuganir ársins 2020 en má einnig nálgast hér.

Observation of the transiting WASP-10 b was obtained on September 21 and December 23, 2020. The transit depth of this exoplanet is unusually deep. The reason is a rather large gas planet compared to its host star. However, Johnson et al (2009) conclude it is not inflated beyond what standard models of giant gas planets predict but assume it is unusually dense. Unfortunately, the author didn‘t succeed in observing the total transit on September 21, but sufficiently to estimate the center. Residuals indicated good data quality, so it did in the latter observation, on December 23, 2020. More details of this observation are found here (in Icelandic, with a brief English summary).

WASP-10 b á vefsvæði TRESCA, Exoplanet Transit Database (ETD).

WASP-10 b at TRESCA website, Exoplanet Transit Database (ETD).

WASP-10 b á vefsvæði “The Extrasolar Planets Encyclopaedia” (EPE).

WASP-10 b at the Extrasolar Planets Encyclopaedia (EPE).

Sjónrænar þrívíðar upplýsingar um WASP-10 b á vefsvæði NASA, Exoplanet Exploration.

Visual  3D information about WASP-10 b at NASA website, Exoplanet Exploration.